Hugh Jackman og Baltasar Kormákur orðaðir við njósnaramynd Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2018 14:47 Hugh Jackman og Baltasar Kormákur. Vísir/Getty Leikarinn Hugh Jackman og leikstjórinn Baltasar Kormákur eru orðaðir við gerð myndarinnar The Good Spy, sem byggð er á samnefndri bók Pulitzer-rithöfundarins Kai Bird um líf og dauða bandaríska leyniþjónustumannsins Robert Aimes.Greint er frá þessu á vef Deadline.Robert Aimes var fulltrúi bandarísku leyniþjónustunnar CIA og starfaði mest megnis í Miðausturlöndunum en hann var þekktur fyrir að styrkja samband Bandaríkjanna við Arabíu-ríkin. Í umsögn um bókina er Aimes sagður hafa unnið að því að mynda sterk vinasambönd við aðila innan leyniþjónustugeirans í Miðausturlöndunum á meðan kollegar hans treystu frekar á hótanir og blekkingar. Aimes fórst í sprengingu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Beirút árið 1983 en gröfin hans í Arlington-kirkjugarðinum er sú eina sem er merkt CIA. Mun myndin segja frá ferli hans og einkalífi.Hugh Jackman og Baltasar eru sagðir báðir á mála hjá WMA-umboðsskrifstofunni sem er með aðsetur í Beverly Hills í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. 31. maí 2018 10:42 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikarinn Hugh Jackman og leikstjórinn Baltasar Kormákur eru orðaðir við gerð myndarinnar The Good Spy, sem byggð er á samnefndri bók Pulitzer-rithöfundarins Kai Bird um líf og dauða bandaríska leyniþjónustumannsins Robert Aimes.Greint er frá þessu á vef Deadline.Robert Aimes var fulltrúi bandarísku leyniþjónustunnar CIA og starfaði mest megnis í Miðausturlöndunum en hann var þekktur fyrir að styrkja samband Bandaríkjanna við Arabíu-ríkin. Í umsögn um bókina er Aimes sagður hafa unnið að því að mynda sterk vinasambönd við aðila innan leyniþjónustugeirans í Miðausturlöndunum á meðan kollegar hans treystu frekar á hótanir og blekkingar. Aimes fórst í sprengingu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Beirút árið 1983 en gröfin hans í Arlington-kirkjugarðinum er sú eina sem er merkt CIA. Mun myndin segja frá ferli hans og einkalífi.Hugh Jackman og Baltasar eru sagðir báðir á mála hjá WMA-umboðsskrifstofunni sem er með aðsetur í Beverly Hills í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. 31. maí 2018 10:42 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. 31. maí 2018 10:42
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein