Segir 60 prósenta launalækkun aldrei hafa komið til tals Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 11:27 Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Vilhelm Formaður Félags atvinnuflugmanna segir að ekki hafi komið til tals að flugmenn hjá Icelandair taki á sig fimmtíu til sextíu prósent launalækkun, líkt og ónafngreindur ráðgjafi eins af stóru hluthöfum Icelandair segir nauðsynlegt til að forða félaginu frá gjaldþroti. „Það hefur enginn fyrirsvarsmaður Icelandair sagt þetta, ekki svo ég hafi heyrt allavega,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags atvinnuflugmanna, í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég myndi nú fara varlega í að taka ráðum þessa manns [ráðgjafans í Morgunblaðinu]. Þarna er verið að bera saman tvo mjög ólíka þætti. Það er annars vegar lággjaldafélag og hins vegar félag eins og Icelandair sem staðsetur sig annars staðar á markaði. Þetta er svolítið eins og að bera saman epli og appelsínur,“ sagði Jón Þór. Hefur þetta aldrei komið upp í ykkar samtali við forstöðumenn Icelandair? „Nei, ekki nærri þessu,“ sagði Jón Þór. „Menn gætu hafa lagt saman einhverja hluti sem hefðu kannski verið til umræðu og samtala þeirra, þessi leið plús þessi leið, en við ætluðum kannski að ræða aðra hvora.“ Morgunblaðið greindi frá því í morgun, og hafði eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair, að flugfreyjur og flugmenn Icelandair verði að taka á sig 50 til 60 prósent launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Þá verði nýr kjarasamningur við þessar tvær stéttir að gilda til fimm ára og vera þar að auki uppsegjanlegur af hálfu Icelandair að samningstíma loknum. Flugvélar Icelandair við Leifsstöð.Vísir/vilhelm Verður hörð samkeppni um störf Greint var frá því í gær að flugvirkjar hefðu undirritað kjarasamning við Icelandair þar sem samið var um launaskerðingu. Flugmenn hafa boðist til að taka á sig fjórðungslaunalækkun. Fundi samninganefnda FÍA og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Jón Þór gerir ráð fyrir að fundað verði áfram í dag og vonar að hægt verði að skrifa undir samning sem fyrst. „Markmiðið sem við settum okkur var að reyna að ná 25 prósentum. […] Flugmenn eru almennt skynsamir menn og konur. Við vitum það alveg að flugið er svona. Þetta er bara upp og niður. Nú er niður, nú gengur illa og þá bara tökum við slaginn með okkar fyrirtæki. Þetta er dýpsta kreppa og erfiðustu aðstæður sem fyrirtækið okkar hefur lent í, og öll félög í heiminum til þess að gera, og það væri nú annað hvort ef starfsfólkið ætlaði ekki að stíga ölduna með félaginu,“ sagði Jón Þór í Bítinu. Þá kvað hann Icelandair ekki vera að fara fram á meira en 25 prósenta lækkun. „Við tókum þá afstöðu reyndar að við ætluðum að gera þetta varlega. Við vitum það að flugheimurinn verður breyttur eftir þetta. […] Landslagið verður öðruvísi. Það verður fullt af flugfélögum sem munu ekki lifa þetta af. Það verður hörð samkeppni alveg klárlega, allavega til einhvers tíma, og þess vegna ætlum við að reyna að vera í stakk búin,“ sagði Jón Þór. Þá lagði hann áherslu á að flugmenn Icelandair væru „samkeppnishæfir“. „Við erum umtalsvert lægri á báðum sviðum heldur en félögin í kringum okkur. Við getum tekið lággjaldaflugfélögin eins og Easy Jet, Jet Blue og Alaskan Airlines, borið okkur saman við þetta, og við erum lægri. Það eru staðreyndirnar í málinu.“ Hlusta má á viðtalið við Jón Þór í heild í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 08:09 Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47 Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Formaður Félags atvinnuflugmanna segir að ekki hafi komið til tals að flugmenn hjá Icelandair taki á sig fimmtíu til sextíu prósent launalækkun, líkt og ónafngreindur ráðgjafi eins af stóru hluthöfum Icelandair segir nauðsynlegt til að forða félaginu frá gjaldþroti. „Það hefur enginn fyrirsvarsmaður Icelandair sagt þetta, ekki svo ég hafi heyrt allavega,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags atvinnuflugmanna, í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég myndi nú fara varlega í að taka ráðum þessa manns [ráðgjafans í Morgunblaðinu]. Þarna er verið að bera saman tvo mjög ólíka þætti. Það er annars vegar lággjaldafélag og hins vegar félag eins og Icelandair sem staðsetur sig annars staðar á markaði. Þetta er svolítið eins og að bera saman epli og appelsínur,“ sagði Jón Þór. Hefur þetta aldrei komið upp í ykkar samtali við forstöðumenn Icelandair? „Nei, ekki nærri þessu,“ sagði Jón Þór. „Menn gætu hafa lagt saman einhverja hluti sem hefðu kannski verið til umræðu og samtala þeirra, þessi leið plús þessi leið, en við ætluðum kannski að ræða aðra hvora.“ Morgunblaðið greindi frá því í morgun, og hafði eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair, að flugfreyjur og flugmenn Icelandair verði að taka á sig 50 til 60 prósent launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Þá verði nýr kjarasamningur við þessar tvær stéttir að gilda til fimm ára og vera þar að auki uppsegjanlegur af hálfu Icelandair að samningstíma loknum. Flugvélar Icelandair við Leifsstöð.Vísir/vilhelm Verður hörð samkeppni um störf Greint var frá því í gær að flugvirkjar hefðu undirritað kjarasamning við Icelandair þar sem samið var um launaskerðingu. Flugmenn hafa boðist til að taka á sig fjórðungslaunalækkun. Fundi samninganefnda FÍA og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Jón Þór gerir ráð fyrir að fundað verði áfram í dag og vonar að hægt verði að skrifa undir samning sem fyrst. „Markmiðið sem við settum okkur var að reyna að ná 25 prósentum. […] Flugmenn eru almennt skynsamir menn og konur. Við vitum það alveg að flugið er svona. Þetta er bara upp og niður. Nú er niður, nú gengur illa og þá bara tökum við slaginn með okkar fyrirtæki. Þetta er dýpsta kreppa og erfiðustu aðstæður sem fyrirtækið okkar hefur lent í, og öll félög í heiminum til þess að gera, og það væri nú annað hvort ef starfsfólkið ætlaði ekki að stíga ölduna með félaginu,“ sagði Jón Þór í Bítinu. Þá kvað hann Icelandair ekki vera að fara fram á meira en 25 prósenta lækkun. „Við tókum þá afstöðu reyndar að við ætluðum að gera þetta varlega. Við vitum það að flugheimurinn verður breyttur eftir þetta. […] Landslagið verður öðruvísi. Það verður fullt af flugfélögum sem munu ekki lifa þetta af. Það verður hörð samkeppni alveg klárlega, allavega til einhvers tíma, og þess vegna ætlum við að reyna að vera í stakk búin,“ sagði Jón Þór. Þá lagði hann áherslu á að flugmenn Icelandair væru „samkeppnishæfir“. „Við erum umtalsvert lægri á báðum sviðum heldur en félögin í kringum okkur. Við getum tekið lággjaldaflugfélögin eins og Easy Jet, Jet Blue og Alaskan Airlines, borið okkur saman við þetta, og við erum lægri. Það eru staðreyndirnar í málinu.“ Hlusta má á viðtalið við Jón Þór í heild í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 08:09 Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47 Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. 11. maí 2020 08:09
Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47
Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09