End of the Road með Boyz II Men Kristófer Alex Guðmundsson skrifar 11. maí 2020 11:00 Á krepputímum ber yfirleitt á góma hugmynd að minnka innflutning á vörum í þeim tilgangi að fjármunir haldist innan hagkerfisins okkar í stað þess að þeir fari úr landi. Þannig ættum við að framleiða heima það sem við notum í stað þess að „ganga á gjaldeyrisforða landsins og senda þá fjármuni úr landi.“ Fljótt á litið kann hugmyndin að hljóma vel, enda fór pistill henni til varnar eins og eldur um sinu um netheima. Í pistlinum, ljóðrænn eins og hann er, kallaði höfundur eftir því að við „einsetjum okkur það að versla allt það sem við getum hér heima á Íslandi“ og sagði að „við erum þjóðin, við erum ríkið, við erum hagkerfið“ að eilífu, Amen. Ef við trúum því að milliríkjaverslun skaði stöðu þjóðarbúsins á krepputímum þá verðum við líka að vera samkvæm sjálfum okkur og ekki bara biðla til fólks að versla ekki út fyrir landsteinana heldur bókstaflega meina því það með tollum á innflutning og öðrum höftum. Við getum verndað þennan mikilvæga viðskiptahalla með 50% eða 100% tollum (eða jafnvel meira), og þá „fórnum“ við gjaldeyrisforðanum einungis fyrir það við höfum ekki sérþekkingu eða stærðarhagkvæmni til að framleiða hér heima. „Ónauðsynjar“ eins og þyrlur og skip fyrir landhelgisgæsluna og útgerðirnar, mjaltakerfi fyrir landbúnaðinn, mest allan læknisbúnað og lyf í sjúkrahúsin, og hug- og vélbúnaðinn til þess að halda eyjunni Íslandi Internet-tengdri. Ef viðskipti sem færa fjármuni út fyrir hagkerfi í skiptum fyrir vöru eru slæm á krepputímum hvað mælir þá gegn því að við fylgjum röksemdarfærslunni enn lengra og skiptum upp landinu í minni hagkerfi sem þarf að vernda. Þannig ættu Akureyringar ekki að kaupa gistinætur í Húsavík, ellegar glata þeir dýrmæta gjaldeyrisforða byggðarinnar, sem þeir ættu að liggja á eins og Smeyginn í Hobbitanum. Ef milliríkjaverslun skaðar hagkerfið ættu miðaldir að heita gullaldir, enda voru alþjóðleg viðskipti nánast enginn. Við fluttum lítið sem ekkert inn og framleiddum bara það sem við þurftum, en skilgreining þáverandi Íslendinganna á „það sem við þurfum“ er líklega fjarlæg þeirri sem Íslendingar hafa í huga í dag. Ég hygg ekki gera strámenn úr þeim sem vilja styrka verslun í heimahéraði. Ég vil bara benda á að röksemdarfærslan að stýra „okkar fjármunum þannig, að þeir haldist hér innan okkar hagkerfis“ til að halda „hagkerfinu okkar gangandi“ leiði óhjákvæmilega til þess sem best nær markmiðinu að halda fjármunum innan hagkerfis, innflutningstollar. Komandi tímar fylla mörg okkar kvíða. Við óttumst lífsviðurværi okkar og tækifærismissi barnanna okkar, en við megum ekki leyfa óttanum að taka yfir. Við lyftum lífsgæðunum okkar á ný með því að hrinda hagkerfinu af stað, og það næst best með því að leyfa fólki að verja peningunum sínum eins og það kýs, laust við tolla eða samviskubit yfir meintum nágrannasvikum. Við örvum hagkerfið og hvetjum til verðmætaskapandi útflutnings með því að halda hringrás alþjóðaviðskipta gangandi. Viljum við ekki frjálsa milliríkjaverslun getum við allt eins spólað til ársins 1992 áður en Ísland innleiddi samning um Evrópska efnahagssvæðið, tekið opnum örmum lífsgæðaniðurskurðinum sem því myndi fylgja og hlustað á vinsælasta lag ársins skv. Billboard-listanum, End of the Road með R&B popphljómsveitinni Boyz II Men. Höfundur er nemandi í hugbúnaðarverkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á krepputímum ber yfirleitt á góma hugmynd að minnka innflutning á vörum í þeim tilgangi að fjármunir haldist innan hagkerfisins okkar í stað þess að þeir fari úr landi. Þannig ættum við að framleiða heima það sem við notum í stað þess að „ganga á gjaldeyrisforða landsins og senda þá fjármuni úr landi.“ Fljótt á litið kann hugmyndin að hljóma vel, enda fór pistill henni til varnar eins og eldur um sinu um netheima. Í pistlinum, ljóðrænn eins og hann er, kallaði höfundur eftir því að við „einsetjum okkur það að versla allt það sem við getum hér heima á Íslandi“ og sagði að „við erum þjóðin, við erum ríkið, við erum hagkerfið“ að eilífu, Amen. Ef við trúum því að milliríkjaverslun skaði stöðu þjóðarbúsins á krepputímum þá verðum við líka að vera samkvæm sjálfum okkur og ekki bara biðla til fólks að versla ekki út fyrir landsteinana heldur bókstaflega meina því það með tollum á innflutning og öðrum höftum. Við getum verndað þennan mikilvæga viðskiptahalla með 50% eða 100% tollum (eða jafnvel meira), og þá „fórnum“ við gjaldeyrisforðanum einungis fyrir það við höfum ekki sérþekkingu eða stærðarhagkvæmni til að framleiða hér heima. „Ónauðsynjar“ eins og þyrlur og skip fyrir landhelgisgæsluna og útgerðirnar, mjaltakerfi fyrir landbúnaðinn, mest allan læknisbúnað og lyf í sjúkrahúsin, og hug- og vélbúnaðinn til þess að halda eyjunni Íslandi Internet-tengdri. Ef viðskipti sem færa fjármuni út fyrir hagkerfi í skiptum fyrir vöru eru slæm á krepputímum hvað mælir þá gegn því að við fylgjum röksemdarfærslunni enn lengra og skiptum upp landinu í minni hagkerfi sem þarf að vernda. Þannig ættu Akureyringar ekki að kaupa gistinætur í Húsavík, ellegar glata þeir dýrmæta gjaldeyrisforða byggðarinnar, sem þeir ættu að liggja á eins og Smeyginn í Hobbitanum. Ef milliríkjaverslun skaðar hagkerfið ættu miðaldir að heita gullaldir, enda voru alþjóðleg viðskipti nánast enginn. Við fluttum lítið sem ekkert inn og framleiddum bara það sem við þurftum, en skilgreining þáverandi Íslendinganna á „það sem við þurfum“ er líklega fjarlæg þeirri sem Íslendingar hafa í huga í dag. Ég hygg ekki gera strámenn úr þeim sem vilja styrka verslun í heimahéraði. Ég vil bara benda á að röksemdarfærslan að stýra „okkar fjármunum þannig, að þeir haldist hér innan okkar hagkerfis“ til að halda „hagkerfinu okkar gangandi“ leiði óhjákvæmilega til þess sem best nær markmiðinu að halda fjármunum innan hagkerfis, innflutningstollar. Komandi tímar fylla mörg okkar kvíða. Við óttumst lífsviðurværi okkar og tækifærismissi barnanna okkar, en við megum ekki leyfa óttanum að taka yfir. Við lyftum lífsgæðunum okkar á ný með því að hrinda hagkerfinu af stað, og það næst best með því að leyfa fólki að verja peningunum sínum eins og það kýs, laust við tolla eða samviskubit yfir meintum nágrannasvikum. Við örvum hagkerfið og hvetjum til verðmætaskapandi útflutnings með því að halda hringrás alþjóðaviðskipta gangandi. Viljum við ekki frjálsa milliríkjaverslun getum við allt eins spólað til ársins 1992 áður en Ísland innleiddi samning um Evrópska efnahagssvæðið, tekið opnum örmum lífsgæðaniðurskurðinum sem því myndi fylgja og hlustað á vinsælasta lag ársins skv. Billboard-listanum, End of the Road með R&B popphljómsveitinni Boyz II Men. Höfundur er nemandi í hugbúnaðarverkfræði.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun