Viðvaranir í gildi á öllu landinu í dag Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2020 07:15 Kort Veðurstofunnar sýnir viðvaranirnar sem eru í gildi víðast hvar á landinu í dag. Skjáskot Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu í dag. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendi. Veðurstofan hefur sömuleiðis gefið út gula viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. Það er viðbúið að færð geti spillst á landinu vegna veðursins og því ráðlagt að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að óveðrið skýrist af 970 millibara djúpri lægð en skil frá henni ganga yfir landið í dag. Þar kemur jafnframt fram að veðrið muni ganga nokkuð hratt yfir og gilda viðvaranirnar flestar í fjórar til sex klukkustundir. Í dag gengur í suðaustan 18 til 25 metra á sekúndu með morgninum með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Suðvestan 10 til 18 metrar á sekúndu í kvöld, hvassast um landið norðvestanvert. Skúrir en él á morgun, sunnan- og vestantil á landinu. Styttir upp austanlands í nótt. Hægari suðlæg átt og úrkomulítið annað kvöld. Hlýnandi, hiti 2 til 8 stig síðdegis, en um og undir frostmarki á morgun.Vísir leitar að myndum og myndböndum frá lesendum sem fanga veðurofsann sem gengur nú yfir landið. Bæði er hægt að senda okkur myndirnar og myndböndin sjálf eða hlekki á síður þar sem þau er að finna á netfangið ritstjorn@visir.is eða í skilaboðum á Facebook-síðu Vísis. Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á sunnudag: Suðvestan 10-18 m/s og slydduél eða él, en þurrt og bjart á Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig. Hægari suðlæg átt og úrkomulítið undir kvöld. Á mánudag: Suðaustan 10-18 en norðlægari vindur vestantil á landinu. Rigning eða slydda og hiti kringum frostmark. Vestan 15-20 og þurrt um kvöldið, en heldur hægari og dálítil él á vestanverðu landinu. Á þriðjudag: Allhvöss suðaustanátt og rigning eða slydda, einkum suðaustantil. Hiti 0 til 5 stig. Snýst síðar í hvassa vestanátt með éljum og frystir. Á miðvikudag og fimmtudag: Ákveðin suðvestanátt og gengur á með éljum, en úrkomulítið á austanverðu landinu. Frost 2 til 8 stig. Á föstudag: Útlit fyrir suðlæga átt og rigningu í flestum landshlutum og hlýnandi veðri. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Appelsínugular og gular viðvaranir í kortunum Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir landið á morgun, laugardag, en nú þegar eru gular viðvaranir í gildi á Norðausturlandi, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. 3. janúar 2020 10:56 Búast við óvissustigi og lokunum á morgun Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 3. janúar 2020 21:16 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu í dag. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendi. Veðurstofan hefur sömuleiðis gefið út gula viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. Það er viðbúið að færð geti spillst á landinu vegna veðursins og því ráðlagt að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að óveðrið skýrist af 970 millibara djúpri lægð en skil frá henni ganga yfir landið í dag. Þar kemur jafnframt fram að veðrið muni ganga nokkuð hratt yfir og gilda viðvaranirnar flestar í fjórar til sex klukkustundir. Í dag gengur í suðaustan 18 til 25 metra á sekúndu með morgninum með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Suðvestan 10 til 18 metrar á sekúndu í kvöld, hvassast um landið norðvestanvert. Skúrir en él á morgun, sunnan- og vestantil á landinu. Styttir upp austanlands í nótt. Hægari suðlæg átt og úrkomulítið annað kvöld. Hlýnandi, hiti 2 til 8 stig síðdegis, en um og undir frostmarki á morgun.Vísir leitar að myndum og myndböndum frá lesendum sem fanga veðurofsann sem gengur nú yfir landið. Bæði er hægt að senda okkur myndirnar og myndböndin sjálf eða hlekki á síður þar sem þau er að finna á netfangið ritstjorn@visir.is eða í skilaboðum á Facebook-síðu Vísis. Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á sunnudag: Suðvestan 10-18 m/s og slydduél eða él, en þurrt og bjart á Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig. Hægari suðlæg átt og úrkomulítið undir kvöld. Á mánudag: Suðaustan 10-18 en norðlægari vindur vestantil á landinu. Rigning eða slydda og hiti kringum frostmark. Vestan 15-20 og þurrt um kvöldið, en heldur hægari og dálítil él á vestanverðu landinu. Á þriðjudag: Allhvöss suðaustanátt og rigning eða slydda, einkum suðaustantil. Hiti 0 til 5 stig. Snýst síðar í hvassa vestanátt með éljum og frystir. Á miðvikudag og fimmtudag: Ákveðin suðvestanátt og gengur á með éljum, en úrkomulítið á austanverðu landinu. Frost 2 til 8 stig. Á föstudag: Útlit fyrir suðlæga átt og rigningu í flestum landshlutum og hlýnandi veðri.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Appelsínugular og gular viðvaranir í kortunum Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir landið á morgun, laugardag, en nú þegar eru gular viðvaranir í gildi á Norðausturlandi, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. 3. janúar 2020 10:56 Búast við óvissustigi og lokunum á morgun Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 3. janúar 2020 21:16 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Appelsínugular og gular viðvaranir í kortunum Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir landið á morgun, laugardag, en nú þegar eru gular viðvaranir í gildi á Norðausturlandi, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. 3. janúar 2020 10:56
Búast við óvissustigi og lokunum á morgun Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 3. janúar 2020 21:16