Zinedine Zidane er hættur sem stjóri Real Madrid en þetta var tilkynnt á fréttamannafundi rétt í þessu.
Þessar fréttir koma mjög svo á óvart en Zidane stýrði Real til sigurs í Meistaradeildinni á dögunum er liðið vann 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleiknum.
Þetta var þriðji sigur Zidane í Meistaradeildinni á þremur árum en hann hefur unnið Meistaradeildina öll árin sem hann hefur stýrt Real.
Þó að gengi Real í spænsku deildinni í ár hafi ekki verið upp á marga fiska héldu flestir að Zidane myndi halda áfram og stýra Real áfram en svo er ekki. Real endaði í þriðja sætinu á Spáni, sautján stigum á eftir Barcelona.
Hann vann einnig spænsku deildina einu sinni, Super-Cup bikarinn á Spáni einu sinni og Ofurbikarinn í Evrópu tvívegis. Einnig stóð hann uppi sem sigurvegari í heimsmeistarakeppni félagsliða í tvígang.
Zidane hættur með Real
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti

Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti



