Fótbolti

Domenech orðlaus eftir tapið á móti Mexíkó í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raymond Domenech, þjálfari Frakka.
Raymond Domenech, þjálfari Frakka. Mynd/AP
Raymond Domenech, þjálfari Frakka, viðurkenndi að liðið þurfi á kraftaverki að halda ætli það sér að komast í sextán liða úrslitin á HM í Suður-Afríku. Frakkar töpuðu 0-2 á móti Mexíkó í kvöld og hafa ekki enn skorað eftir 180 spilaðar mínútur í keppninni.

„Ég er orðlaus," sagði Raymond Domenech við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 strax eftir leikinn. „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir þá sem höfðu trú á okkur. Við vorum að reyna en það var alltaf eitthvað sem gekk ekki upp," sagði Domenech.

„Það er einn leikur eftir. Við munum spila fyrir stoltið og vonast eftir kraftaverki. Við þurfum á jafntefli að halda í kvöld til að hafa hlutina í okkar höndum en okkur tókst ekki að ná því," sagði Domenech.

Franska liðið hefur nú leikið sex leiki í röð í stórmótum undir hans stjórn án þess að vinna og liðið hefur ekki skorað nema tvö mörk í þessum sex leikjum, bæði úr vítaspyrnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×