Björn segir að skólinn hafi, þegar skotárásin hafi átt sér stað, sent öllum nemendum skólans viðvörun símleiðis þess efnis að nemendur ættu ekki að koma á skólasvæðið og ættu að halda sig heima. Öllu skólastarfi hefur verið aflýst, en skólinn hefur þó sagt nemendum að nú sé öruggt að ferðast um svæðið í kringum skólann. Engu að síður hafa nemendur og aðrir íbúar svæðisins verið hvattir til að halda sig inni. Þá hefur starfsfólki skólans verið sagt að mæta ekki til vinnu, samkvæmt vefsíðu MIT.
Björn lýsir aðstæðum á Facebook síðu sinni á þennan veg:
