Fótbolti

Bolt æfir í Noregi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bolt á æfingu í gær
Bolt á æfingu í gær mynd/twitter/usain bolt
Áttfaldi Ólympíumeistarinn Usain Bolt heldur áfram vegferð sinni í að gerast fótboltamaður en hann æfir með norska liðinu Strömsgodset í vikunni.

Bolt, sem er heimsmethafi í 100 og 200 metra spretthlaupi, mun spila æfingaleik með liðinu gegn U19 ára landsliði Noregs í vikunni. Bolt hefur æft með Borussia Dortmund og suður-afríska liðinu Sundowns á árinu.

Jamaíkumaðurinn verður fyrirliði í góðgerðarleik sem fram fer á Old Trafford þann 10. júní en hann hefur verið opinskár um markmið sitt að spila fyrir Manchester United. Bolt hætti keppni í spretthlaupum á síðasta ári.

Leikmenn Strömsgodset vissu ekki að Bolt væri á leið á æfingu með þeim, þjálfarinn Jostein Flo lét vita af því að það væri von á nýjum leikmanni sem væri mjög fljótur og trúðu þeir varla eigin augum þegar Bolt gekk inn um dyrnar að sögn Flo.

„Hann er einn mesti íþróttamaður allra tíma og við getum lært mikið af honum. Hann er góður í fótbolta, annars væri hann ekki að æfa með okkur,“ sagði Flo við BBC.








Tengdar fréttir

Bolt boðið að koma aftur til Dortmund

Margfaldur Ólympíumeistari í spretthlaupi, Usain Bolt, mun æfa með þýska fótboltaliðinu Borussia Dortmund í þrjár vikur eftir að hafa heillað félagið í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×