Fréttaskýring: Staða flestra lífeyrissjóðanna neikvæð 17. júní 2010 05:45 Myndin tengist ekki fréttinni beint. Hvaða áhrif mun erfið staða lífeyrissjóðanna hafa á þá sem eiga réttindi í sjóðunum? Tryggingafræðileg staða almennu lífeyrissjóðanna um síðustu áramót var að meðaltali neikvæð um ellefu prósent, að teknu tilliti til stærðar hvers sjóðs, samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins. Lögum samkvæmt ber sjóðunum að skerða greiðslur sé staðan neikvæð um tíu prósent eða meira. Með bráðabirgðaákvæði sem sett var eftir hrunið, og hefur síðan verið endurnýjað, þurfa sjóðirnir ekki að skerða greiðslur nema tryggingafræðileg staða sé neikvæð um fimmtán prósent eða meira. Vegið meðaltal tryggingafræðilegrar stöðu sjóðanna um síðustu áramót var neikvætt um ellefu prósent. Það er svipað og staðan var einu ári fyrr. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að stærstu lífeyrissjóðirnir hafi þegar brugðist við þessari stöðu með því að skerða greiðslur. „Ég er að vonast til þess að það þurfi enginn sjóður að skerða á næsta ári," segir Hrafn. Gangi það eftir eru áhrifin af slæmri tryggingafræðilegri stöðu sjóðanna engin fyrir sjóðsfélaga, að því gefnu að þær skerðingar sem þegar hefur verið gripið til dugi. Tveir af lífeyrissjóðunum 24 eru með svo lélega tryggingafræðilega stöðu að þeir munu engu að síður þurfa að skerða greiðslur. Báðir eru afar litlir og lokaðir. Helmingur almennu lífeyrissjóðanna er með tryggingafræðilega stöðu á bilinu -10 prósent til -15 prósent. Ef ekki væri fyrir bráðabirgðaákvæðið þyrftu þessir sjóðir allir að skerða greiðslur til sjóðsfélaga sinna. Í þessum hópi eru stórir lífeyrissjóðir á borð við Lífeyrissjóð verzlunarmanna, Gildi, Stapa og Stafi. Átta sjóðir eru með neikvæða tryggingafræðilega stöðu á bilinu núll til -10 prósent. Aðeins tveir litlir lífeyrissjóðir eru með jákvæða tryggingafræðilega stöðu. Meirihluti almennu lífeyrissjóðanna var með jákvæða raunávöxtun á árinu 2009, en tíu voru með neikvæða raunávöxtun. Vegið meðaltal sjóðanna 24, þar sem tekið er tillit til stærðar þeirra, er neikvætt um 0,85 prósent, samkvæmt útreikningum Fjármálaeftirlitsins. Staða sextán opinberra lífeyrissjóða er talsvert önnur, en ríki og sveitarfélög ábyrgjast greiðslur úr sjóðunum. Samkvæmt niðurstöðum Fjármálaeftirlitsins var tryggingafræðileg staða þeirra að meðaltali neikvæð um 57 prósent. Það er raunar ekkert nýtt, en sjóðirnir hafa lengi sýnt neikvæða tryggingafræðilega stöðu án þess að þurfa að skerða greiðslur, vegna ábyrgðar ríkis og sveitarfélaga. Opinberu sjóðirnir voru þó flestir með jákvæða raunávöxtun á síðasta ári. Vegið meðaltal var nálægt 2,8 prósentum. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Hvaða áhrif mun erfið staða lífeyrissjóðanna hafa á þá sem eiga réttindi í sjóðunum? Tryggingafræðileg staða almennu lífeyrissjóðanna um síðustu áramót var að meðaltali neikvæð um ellefu prósent, að teknu tilliti til stærðar hvers sjóðs, samkvæmt samantekt Fjármálaeftirlitsins. Lögum samkvæmt ber sjóðunum að skerða greiðslur sé staðan neikvæð um tíu prósent eða meira. Með bráðabirgðaákvæði sem sett var eftir hrunið, og hefur síðan verið endurnýjað, þurfa sjóðirnir ekki að skerða greiðslur nema tryggingafræðileg staða sé neikvæð um fimmtán prósent eða meira. Vegið meðaltal tryggingafræðilegrar stöðu sjóðanna um síðustu áramót var neikvætt um ellefu prósent. Það er svipað og staðan var einu ári fyrr. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að stærstu lífeyrissjóðirnir hafi þegar brugðist við þessari stöðu með því að skerða greiðslur. „Ég er að vonast til þess að það þurfi enginn sjóður að skerða á næsta ári," segir Hrafn. Gangi það eftir eru áhrifin af slæmri tryggingafræðilegri stöðu sjóðanna engin fyrir sjóðsfélaga, að því gefnu að þær skerðingar sem þegar hefur verið gripið til dugi. Tveir af lífeyrissjóðunum 24 eru með svo lélega tryggingafræðilega stöðu að þeir munu engu að síður þurfa að skerða greiðslur. Báðir eru afar litlir og lokaðir. Helmingur almennu lífeyrissjóðanna er með tryggingafræðilega stöðu á bilinu -10 prósent til -15 prósent. Ef ekki væri fyrir bráðabirgðaákvæðið þyrftu þessir sjóðir allir að skerða greiðslur til sjóðsfélaga sinna. Í þessum hópi eru stórir lífeyrissjóðir á borð við Lífeyrissjóð verzlunarmanna, Gildi, Stapa og Stafi. Átta sjóðir eru með neikvæða tryggingafræðilega stöðu á bilinu núll til -10 prósent. Aðeins tveir litlir lífeyrissjóðir eru með jákvæða tryggingafræðilega stöðu. Meirihluti almennu lífeyrissjóðanna var með jákvæða raunávöxtun á árinu 2009, en tíu voru með neikvæða raunávöxtun. Vegið meðaltal sjóðanna 24, þar sem tekið er tillit til stærðar þeirra, er neikvætt um 0,85 prósent, samkvæmt útreikningum Fjármálaeftirlitsins. Staða sextán opinberra lífeyrissjóða er talsvert önnur, en ríki og sveitarfélög ábyrgjast greiðslur úr sjóðunum. Samkvæmt niðurstöðum Fjármálaeftirlitsins var tryggingafræðileg staða þeirra að meðaltali neikvæð um 57 prósent. Það er raunar ekkert nýtt, en sjóðirnir hafa lengi sýnt neikvæða tryggingafræðilega stöðu án þess að þurfa að skerða greiðslur, vegna ábyrgðar ríkis og sveitarfélaga. Opinberu sjóðirnir voru þó flestir með jákvæða raunávöxtun á síðasta ári. Vegið meðaltal var nálægt 2,8 prósentum. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira