Fréttaskýring: Staða flestra lífeyrissjóðanna neikvæð 17. júní 2010 05:45 Myndin tengist ekki fréttinni beint. Hvaða áhrif mun erfið staða lífeyrissjóðanna hafa á þá sem eiga réttindi í sjóðunum? Tryggingafræðileg staða almennu lífeyrissjóðanna um síðustu áramót var að meðaltali neikvæð um ellefu prósent, að teknu tilliti til stærðar hvers sjóðs, samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins. Lögum samkvæmt ber sjóðunum að skerða greiðslur sé staðan neikvæð um tíu prósent eða meira. Með bráðabirgðaákvæði sem sett var eftir hrunið, og hefur síðan verið endurnýjað, þurfa sjóðirnir ekki að skerða greiðslur nema tryggingafræðileg staða sé neikvæð um fimmtán prósent eða meira. Vegið meðaltal tryggingafræðilegrar stöðu sjóðanna um síðustu áramót var neikvætt um ellefu prósent. Það er svipað og staðan var einu ári fyrr. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að stærstu lífeyrissjóðirnir hafi þegar brugðist við þessari stöðu með því að skerða greiðslur. „Ég er að vonast til þess að það þurfi enginn sjóður að skerða á næsta ári," segir Hrafn. Gangi það eftir eru áhrifin af slæmri tryggingafræðilegri stöðu sjóðanna engin fyrir sjóðsfélaga, að því gefnu að þær skerðingar sem þegar hefur verið gripið til dugi. Tveir af lífeyrissjóðunum 24 eru með svo lélega tryggingafræðilega stöðu að þeir munu engu að síður þurfa að skerða greiðslur. Báðir eru afar litlir og lokaðir. Helmingur almennu lífeyrissjóðanna er með tryggingafræðilega stöðu á bilinu -10 prósent til -15 prósent. Ef ekki væri fyrir bráðabirgðaákvæðið þyrftu þessir sjóðir allir að skerða greiðslur til sjóðsfélaga sinna. Í þessum hópi eru stórir lífeyrissjóðir á borð við Lífeyrissjóð verzlunarmanna, Gildi, Stapa og Stafi. Átta sjóðir eru með neikvæða tryggingafræðilega stöðu á bilinu núll til -10 prósent. Aðeins tveir litlir lífeyrissjóðir eru með jákvæða tryggingafræðilega stöðu. Meirihluti almennu lífeyrissjóðanna var með jákvæða raunávöxtun á árinu 2009, en tíu voru með neikvæða raunávöxtun. Vegið meðaltal sjóðanna 24, þar sem tekið er tillit til stærðar þeirra, er neikvætt um 0,85 prósent, samkvæmt útreikningum Fjármálaeftirlitsins. Staða sextán opinberra lífeyrissjóða er talsvert önnur, en ríki og sveitarfélög ábyrgjast greiðslur úr sjóðunum. Samkvæmt niðurstöðum Fjármálaeftirlitsins var tryggingafræðileg staða þeirra að meðaltali neikvæð um 57 prósent. Það er raunar ekkert nýtt, en sjóðirnir hafa lengi sýnt neikvæða tryggingafræðilega stöðu án þess að þurfa að skerða greiðslur, vegna ábyrgðar ríkis og sveitarfélaga. Opinberu sjóðirnir voru þó flestir með jákvæða raunávöxtun á síðasta ári. Vegið meðaltal var nálægt 2,8 prósentum. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hvaða áhrif mun erfið staða lífeyrissjóðanna hafa á þá sem eiga réttindi í sjóðunum? Tryggingafræðileg staða almennu lífeyrissjóðanna um síðustu áramót var að meðaltali neikvæð um ellefu prósent, að teknu tilliti til stærðar hvers sjóðs, samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins. Lögum samkvæmt ber sjóðunum að skerða greiðslur sé staðan neikvæð um tíu prósent eða meira. Með bráðabirgðaákvæði sem sett var eftir hrunið, og hefur síðan verið endurnýjað, þurfa sjóðirnir ekki að skerða greiðslur nema tryggingafræðileg staða sé neikvæð um fimmtán prósent eða meira. Vegið meðaltal tryggingafræðilegrar stöðu sjóðanna um síðustu áramót var neikvætt um ellefu prósent. Það er svipað og staðan var einu ári fyrr. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að stærstu lífeyrissjóðirnir hafi þegar brugðist við þessari stöðu með því að skerða greiðslur. „Ég er að vonast til þess að það þurfi enginn sjóður að skerða á næsta ári," segir Hrafn. Gangi það eftir eru áhrifin af slæmri tryggingafræðilegri stöðu sjóðanna engin fyrir sjóðsfélaga, að því gefnu að þær skerðingar sem þegar hefur verið gripið til dugi. Tveir af lífeyrissjóðunum 24 eru með svo lélega tryggingafræðilega stöðu að þeir munu engu að síður þurfa að skerða greiðslur. Báðir eru afar litlir og lokaðir. Helmingur almennu lífeyrissjóðanna er með tryggingafræðilega stöðu á bilinu -10 prósent til -15 prósent. Ef ekki væri fyrir bráðabirgðaákvæðið þyrftu þessir sjóðir allir að skerða greiðslur til sjóðsfélaga sinna. Í þessum hópi eru stórir lífeyrissjóðir á borð við Lífeyrissjóð verzlunarmanna, Gildi, Stapa og Stafi. Átta sjóðir eru með neikvæða tryggingafræðilega stöðu á bilinu núll til -10 prósent. Aðeins tveir litlir lífeyrissjóðir eru með jákvæða tryggingafræðilega stöðu. Meirihluti almennu lífeyrissjóðanna var með jákvæða raunávöxtun á árinu 2009, en tíu voru með neikvæða raunávöxtun. Vegið meðaltal sjóðanna 24, þar sem tekið er tillit til stærðar þeirra, er neikvætt um 0,85 prósent, samkvæmt útreikningum Fjármálaeftirlitsins. Staða sextán opinberra lífeyrissjóða er talsvert önnur, en ríki og sveitarfélög ábyrgjast greiðslur úr sjóðunum. Samkvæmt niðurstöðum Fjármálaeftirlitsins var tryggingafræðileg staða þeirra að meðaltali neikvæð um 57 prósent. Það er raunar ekkert nýtt, en sjóðirnir hafa lengi sýnt neikvæða tryggingafræðilega stöðu án þess að þurfa að skerða greiðslur, vegna ábyrgðar ríkis og sveitarfélaga. Opinberu sjóðirnir voru þó flestir með jákvæða raunávöxtun á síðasta ári. Vegið meðaltal var nálægt 2,8 prósentum. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira