Hvernig má fást við áhyggjur af kórónaveirunni? Sóley Dröfn Davíðsdóttir og Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar 5. mars 2020 12:00 Kórónaveiran COVID-19 hefur notið mikillar athygli fjölmiðla að undanförnu og vel um það fjallað hvernig varast beri smit. Minna hefur þó verið um það rætt hvernig fást megi við áhyggjurnar og kvíðann sem umfjölluninni getur fylgt. Því hafa hér að neðan verið tekin saman nokkur ráð til að bæta úr þessu. Fylgdu leiðbeiningum Landslæknis í hvívetna, og láttu það duga í bili. Óhóflegar öryggisráðstafanir eins og að loka sig af svo mánuðum skiptir, forðast alfarið samskipti við fólk eða sótthreinsa hendur endalaust geta ýtt undir kvíðann. Ef þú hagar þér eins og stórfelld hætta sé á ferðinni mun heilinn ræsa kvíðaviðbragðið í það óendalega. Kvíðaviðbragðið er í sjálfu sér ekki hættulegt en óþægilegt. Þá getur einangrun ýtt undir þunglyndi. Haltu þínu striki; gerðu það sem þér þykir ánægjulegt, mikilvægt og þarft; hugaðu áfram að hreyfingu, næringu, svefni og félagslífi. Hugsaðu með þér að þú sért að gera það sem þú getur og að áhyggjur af málefninu séu ekki til bóta. Taktu eftir því þegar áhyggjur láta á sér kræla og dreifðu huganum. Gott er að taka sér eitthvað krefjandi fyrir hendur eða sinna áhugamáli þar sem þú gleymir þér, til dæmis að ráða krossgátur, fara í tölvuleiki, sinna handavinnu, eiga skemmtileg samtöl, afla þér þekkingar um áhugavert málefni (annað en COVID-19). Minntu þig á að óvissunni sem lífinu fylgir verður seint eytt, og það væri ekkert betra að vita alltaf hvernig allt fer. Þá kæmi heldur ekkert á óvart og væri heldur óspennandi líf! Þú þolir líklega óvissu á öðrum sviðum, ferðast áhyggjulaus á milli staða þótt eitt og annað geti komið upp á þar líka. Æfðu þig í að þola við í óvissunni á þessu sviði með því að segja við þig „svo fer sem fer“ þegar áhyggjur láta á sér kræla. Forðastu að lesa þér endalaust til um COVID-19 en fylgstu með fréttum líkt og þú gerir venjulega. Hafðu hugfast að fjölmiðlar eiga það til að fjalla mikið um mögulegar ógnir og hamfarir á kostnað þess sem vel gengur. Heili okkar er líka þannig úr garði gerður að hann leitar uppi mögulegar hættur og það á líka við um fréttir. Minntu þig á að með harkalegum viðbrögðum yfirvalda og fjölmiðla er verið að standa vörð um efnahagslega hagsmuni okkar, ekki síður en heilsufarslega. Ef ofangreind ráð duga ekki til að draga úr óhóflegum kvíða, hvetjum við þig til að leita þér aðstoðar. Vel má ná tökum á vanlíðan vegna þessa málefnis sem og öðrum og er minnt á að unnt er að fá viðtöl sums staðar í gegnum fjarbúnað, ef þú treystir þér ekki til að fara út úr húsi. Höfundar eru sálfræðingar við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hulda Jónsdóttir Tölgyes Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Sjá meira
Kórónaveiran COVID-19 hefur notið mikillar athygli fjölmiðla að undanförnu og vel um það fjallað hvernig varast beri smit. Minna hefur þó verið um það rætt hvernig fást megi við áhyggjurnar og kvíðann sem umfjölluninni getur fylgt. Því hafa hér að neðan verið tekin saman nokkur ráð til að bæta úr þessu. Fylgdu leiðbeiningum Landslæknis í hvívetna, og láttu það duga í bili. Óhóflegar öryggisráðstafanir eins og að loka sig af svo mánuðum skiptir, forðast alfarið samskipti við fólk eða sótthreinsa hendur endalaust geta ýtt undir kvíðann. Ef þú hagar þér eins og stórfelld hætta sé á ferðinni mun heilinn ræsa kvíðaviðbragðið í það óendalega. Kvíðaviðbragðið er í sjálfu sér ekki hættulegt en óþægilegt. Þá getur einangrun ýtt undir þunglyndi. Haltu þínu striki; gerðu það sem þér þykir ánægjulegt, mikilvægt og þarft; hugaðu áfram að hreyfingu, næringu, svefni og félagslífi. Hugsaðu með þér að þú sért að gera það sem þú getur og að áhyggjur af málefninu séu ekki til bóta. Taktu eftir því þegar áhyggjur láta á sér kræla og dreifðu huganum. Gott er að taka sér eitthvað krefjandi fyrir hendur eða sinna áhugamáli þar sem þú gleymir þér, til dæmis að ráða krossgátur, fara í tölvuleiki, sinna handavinnu, eiga skemmtileg samtöl, afla þér þekkingar um áhugavert málefni (annað en COVID-19). Minntu þig á að óvissunni sem lífinu fylgir verður seint eytt, og það væri ekkert betra að vita alltaf hvernig allt fer. Þá kæmi heldur ekkert á óvart og væri heldur óspennandi líf! Þú þolir líklega óvissu á öðrum sviðum, ferðast áhyggjulaus á milli staða þótt eitt og annað geti komið upp á þar líka. Æfðu þig í að þola við í óvissunni á þessu sviði með því að segja við þig „svo fer sem fer“ þegar áhyggjur láta á sér kræla. Forðastu að lesa þér endalaust til um COVID-19 en fylgstu með fréttum líkt og þú gerir venjulega. Hafðu hugfast að fjölmiðlar eiga það til að fjalla mikið um mögulegar ógnir og hamfarir á kostnað þess sem vel gengur. Heili okkar er líka þannig úr garði gerður að hann leitar uppi mögulegar hættur og það á líka við um fréttir. Minntu þig á að með harkalegum viðbrögðum yfirvalda og fjölmiðla er verið að standa vörð um efnahagslega hagsmuni okkar, ekki síður en heilsufarslega. Ef ofangreind ráð duga ekki til að draga úr óhóflegum kvíða, hvetjum við þig til að leita þér aðstoðar. Vel má ná tökum á vanlíðan vegna þessa málefnis sem og öðrum og er minnt á að unnt er að fá viðtöl sums staðar í gegnum fjarbúnað, ef þú treystir þér ekki til að fara út úr húsi. Höfundar eru sálfræðingar við Kvíðameðferðarstöðina.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun