Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Samninganefndir Félags íslenskra flugmanna og Icelandair hafa fundað í dag en bæði flugmenn og flugfreyjur hafa gert Icelandair tilboð í kjaraviðræðum. Icelandair hefur gert flugfreyjum gagntilboð en nokkuð langt ber á milli. Fjallað verður ítarlega um gang mála í kjaraviðræðum flugstétta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Forsætisráðherra segist ósammála því að hlutabótaleiðin sé meingölluð. Alþingi afgreiddi í dag tvö stór mál sem tengjast aðgerðum stjórnvalda í efnahagsmálum og frekari aðgerðir verða boðaðar á næstunni. Rætt verður við félagsmálaráðherra í beinni útsendingu.

Ferðatakmarkanir til og frá landinu verða óbreyttar í allt að mánuð til viðbótar fallist heilbrigðisráðherra á tillögur sóttvarnalæknis. Núverandi fyrirkomulag gerði ráð fyrir tilslökunum 15. maí.

Varðskipinu Óðni var siglt úr höfn og aðalvélar þess ræstar í fyrsta sinn í tæp fimmtán ár í dag. Síðan 2008 hefur varðskipið verið varðveitt sem safnskip við Vesturbugt í Reykjavík en félagar í Hollvinasamtökum Óðins hafa síðustu ár unnið að viðhaldi þess.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×