Erlent

Leikarinn Jerry Stiller látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Jerry Stiller með vinkonu sinni Charlotte Rae árið 2015.
Jerry Stiller með vinkonu sinni Charlotte Rae árið 2015. Getty/Bobby Bank

Leikarinn Jerry Stiller er látinn. Stiller er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Seinfeld og King of Queens. Hann var 92 ára gamall og lést af náttúrulegum orsökum.

Ben Stiller, sonur hans, sagði frá þessu í morgun. Hann sagði föður sinn hafa verið frábæran pabba, afa og eiginmann. Jerry Stiller var giftur Anne Meara í 62 ár en hún dó 2015.

Þrátt fyrir að Stiller sé þekktastur fyrir hlutverk sín í grínþáttunum Seinfeld, þar sem hann lék hinn kostuga Frank Costanza, og King of Queens. Þá hélt hann á árum áður reglulega uppistand með eiginkonu sinni og lék hann einnig í mörgum leikritum á Broadway í New York, þar sem hann fæddist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×