Fótbolti

Maradona: Ég er enginn hommi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Maradona kyssir hér Messi. Hann er duglegur að kyssa leikmenn sína en segist þó ekki vera hommi.
Maradona kyssir hér Messi. Hann er duglegur að kyssa leikmenn sína en segist þó ekki vera hommi. Mynd/AP
Blaðamannafundirnir með Maradona á HM eru hreint út sagt stórkostlegir enda talar landsliðsþjálfari Argentínu í fyrirsögnum. Á því varð engin breyting í dag.

Eftir leikinn gegn Suður-Kóreu í dag var farið inn á ýmsa hluti. Meðal annars hversu duglegur Maradona sé að kyssa leikmenn sína.

"Ég get sagt ykkur að ég er enn hrifinn af konum. Ég er á föstu með Veronicu. Hún er 31 árs og ljóshærð. Ég er enginn hommi. Ég vil samt hrósa leikmönnum og sýna þakklæti mitt í verki þegar þeir spila eins og vel og í dag," sagði Maradona en honum verður sjaldan orða vant.

Maradona hefur staðið í deilum við Pelé og Michel Platini. Hann sagði Platini vera hrokafullan og að Pelé ætti heima á safni.

"Ég fékk bréf frá Platini þar sem hann sagðist ekki hafa sagt þessa hluti um mig. Ég bið hann því afsökunar en ekki Pelé."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×