Bíó og sjónvarp

Hugh Jackman og Baltasar Kormákur orðaðir við njósnaramynd

Birgir Olgeirsson skrifar
Hugh Jackman og Baltasar Kormákur.
Hugh Jackman og Baltasar Kormákur. Vísir/Getty
Leikarinn Hugh Jackman og leikstjórinn Baltasar Kormákur eru orðaðir við gerð myndarinnar The Good Spy, sem byggð er á samnefndri bók Pulitzer-rithöfundarins Kai Bird um líf og dauða bandaríska leyniþjónustumannsins Robert Aimes.

Greint er frá þessu á vef Deadline.

Robert Aimes var fulltrúi bandarísku leyniþjónustunnar CIA og starfaði mest megnis í Miðausturlöndunum en hann var þekktur fyrir að styrkja samband Bandaríkjanna við Arabíu-ríkin.

Í umsögn um bókina er Aimes sagður hafa unnið að því að mynda sterk vinasambönd við aðila innan leyniþjónustugeirans í Miðausturlöndunum á meðan kollegar hans treystu frekar á hótanir og blekkingar. 

Aimes fórst í sprengingu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Beirút árið 1983 en gröfin hans í Arlington-kirkjugarðinum er sú eina sem er merkt CIA. Mun myndin segja frá ferli hans og einkalífi.

Hugh Jackman og Baltasar eru sagðir báðir á mála hjá WMA-umboðsskrifstofunni sem er með aðsetur í Beverly Hills í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.