Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2020 08:09 Rekstur Icelandair er gríðarlega erfiður vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Þá verður nýr kjarasamningur við þessar tvær stéttir að gilda til fimm ára og vera að auki uppsegjanlegur af hálfu Icelandair að samningstíma loknum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag og haft eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair. Að því er fram kemur í blaðinu segir ráðgjafinn að það sé ekkert annað í stöðunni en að setja félagið í þrot og hefja endurreisn þess á nýrri kennitölu ef samningar takast ekki þar sem tekst að skera niður einingarkostnað um fyrrnefndar prósentutölur. Auk launalækkunar þurfi að fjarlægja fjölda annarra atriða úr kjarasamningunum sem eru takmarkandi. Þá þurfi stjórnendur félagsins að gera starfsmönnum grein fyrir því hversu alvarleg staðan sé en það sé einungis hægt með því að sýna að þeir séu tilbúnir til þess að setja félagið í þrot. Greint var frá því í gær að flugvirkjar hefðu undirritað kjarasamning við Icelandair þar sem samið var um launaskerðingu. Ekki var greint frá hversu mikil hún yrði en samningurinn verður lagður fyrir flugvirkja í atkvæðagreiðslu í vikunni. Þá funduðu flugmenn og Icelandair fram á kvöld í gær og munu funda aftur í dag. Flugmenn hafa boðist til þess að taka á sig 25% prósent kjaraskerðingu. Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair funduðu einnig í gær en fundi var slitið án niðurstöðu. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, sagði í samtali við fréttastofu að félagið sætti sig ekki við launaskerðingu til langs tíma. Félagið sé ekki tilbúið að samþykkja það sem Icelandair hefur lagt fram í kjaradeilunni til þessa. „Það er bara klárt að við ætlum ekki til langtíma að skerða laun og réttindi flugfreyja og flugþjóna á Íslandi vegna þess sem er í gangi í heiminum í dag,“ sagði Guðlaug í samtali við fréttastofu í gær. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47 Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Þá verður nýr kjarasamningur við þessar tvær stéttir að gilda til fimm ára og vera að auki uppsegjanlegur af hálfu Icelandair að samningstíma loknum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag og haft eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair. Að því er fram kemur í blaðinu segir ráðgjafinn að það sé ekkert annað í stöðunni en að setja félagið í þrot og hefja endurreisn þess á nýrri kennitölu ef samningar takast ekki þar sem tekst að skera niður einingarkostnað um fyrrnefndar prósentutölur. Auk launalækkunar þurfi að fjarlægja fjölda annarra atriða úr kjarasamningunum sem eru takmarkandi. Þá þurfi stjórnendur félagsins að gera starfsmönnum grein fyrir því hversu alvarleg staðan sé en það sé einungis hægt með því að sýna að þeir séu tilbúnir til þess að setja félagið í þrot. Greint var frá því í gær að flugvirkjar hefðu undirritað kjarasamning við Icelandair þar sem samið var um launaskerðingu. Ekki var greint frá hversu mikil hún yrði en samningurinn verður lagður fyrir flugvirkja í atkvæðagreiðslu í vikunni. Þá funduðu flugmenn og Icelandair fram á kvöld í gær og munu funda aftur í dag. Flugmenn hafa boðist til þess að taka á sig 25% prósent kjaraskerðingu. Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair funduðu einnig í gær en fundi var slitið án niðurstöðu. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, sagði í samtali við fréttastofu að félagið sætti sig ekki við launaskerðingu til langs tíma. Félagið sé ekki tilbúið að samþykkja það sem Icelandair hefur lagt fram í kjaradeilunni til þessa. „Það er bara klárt að við ætlum ekki til langtíma að skerða laun og réttindi flugfreyja og flugþjóna á Íslandi vegna þess sem er í gangi í heiminum í dag,“ sagði Guðlaug í samtali við fréttastofu í gær.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47 Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47
Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09