Fyrirtæki skapi sátt með jafnlaunastaðli 27. september 2011 06:00 Launajafnrétti „Við erum föst í hugsanaganginum sömu laun fyrir sömu vinnu,“ segir Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur stjórnarráðsins í jafnrétti kynja. Fréttablaðið/gva Vinnuhópur tækninefndar Staðlaráðs er að leggja lokahönd á tillögu um jafnlaunastaðal sem fyrirtæki og stofnanir geta síðan tekið í notkun, að því er Hildur Jónsdóttir, formaður tækninefndar ráðsins og sérfræðingur stjórnarráðsins í jafnrétti kynja, greinir frá. Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins leituðu til Staðlaráðs vegna gerðar jafnlaunastaðals og hófst vinnan í ársbyrjun 2009. „Staðlaráð tilkynnti þá strax að það væri almennt viðurkennt að þrjú ár þyrfti til slíks verkefnis. Ráðið sendi erindi til allra hagsmunaaðila og bauð þeim að taka þátt. Þeir sem svöruðu kallinu mynda tækninefnd. Vonandi samþykkir tækninefndin tillögu vinnuhópsins,“ segir Hildur. Því næst þarf að auglýsa svokallað frumvarp að staðlinum, segir Hildur. „Það þarf að gefa rúman tíma fyrir athugasemdir sem hver sem er getur komið með. Taka þarf þær allar til efnislegrar umfjöllunar og veita rökstudd svör. Ég geri mér vonir um að auglýsingaferlið geti hafist fyrir áramót. Frestur til að skila inn athugasemdum yrði tveir til þrír mánuðir og mögulega tæki það tvo mánuði að vinna úr þeim.“ Að sögn Hildar þurfa jafnframt vottunarstofur eða einhvers konar úttektaraðilar að uppfylla ákveðnar hæfniskröfur til að sýna að þau geti tekið út fyrirtæki samkvæmt staðlinum. Nokkur fyrirtæki hafa þegar lýst yfir áhuga á að taka upp jafnlaunastaðal. „Þau hafa verið að reyna að fylgjast með vinnunni auk þess sem nokkrir úr starfsmannadeildum stórra fyrirtækja hafa tekið þátt í vinnu tækninefndar.“ Hildur tekur það fram að hugtakið jafnverðmæt störf vefjist fyrir ýmsum. „Við erum föst í hugsanaganginum sömu laun fyrir sömu vinnu. Störf sem eru ólík að ytri ásýnd geta hins vegar verið jafnverðmæt þar sem þau geta verið jafnkrefjandi. Það hefur tekið okkur svolítinn tíma að komast á sömu blaðsíðuna.“ Með staðlinum er vonast til að markmiðum jafnlaunaákvæðis jafnréttislaga verði náð. „Ég tel að það sé mikið keppikefli fyrir fyrirtæki að innleiða svona staðal. Með honum getur fyrirtæki bæði skapað sátt meðal starfsmanna og traust þeirra á því að fyrirtækið geri allt sem hægt er til að axla sína ábyrgð þegar kemur að launajafnrétti kynjanna.“ ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Vinnuhópur tækninefndar Staðlaráðs er að leggja lokahönd á tillögu um jafnlaunastaðal sem fyrirtæki og stofnanir geta síðan tekið í notkun, að því er Hildur Jónsdóttir, formaður tækninefndar ráðsins og sérfræðingur stjórnarráðsins í jafnrétti kynja, greinir frá. Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins leituðu til Staðlaráðs vegna gerðar jafnlaunastaðals og hófst vinnan í ársbyrjun 2009. „Staðlaráð tilkynnti þá strax að það væri almennt viðurkennt að þrjú ár þyrfti til slíks verkefnis. Ráðið sendi erindi til allra hagsmunaaðila og bauð þeim að taka þátt. Þeir sem svöruðu kallinu mynda tækninefnd. Vonandi samþykkir tækninefndin tillögu vinnuhópsins,“ segir Hildur. Því næst þarf að auglýsa svokallað frumvarp að staðlinum, segir Hildur. „Það þarf að gefa rúman tíma fyrir athugasemdir sem hver sem er getur komið með. Taka þarf þær allar til efnislegrar umfjöllunar og veita rökstudd svör. Ég geri mér vonir um að auglýsingaferlið geti hafist fyrir áramót. Frestur til að skila inn athugasemdum yrði tveir til þrír mánuðir og mögulega tæki það tvo mánuði að vinna úr þeim.“ Að sögn Hildar þurfa jafnframt vottunarstofur eða einhvers konar úttektaraðilar að uppfylla ákveðnar hæfniskröfur til að sýna að þau geti tekið út fyrirtæki samkvæmt staðlinum. Nokkur fyrirtæki hafa þegar lýst yfir áhuga á að taka upp jafnlaunastaðal. „Þau hafa verið að reyna að fylgjast með vinnunni auk þess sem nokkrir úr starfsmannadeildum stórra fyrirtækja hafa tekið þátt í vinnu tækninefndar.“ Hildur tekur það fram að hugtakið jafnverðmæt störf vefjist fyrir ýmsum. „Við erum föst í hugsanaganginum sömu laun fyrir sömu vinnu. Störf sem eru ólík að ytri ásýnd geta hins vegar verið jafnverðmæt þar sem þau geta verið jafnkrefjandi. Það hefur tekið okkur svolítinn tíma að komast á sömu blaðsíðuna.“ Með staðlinum er vonast til að markmiðum jafnlaunaákvæðis jafnréttislaga verði náð. „Ég tel að það sé mikið keppikefli fyrir fyrirtæki að innleiða svona staðal. Með honum getur fyrirtæki bæði skapað sátt meðal starfsmanna og traust þeirra á því að fyrirtækið geri allt sem hægt er til að axla sína ábyrgð þegar kemur að launajafnrétti kynjanna.“ ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira