Björgunarsveitir hafa sinnt fleiri en 120 verkefnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. janúar 2020 18:30 Óveður hefur gengið yfir allt landið í dag. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með fjórtán innaborðs fauk út af á Kjalarnesi og þá fauk byggingarkrani á hús í Garðabæ og olli miklum skemmdum. Björgunarsveitir sinntu fleiri en hundrað og tuttugu verkefnum á meðan lægðin gekk yfir. Appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar tóku gildi á sunnan-, suðvestan og vestaverðu landinu þegar veður tók að versna snemma í morgun. Vegagerðin virkjaði óvissustig og á tíunda tímanum var lokað fyrir umferð um Mosfells- og Lyngdalsheiði, Þrengsli og Hellisheiði. Þá var vegum á Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum einnig lokað. Mjög hvasst var á Kjalarnesi í dag og fóru vindhviður vel yfir 40 metra á sekúndu.Aðsend Fólk skelkað eftir að rúta fór útaf á Kjalarnesi Rétt fyrir klukkan tíu í morgun fengu svo lögregla og björgunarsveitir tilkynningu um að rúta hefði fokið út af Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, rétt ofan við Hvalfjarðargöng. Fjórtán voru um borð og slasaðist enginn. „Fólkið var allt óslasað og í lagi en að sjálfsögðu blotnaði á leiðinni á milli bíla og var talsvert skelkað,“ sagði Anna Filbert, björgunarsveitarmaður í Björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi en hún var með þeim fyrstu á vettvang. Fólkið var flutt á fjöldahjálparstöð í Klébergsskóla ásamt öðrum ökumönnum, sem misst höfðu bíla sína út af veginum í veðurhamnum. Eftir hádegi voru svo allir fluttir í fjöldahjálparstöðinni til Reykjavíkur. Jafn vindur á Kjalarnesi var 26 metrar á sekúndu og fóru hviður vel yfir 40 metra á sekúndu. Undir Hafnarfjalli fóru hviður hátt í fimmtíu metra á sekúndu. Bjrögunarsveitarmenn stóðu vaktina við lokanir sem Vegagerðin setti á.Vísir/Friðrik Vegir lokaðir, röskun á flugi og byggingarkrani hrundi Samgöngur fóru víða úr skorðum og var öllu innanlandsflugi aflýst. Á Keflavíkurflugvelli var komum í morgun flýtt og brottförum eftir hádegi seinkað. Þá var nokkrum flugvélnum snúið frá Keflavíkurflugvelli þar sem ekki var hægt að lenda. Mjög hvasst var á Reykjanesi og um hádegisbil var Reykjanesbraut lokað. Fjölmargir bílar lentu í vandræðum. Töluverð bílaröð myndaðist við álverið í Straumvík á meðan lokunin var í gildi. Á Reykjanesbraut sló í 28 metra á sekúndu í jöfnum vindi. Á þriðja tug verkefna kom inn á borð aðgerðarstjórnar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal annars féll byggingarkrani í hús í Urriðaholti í Garðabæ. „Ég var hérna í bílnum, undir krananum, þegar þetta gerðist. Horfði á hann fara yfir,“ Þak hússins er illa farið eftir að kraninn féll og þá skemmdist bíl sem stóð framan við húsið.Vísir/Friðrik Mikil læti þegar kraninn féll „Já það voru drunur inni, ég var að tala við konuna og krakkarnir voru skíthræddir,“ segir Magnús.Sástu það fyrir að þetta mundi gerast? „Ég hringdi í verktakann, ég sá að það var svona hreyfing á honum og um leið og hann skellti á þá fór hann yfir,“ segir Magnús.Er þetta mikið tjón? „Það held ég. Þakið er ónýtt,“ segir Magnús en auk þess skemmdist bíll í hans eigu. Lítil umferð var um tíma á höfuðborgarsvæðinu á meðan lægðin gekk yfir.Vísir/Friðrik Björgunarsveitarmenn sinntu fleiri en 120 verkefnum Hundrað sjötíu og tveir björgunarsveitarmenn sinntu verkefnum á suðvesturhorni landsins og voru verkefnin um hundrað og tuttugu. Um miðjan dag var svo opnað aftur fyrir umferð um Reykjanesbraut og Vesturlandsveg, þegar veður tók að ganga niður en á sama tíma fóru vegir norðanlands að loka. Þar og fyrir austan voru gular viðvaranir í gildi. Ef spár Veðurstofunnar ganga eftir átti veðrið að vera gengið niður á öllu landinu klukkan sex í kvöld. Björgunarsveitir Lögreglumál Veður Tengdar fréttir Rúta fór út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi Slæm færð er víðast hvar um land. 4. janúar 2020 09:55 Aðstæður mjög slæmar þar sem rútan fór út af og fjöldi annarra bíla utan vegar Aðstæður eru mjög erfiðar á Vesturlandsvegi og hafa þó nokkrir fólksbílar farið út af á nærliggjandi svæði í dag. Farþegar rútunnar sem fór út af veginum á tíunda tímanum eru óslasaðir og hafa verið fluttir í fjöldahjálparstöð á Kjalarnesi. 4. janúar 2020 11:24 Fyrsta útkallið í óveðrinu kom í nótt Óveður gengur nú yfir landið allt og eru appelsínugular og gular veðurviðvaranir í gildi á landinu. 4. janúar 2020 13:15 Segir algjörlega blint á köflum á Reykjanesbraut Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til ökumanna að fara varlega og gera ráð fyrir slæmu veðri á Reykjanesbrautinni sem eigi að öllum líkindum eftir að versna á næstu klukkustundum. 4. janúar 2020 08:43 „Óveður fram á kvöld“ Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um. 4. janúar 2020 11:38 Horfði á kranann falla á heimilið rétt eftir að hann hringdi í verktakann Betur fór en á horfðist þegar stór byggingakrani féll á einbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ um hádegi í dag. 4. janúar 2020 14:51 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Óveður hefur gengið yfir allt landið í dag. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með fjórtán innaborðs fauk út af á Kjalarnesi og þá fauk byggingarkrani á hús í Garðabæ og olli miklum skemmdum. Björgunarsveitir sinntu fleiri en hundrað og tuttugu verkefnum á meðan lægðin gekk yfir. Appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar tóku gildi á sunnan-, suðvestan og vestaverðu landinu þegar veður tók að versna snemma í morgun. Vegagerðin virkjaði óvissustig og á tíunda tímanum var lokað fyrir umferð um Mosfells- og Lyngdalsheiði, Þrengsli og Hellisheiði. Þá var vegum á Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum einnig lokað. Mjög hvasst var á Kjalarnesi í dag og fóru vindhviður vel yfir 40 metra á sekúndu.Aðsend Fólk skelkað eftir að rúta fór útaf á Kjalarnesi Rétt fyrir klukkan tíu í morgun fengu svo lögregla og björgunarsveitir tilkynningu um að rúta hefði fokið út af Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, rétt ofan við Hvalfjarðargöng. Fjórtán voru um borð og slasaðist enginn. „Fólkið var allt óslasað og í lagi en að sjálfsögðu blotnaði á leiðinni á milli bíla og var talsvert skelkað,“ sagði Anna Filbert, björgunarsveitarmaður í Björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi en hún var með þeim fyrstu á vettvang. Fólkið var flutt á fjöldahjálparstöð í Klébergsskóla ásamt öðrum ökumönnum, sem misst höfðu bíla sína út af veginum í veðurhamnum. Eftir hádegi voru svo allir fluttir í fjöldahjálparstöðinni til Reykjavíkur. Jafn vindur á Kjalarnesi var 26 metrar á sekúndu og fóru hviður vel yfir 40 metra á sekúndu. Undir Hafnarfjalli fóru hviður hátt í fimmtíu metra á sekúndu. Bjrögunarsveitarmenn stóðu vaktina við lokanir sem Vegagerðin setti á.Vísir/Friðrik Vegir lokaðir, röskun á flugi og byggingarkrani hrundi Samgöngur fóru víða úr skorðum og var öllu innanlandsflugi aflýst. Á Keflavíkurflugvelli var komum í morgun flýtt og brottförum eftir hádegi seinkað. Þá var nokkrum flugvélnum snúið frá Keflavíkurflugvelli þar sem ekki var hægt að lenda. Mjög hvasst var á Reykjanesi og um hádegisbil var Reykjanesbraut lokað. Fjölmargir bílar lentu í vandræðum. Töluverð bílaröð myndaðist við álverið í Straumvík á meðan lokunin var í gildi. Á Reykjanesbraut sló í 28 metra á sekúndu í jöfnum vindi. Á þriðja tug verkefna kom inn á borð aðgerðarstjórnar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal annars féll byggingarkrani í hús í Urriðaholti í Garðabæ. „Ég var hérna í bílnum, undir krananum, þegar þetta gerðist. Horfði á hann fara yfir,“ Þak hússins er illa farið eftir að kraninn féll og þá skemmdist bíl sem stóð framan við húsið.Vísir/Friðrik Mikil læti þegar kraninn féll „Já það voru drunur inni, ég var að tala við konuna og krakkarnir voru skíthræddir,“ segir Magnús.Sástu það fyrir að þetta mundi gerast? „Ég hringdi í verktakann, ég sá að það var svona hreyfing á honum og um leið og hann skellti á þá fór hann yfir,“ segir Magnús.Er þetta mikið tjón? „Það held ég. Þakið er ónýtt,“ segir Magnús en auk þess skemmdist bíll í hans eigu. Lítil umferð var um tíma á höfuðborgarsvæðinu á meðan lægðin gekk yfir.Vísir/Friðrik Björgunarsveitarmenn sinntu fleiri en 120 verkefnum Hundrað sjötíu og tveir björgunarsveitarmenn sinntu verkefnum á suðvesturhorni landsins og voru verkefnin um hundrað og tuttugu. Um miðjan dag var svo opnað aftur fyrir umferð um Reykjanesbraut og Vesturlandsveg, þegar veður tók að ganga niður en á sama tíma fóru vegir norðanlands að loka. Þar og fyrir austan voru gular viðvaranir í gildi. Ef spár Veðurstofunnar ganga eftir átti veðrið að vera gengið niður á öllu landinu klukkan sex í kvöld.
Björgunarsveitir Lögreglumál Veður Tengdar fréttir Rúta fór út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi Slæm færð er víðast hvar um land. 4. janúar 2020 09:55 Aðstæður mjög slæmar þar sem rútan fór út af og fjöldi annarra bíla utan vegar Aðstæður eru mjög erfiðar á Vesturlandsvegi og hafa þó nokkrir fólksbílar farið út af á nærliggjandi svæði í dag. Farþegar rútunnar sem fór út af veginum á tíunda tímanum eru óslasaðir og hafa verið fluttir í fjöldahjálparstöð á Kjalarnesi. 4. janúar 2020 11:24 Fyrsta útkallið í óveðrinu kom í nótt Óveður gengur nú yfir landið allt og eru appelsínugular og gular veðurviðvaranir í gildi á landinu. 4. janúar 2020 13:15 Segir algjörlega blint á köflum á Reykjanesbraut Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til ökumanna að fara varlega og gera ráð fyrir slæmu veðri á Reykjanesbrautinni sem eigi að öllum líkindum eftir að versna á næstu klukkustundum. 4. janúar 2020 08:43 „Óveður fram á kvöld“ Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um. 4. janúar 2020 11:38 Horfði á kranann falla á heimilið rétt eftir að hann hringdi í verktakann Betur fór en á horfðist þegar stór byggingakrani féll á einbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ um hádegi í dag. 4. janúar 2020 14:51 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Rúta fór út af á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi Slæm færð er víðast hvar um land. 4. janúar 2020 09:55
Aðstæður mjög slæmar þar sem rútan fór út af og fjöldi annarra bíla utan vegar Aðstæður eru mjög erfiðar á Vesturlandsvegi og hafa þó nokkrir fólksbílar farið út af á nærliggjandi svæði í dag. Farþegar rútunnar sem fór út af veginum á tíunda tímanum eru óslasaðir og hafa verið fluttir í fjöldahjálparstöð á Kjalarnesi. 4. janúar 2020 11:24
Fyrsta útkallið í óveðrinu kom í nótt Óveður gengur nú yfir landið allt og eru appelsínugular og gular veðurviðvaranir í gildi á landinu. 4. janúar 2020 13:15
Segir algjörlega blint á köflum á Reykjanesbraut Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til ökumanna að fara varlega og gera ráð fyrir slæmu veðri á Reykjanesbrautinni sem eigi að öllum líkindum eftir að versna á næstu klukkustundum. 4. janúar 2020 08:43
„Óveður fram á kvöld“ Eftir hádegi mun úrkoma snúast úr snjó yfir í rigningu. Mun þá vaxa í ám og lækjum og ágætt er að huga að niðurföllum til þess að tryggja að vatn eigi greiða leið þar um. 4. janúar 2020 11:38
Horfði á kranann falla á heimilið rétt eftir að hann hringdi í verktakann Betur fór en á horfðist þegar stór byggingakrani féll á einbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ um hádegi í dag. 4. janúar 2020 14:51
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent