Stefnir í einn áhugaverðasta Óskar síðustu ára Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. janúar 2017 10:30 Nú fer að styttast í Óskarinn, virtustu verðlaunin í heimi kvikmyndanna, og hátíðin í ár stefnir í að vera nokkuð spennandi. NORDICPHOTOS/GETTY Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna eru nú orðnar opinberar og þar er ýmislegt að frétta eins og yfirleitt. Ótvíræður „sigurvegari“ er söngleikurinn La La Land með Emmu Stone og Ryan Gosling í aðalhlutverkum, en einhvern veginn kemur það nú ekki mikið á óvart þó að fjöldi tilnefninga sé kannski svolítið rosalegur – en myndin hlaut alls fjórtán tilnefningar og jafnar þar með sjálfa Titanic. Annað sem er tengdara okkur Íslendingum er að tónlistin úr myndinni Arrival er ekki tilnefnd til Óskarsins. Ástæðan er sú að tónverkið On the Nature of Daylight eftir Max Richter var notað á nokkrum stöðum í myndinni og taldi Akademían að það myndi hafa áhrif á það hvernig tónverk Jóhanns Jóhannssonar yrði dæmt. Ótrúlega svekkjandi enda tónsporið í Arrival algjörlega frábært.Mikill fjöldi mynda sem eru ekki framleiddar af stóru Hollywood-stúdíóunum er líka athyglisverður. Af þeim níu myndum sem keppa um titilinn besta myndin, eru heilar fimm framleiddar annars staðar. Þetta eru myndirnar Arrival, Manchester by sea, Lion, Hell or high water og Hacksaw ridge. Talandi um Hacksaw ridge – þá er leikstjóri hennar Mel nokkur Gibson sem hefur nú ekki verið vinsæll í bransanum síðustu árin, en hann hefur verið vægast sagt erfiður náungi, þá sérstaklega þegar hann níddi gyðinga árið 2006. En í ár er hann tilnefndur sem besti leikstjórinn öllum að óvörum og kannski má líta á það sem lok tíu ára útlegðar hans?Það sem eru samt stærstu jákvæðu fréttirnar og það áhugaverðasta við tilnefningar ársins er að sex svartir leikarar eru tilnefndir og auk þess eru þrjár myndir sem fjalla á einhvern hátt um líf og reynslu svartra tilnefndar sem besta myndin. Þetta eru myndirnar Moonlight, Fences og Hidden figures. Sú síðastnefnda er sönn saga þriggja kvenna sem sinntu útreikningum fyrir NASA á tímum geimkapphlaupsins, Fences er fjölskyldudrama sem gerist á sjötta áratugnum og fjallar um brostna drauma og síðan er það Moonlight þar sem fylgst er með lífi samkynhneigðs manns í Miami frá æsku til fullorðinsára. Í Moonlight er tekið á ýmsum áhugaverðum málefnum; lífi svartra í Bandaríkjunum, samkynhneigð í kúltúr fátækrahverfa og mismunun. Það er áhugavert og gleðilegt að líf minnihlutahópa sé að koma sterkt inn á Óskarinn í ár. Síðustu tvö ár fór ekki mikið fyrir þeim á verðlaunahátíðinni og kassamerkið #OscarsSoWhite var vinsælt á samfélagsmiðlum á sama tíma. Vonum að um breytta stefnu sé að ræða en ekki bara einhvers konar friðþægingu hjá hinni stundum frekar duttlungafullu Óskarsakademíu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna eru nú orðnar opinberar og þar er ýmislegt að frétta eins og yfirleitt. Ótvíræður „sigurvegari“ er söngleikurinn La La Land með Emmu Stone og Ryan Gosling í aðalhlutverkum, en einhvern veginn kemur það nú ekki mikið á óvart þó að fjöldi tilnefninga sé kannski svolítið rosalegur – en myndin hlaut alls fjórtán tilnefningar og jafnar þar með sjálfa Titanic. Annað sem er tengdara okkur Íslendingum er að tónlistin úr myndinni Arrival er ekki tilnefnd til Óskarsins. Ástæðan er sú að tónverkið On the Nature of Daylight eftir Max Richter var notað á nokkrum stöðum í myndinni og taldi Akademían að það myndi hafa áhrif á það hvernig tónverk Jóhanns Jóhannssonar yrði dæmt. Ótrúlega svekkjandi enda tónsporið í Arrival algjörlega frábært.Mikill fjöldi mynda sem eru ekki framleiddar af stóru Hollywood-stúdíóunum er líka athyglisverður. Af þeim níu myndum sem keppa um titilinn besta myndin, eru heilar fimm framleiddar annars staðar. Þetta eru myndirnar Arrival, Manchester by sea, Lion, Hell or high water og Hacksaw ridge. Talandi um Hacksaw ridge – þá er leikstjóri hennar Mel nokkur Gibson sem hefur nú ekki verið vinsæll í bransanum síðustu árin, en hann hefur verið vægast sagt erfiður náungi, þá sérstaklega þegar hann níddi gyðinga árið 2006. En í ár er hann tilnefndur sem besti leikstjórinn öllum að óvörum og kannski má líta á það sem lok tíu ára útlegðar hans?Það sem eru samt stærstu jákvæðu fréttirnar og það áhugaverðasta við tilnefningar ársins er að sex svartir leikarar eru tilnefndir og auk þess eru þrjár myndir sem fjalla á einhvern hátt um líf og reynslu svartra tilnefndar sem besta myndin. Þetta eru myndirnar Moonlight, Fences og Hidden figures. Sú síðastnefnda er sönn saga þriggja kvenna sem sinntu útreikningum fyrir NASA á tímum geimkapphlaupsins, Fences er fjölskyldudrama sem gerist á sjötta áratugnum og fjallar um brostna drauma og síðan er það Moonlight þar sem fylgst er með lífi samkynhneigðs manns í Miami frá æsku til fullorðinsára. Í Moonlight er tekið á ýmsum áhugaverðum málefnum; lífi svartra í Bandaríkjunum, samkynhneigð í kúltúr fátækrahverfa og mismunun. Það er áhugavert og gleðilegt að líf minnihlutahópa sé að koma sterkt inn á Óskarinn í ár. Síðustu tvö ár fór ekki mikið fyrir þeim á verðlaunahátíðinni og kassamerkið #OscarsSoWhite var vinsælt á samfélagsmiðlum á sama tíma. Vonum að um breytta stefnu sé að ræða en ekki bara einhvers konar friðþægingu hjá hinni stundum frekar duttlungafullu Óskarsakademíu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira