Aðgerðir mögulega hertar víðar samhliða smitrakningu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. apríl 2020 10:14 Tuttugu starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru í sóttkví. Óskað hefur verið eftir að fólki í bakvarðasveit. Vísir/Samúel Karl Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. Tuttugu og fjögur smit af kórónuveirunni höfðu í gær verið greind á Ísafirði og í Bolungarvík. Ákveðið var að herða aðgerðir á svæðinu og mega ekki fleiri en fimm koma saman. Þá hefur leik- og grunnskólum verið lokað og fólk er hvatt til að halda sig heima. Á Vestfjörðum eru alls 285 manns í sóttkví. „Þetta verður svona næstu vikur á Ísafirði, í Bolungarvík og í Hnífsdal. Það er ekki spilunum að það verði hert áfram en eftir því sem smitrakningu vindur fram er ekkert útilokað að smitin fari að teygja sig inn á hin þorpin á kjálkanum. Sérstaklega Suðureyri, Þingeyri, Súgandafjörð og Súðavík. Ef það gerist verður væntanlega líka gripið til harðari aðgerða þar líka," segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann segir mikið álag á heilbrigðisstofnuninni. Starfsfólk er í góðu sambandi við Covid-deild Landspítalans. „Við erum ekki búin þannig til að takast á við mjög veika sjúklinga, enda myndum við senda þá suður ef ástandið fer að versna, en við erum mjög vel í stakk búin til að takast á við vægari einkenni," segir Gylfi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Reglum sóttvarnarlæknis hafi verið fylgt varðandi sýnatökur. „Við höfum fylgt leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um að það eigi ekki að senda einkennalausa í sýnatöku. Þeir sem hafa óskað eftir sýni hafa þurfa að fá viðtal hjá lækni og það eru bara sömu reglur sem gilda og annars staðar," segir Gylfi. Leitað hefur verið til íbúa um að ganga í bakvarðasveit, líkt og víðar á landinu, og í tilkynningu frá heilbrigðisstofnuninni segir að þjónusta hafi nú þegar raskast nokkuð vegna viðbragða við kórónuveirunni. Störfin eru til dæmis við aðhlynningu á hjúkrunarheimilum, aðstoð í eldhúsi og við ræstingu. Gylfi segir marga hafa boðist til að hjálpa. Tuttugu starfsmenn heilbrigðisstofnunarinnar eru í sóttkví en enginn þeirra hafði í gær greinst með veiruna. „Það eru tuttugu starfsmenn sem eru í sóttkví. Stór hluti þeirra eru starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Við höfum náð að manna næstu vaktir, fram á næstu helgi, en það er skarð sem höggvið var þar í starfsmannahópinn," segir Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bolungarvík Ísafjarðarbær Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum. Tuttugu og fjögur smit af kórónuveirunni höfðu í gær verið greind á Ísafirði og í Bolungarvík. Ákveðið var að herða aðgerðir á svæðinu og mega ekki fleiri en fimm koma saman. Þá hefur leik- og grunnskólum verið lokað og fólk er hvatt til að halda sig heima. Á Vestfjörðum eru alls 285 manns í sóttkví. „Þetta verður svona næstu vikur á Ísafirði, í Bolungarvík og í Hnífsdal. Það er ekki spilunum að það verði hert áfram en eftir því sem smitrakningu vindur fram er ekkert útilokað að smitin fari að teygja sig inn á hin þorpin á kjálkanum. Sérstaklega Suðureyri, Þingeyri, Súgandafjörð og Súðavík. Ef það gerist verður væntanlega líka gripið til harðari aðgerða þar líka," segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann segir mikið álag á heilbrigðisstofnuninni. Starfsfólk er í góðu sambandi við Covid-deild Landspítalans. „Við erum ekki búin þannig til að takast á við mjög veika sjúklinga, enda myndum við senda þá suður ef ástandið fer að versna, en við erum mjög vel í stakk búin til að takast á við vægari einkenni," segir Gylfi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Reglum sóttvarnarlæknis hafi verið fylgt varðandi sýnatökur. „Við höfum fylgt leiðbeiningum sóttvarnarlæknis um að það eigi ekki að senda einkennalausa í sýnatöku. Þeir sem hafa óskað eftir sýni hafa þurfa að fá viðtal hjá lækni og það eru bara sömu reglur sem gilda og annars staðar," segir Gylfi. Leitað hefur verið til íbúa um að ganga í bakvarðasveit, líkt og víðar á landinu, og í tilkynningu frá heilbrigðisstofnuninni segir að þjónusta hafi nú þegar raskast nokkuð vegna viðbragða við kórónuveirunni. Störfin eru til dæmis við aðhlynningu á hjúkrunarheimilum, aðstoð í eldhúsi og við ræstingu. Gylfi segir marga hafa boðist til að hjálpa. Tuttugu starfsmenn heilbrigðisstofnunarinnar eru í sóttkví en enginn þeirra hafði í gær greinst með veiruna. „Það eru tuttugu starfsmenn sem eru í sóttkví. Stór hluti þeirra eru starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Við höfum náð að manna næstu vaktir, fram á næstu helgi, en það er skarð sem höggvið var þar í starfsmannahópinn," segir Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bolungarvík Ísafjarðarbær Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent