Innlent

Stytting náms til stúdentsprófs

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra telur að stutta megi nám til stúdentsprófs.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra telur að stutta megi nám til stúdentsprófs. mynd/365
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra  segir öll rök falla til þess að stytta námstíma til stúdentsprófs. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Ísland er að sögn ráðherrans eina landið innan OECD þar sem það tekur 14 ár að ljúka námi til stúdentsprófs.

Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara telur að ef menn ætli að stytta námstímann, þurfi að skoða það alvarlega að lengja skólaárið til að komast hjá því að rýra gæði námsins.

Engar forsendur eru fyrir því að íslensk ungmenni þurfi að vera einu þrepi á eftir ungmennum í öðrum löndum. Þetta segir Eva Brá Önnudóttur, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hún segir að sambandið hafi ekki séð þörf fyrir því að lengja skólaárið til þess að geta stytt námstímann.

Eva Brá segir að það mikinn misskilning að verið sé að setja fjögur ár á þrjú. Grunnáfangarnir eigi að færast niður í grunnskólann þar sem það hefur sýnt sig að það er mikil endurtekning milli skólastiga á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×