Útgáfudögum Fréttatímans fækkað í tvo Haraldur Guðmundsson skrifar 26. janúar 2017 11:15 Útgáfudögum Fréttatímans hefur verið fækkað úr þremur í tvo og kemur blaðið nú ekki lengur út á fimmtudögum. Síðasta fimmtudagsblað fjölmiðilsins kom út 22. desember en blaðinu verður áfram dreift á föstudögum og laugardögum. „Fréttatíminn kom alltaf út einu sinni viku en síðasta vor ákváðum við að gefa út tvö blöð. Þriðja útgáfan var hugsuð um haustið til að taka jólatraffíkina en við höfðum það svo sem opið ef það gæti gengið eitthvað áfram. Samningar gengu aftur á móti fyrst og fremst út á jólatraffíkina. Það er alltént líklegt að við tökum upp þráðinn næsta haust og gefum þá aftur út þrjú blöð,“ segir Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, í samtali við Vísi. Fréttablaðið greindi í morgun frá breytingum í hluthafahópi Fréttatímans. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri blaðsins, keypti nýlega 16,5 prósenta hlut í Morgundegi, útgáfufélagi Fréttatímans, af Vogabakka, fjárfestingarfélagi Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar. Ritstjórinn verður því áfram stærsti einstaki eigandi útgáfufélagsins en hann á nú alls 46 prósent af hlutafé þess samkvæmt skráningu félagsins hjá Fjölmiðlanefnd. Dexter fjárfestingar ehf., í eigu Sigurðar Gísla Pálmasonar, fjárfestis og eins eigenda Ikea á Íslandi, á 29 prósent og keypti því 10,9 prósent af Vogabakka. Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, á fjórðungshlut. Eins og Fréttablaðið greindi frá hættu Árni, sem var stjórnarformaður útgáfufélagsins, og Hallbjörn afskiptum af rekstri Morgundags í haust eða um svipað leyti og ákveðið var að fjölga útgáfudögum í þrjá. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Árni og Hallbjörn fara út úr Fréttatímanum Fjárfestarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlssson hafa ekki komið að rekstri fjölmiðilsins síðan í haust. Ósáttir við ritstjórnarstefnuna og vildu komast út. 6. janúar 2017 07:30 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Útgáfudögum Fréttatímans hefur verið fækkað úr þremur í tvo og kemur blaðið nú ekki lengur út á fimmtudögum. Síðasta fimmtudagsblað fjölmiðilsins kom út 22. desember en blaðinu verður áfram dreift á föstudögum og laugardögum. „Fréttatíminn kom alltaf út einu sinni viku en síðasta vor ákváðum við að gefa út tvö blöð. Þriðja útgáfan var hugsuð um haustið til að taka jólatraffíkina en við höfðum það svo sem opið ef það gæti gengið eitthvað áfram. Samningar gengu aftur á móti fyrst og fremst út á jólatraffíkina. Það er alltént líklegt að við tökum upp þráðinn næsta haust og gefum þá aftur út þrjú blöð,“ segir Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, í samtali við Vísi. Fréttablaðið greindi í morgun frá breytingum í hluthafahópi Fréttatímans. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri blaðsins, keypti nýlega 16,5 prósenta hlut í Morgundegi, útgáfufélagi Fréttatímans, af Vogabakka, fjárfestingarfélagi Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar. Ritstjórinn verður því áfram stærsti einstaki eigandi útgáfufélagsins en hann á nú alls 46 prósent af hlutafé þess samkvæmt skráningu félagsins hjá Fjölmiðlanefnd. Dexter fjárfestingar ehf., í eigu Sigurðar Gísla Pálmasonar, fjárfestis og eins eigenda Ikea á Íslandi, á 29 prósent og keypti því 10,9 prósent af Vogabakka. Valdimar Birgisson, framkvæmda- og auglýsingastjóri blaðsins, á fjórðungshlut. Eins og Fréttablaðið greindi frá hættu Árni, sem var stjórnarformaður útgáfufélagsins, og Hallbjörn afskiptum af rekstri Morgundags í haust eða um svipað leyti og ákveðið var að fjölga útgáfudögum í þrjá.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Árni og Hallbjörn fara út úr Fréttatímanum Fjárfestarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlssson hafa ekki komið að rekstri fjölmiðilsins síðan í haust. Ósáttir við ritstjórnarstefnuna og vildu komast út. 6. janúar 2017 07:30 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Árni og Hallbjörn fara út úr Fréttatímanum Fjárfestarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlssson hafa ekki komið að rekstri fjölmiðilsins síðan í haust. Ósáttir við ritstjórnarstefnuna og vildu komast út. 6. janúar 2017 07:30