Vildi ekki vera ráðherra ef það verður stórslys á bráðadeild Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2020 19:30 Formaður velferðarnefndar Alþingis tekur undir með yfirlækni bráðamótttöku Landspítalans um að stórslys geti verið í uppsiglingu þar verði ekkert að gert. Fram kom í fréttum í gær að deildin sé yfirfull og fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum. Þróist sókn sjúklinga þangað líkt og síðustu ár geti bráðamótttakan ekki tekið við þeim sem þangað koma í vor, þegar inflúensan stendur sem hæst. Þá geti deildin ekki með góðu móti tekið á móti sjúklingum verði hópslys. „Ríkisstjórnin ber ábyrgð á þessari stöðu og ríkisstjórnir síðustu ára. Starfsfólk þarna hefur hlaupið alveg ofboðslega ekki síst eftir hrun þegar allir þurftu að leggja meira á sig. Svo er bara ákveðið sem hægt er að leggja á starfsfólkið sem er að gera sitt allra allra besta,“ segir Helga. Það hafa ekki allir verið á eitt sáttir um hvað valdi þessari stöðu, til að mynda hefur heyrst að um sé að ræða skipulagsvanda á Landspítalanum. Helga Vala segir það ekki rétt. „Ég vil meina að þetta sé skipulagsvandi hjá ríkisstjórninni sem ákveður að svelta heilbrigðisstofnanir. Þau tala alltaf um að það sé verið að setja meira og meira fjármagn til Landspítalans á sama tíma og ekki er verið að svara kröfum sem eru víða um samfélagið um aukið fjármagn þar. Við þurfum fyrst og fremst núna að losa stífluna á bráðamóttökunni á Fossvogi og ég myndi ekki vilja vera ráðherra í ríkisstjórn verði stórslyss þar,“ segir Helga Vala. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Formaður velferðarnefndar Alþingis tekur undir með yfirlækni bráðamótttöku Landspítalans um að stórslys geti verið í uppsiglingu þar verði ekkert að gert. Fram kom í fréttum í gær að deildin sé yfirfull og fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum. Þróist sókn sjúklinga þangað líkt og síðustu ár geti bráðamótttakan ekki tekið við þeim sem þangað koma í vor, þegar inflúensan stendur sem hæst. Þá geti deildin ekki með góðu móti tekið á móti sjúklingum verði hópslys. „Ríkisstjórnin ber ábyrgð á þessari stöðu og ríkisstjórnir síðustu ára. Starfsfólk þarna hefur hlaupið alveg ofboðslega ekki síst eftir hrun þegar allir þurftu að leggja meira á sig. Svo er bara ákveðið sem hægt er að leggja á starfsfólkið sem er að gera sitt allra allra besta,“ segir Helga. Það hafa ekki allir verið á eitt sáttir um hvað valdi þessari stöðu, til að mynda hefur heyrst að um sé að ræða skipulagsvanda á Landspítalanum. Helga Vala segir það ekki rétt. „Ég vil meina að þetta sé skipulagsvandi hjá ríkisstjórninni sem ákveður að svelta heilbrigðisstofnanir. Þau tala alltaf um að það sé verið að setja meira og meira fjármagn til Landspítalans á sama tíma og ekki er verið að svara kröfum sem eru víða um samfélagið um aukið fjármagn þar. Við þurfum fyrst og fremst núna að losa stífluna á bráðamóttökunni á Fossvogi og ég myndi ekki vilja vera ráðherra í ríkisstjórn verði stórslyss þar,“ segir Helga Vala.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira