Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júní 2011 19:09 Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. Kanadískir embættismenn voru á Íslandi fyrr á þessu ári, en þeir funduðu með íslenskum kaupsýslumönnum á veitingahúsi í Reykjavík í byrjun febrúar síðastliðnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru starfsmenn kanadíska seðlabankans meðal þeirra sem hér voru. Meðal þess sem rætt var á fundinum, sem var óformlegur og ekki með sérstakri vitund kanadíska sendiráðsins, var upptaka Kanadadollars sem gjaldmiðils á Íslandi í stað krónu, en bæði Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, og fjármálaráðuneyti Kanada eru jákvæð í garð slíkra hugmynda.Ekki með formlegt umboð Ekkert slíkt hefur hins vegar verið rætt milli stjórnvalda ríkjanna. Starfsmaður kanadíska sendiráðsins sagði við fréttastofu í dag að það væri óvenjulegt að kanadískir embættismenn væru hér í opinberum erindagjörðum án vitneskju þess, en það er einmitt mergurinn málsins, mennirnir voru hér í óformlegum erindagjörðum. Málið er viðkvæmt, því kanadíska ríkinu er umhugað um óaðfinnanleg diplómatísk samskipti ríkjanna. Og vilja þarlendir embættismenn ekki blanda sér í innanríkismálefni Íslands nema um það komi formleg ósk frá íslenskum stjórnvöldum, en engin viðleitni hefur verið að hálfu íslenskra stjórnvalda að ræða þennan kost. Kanadísku embættismennirnir voru hér á svipuðum tíma og kaupsýslumenn frá fyrirtækinu Irving Oil sem voru að skoða tækifæri á Íslandi með hugsanleg kaup á íslenskum olíufyrirtækjum í huga. Best að gera þetta á skömmum tíma Guðmundur Ólafsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir upptöku Kanadadollars áhugaverðan kost. Hann segir að upptaka þurfi ekki að taka meira en þrjá mánuði. „Það fer auðvitað eftir því hvað menn vilja gera. Menn bara gefa sér tíma, en ég held að best sé að gera þetta á skömmum tíma. Svona svipað og þegar gjaldmiðilsbreytingin var hjá okkur (íslensk króna innsk.blm)," segir Guðmundur. Hverjir eru kostirnir við að taka upp kanadískan dollar t.d á móti upptöku evru eða bandarísks dollars? „Það blæs ekki byrlega fyrir evrunni. Lengi vel var rætt um upptöku amerísks dollars, en mér líst ekki á ástandið. Þessar gífurlegu skuldir Bandaríkjamanna verða áreiðanlega uppspretta af sveiflum og verðbólgu," segir Guðmundur. Hann telur að hægt yrði að komast fljótt og örugglega úr gjaldeyrishöftunum með upptöku kanadísks dollars. „Af mörgum ástæðum er Kanadadollar mjög heppilegur. Hann er mun stöðugri en Bandaríkjadollar og Kanadamenn hafa mikinn áhuga á þessu. Þeir hafa sýnt þessu áhuga í mörg, mörg ár."Kanadamenn hafa staðið sig betur bankaeftirliti en flest önnur lönd Jón Steinsson, lektor í hagfræði við Columbia háskóla í New York, deilir skoðunum með Guðmundi. Hann segir að tvíhliða upptaka Kanadadollars í samstarfi við kanadíska seðlabankann sé kostur sem verði að ræða til hlítar, sé hann yfirleitt í boði. „Það er líklega ekki ofsagt að Kanadamenn hafi staðið sig betur í því að hafa eftirlit með bankageiranum en flest önnur lönd. Kanada er eitt fárra landa þar sem bankakerfið slapp algerlega við vandræðin sem hrjáði banka í flestum öðrum ríkjum," segir Jón. Jón, sem þekkir vel til innan kanadíska seðlabankans, segir að peningamálastjórn hafi einnig verið til fyrirmyndar í Kanada undanfarna áratugi og Seðlabanki Kanada sé í dag á meðal fremstu seðlabanka heims. „Þar að auki er efnahagur Kanada á margan hátt líkur efnahag Íslands. Bæði Ísland og Kanada flytja út mikið af hrávöru. Því hafa sveiflur í hrávöruverðum á heimsmarkaði áhrif á bæði hagkerfin," segir Jón Steinsson. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. 3. júní 2011 12:00 Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. Kanadískir embættismenn voru á Íslandi fyrr á þessu ári, en þeir funduðu með íslenskum kaupsýslumönnum á veitingahúsi í Reykjavík í byrjun febrúar síðastliðnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru starfsmenn kanadíska seðlabankans meðal þeirra sem hér voru. Meðal þess sem rætt var á fundinum, sem var óformlegur og ekki með sérstakri vitund kanadíska sendiráðsins, var upptaka Kanadadollars sem gjaldmiðils á Íslandi í stað krónu, en bæði Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, og fjármálaráðuneyti Kanada eru jákvæð í garð slíkra hugmynda.Ekki með formlegt umboð Ekkert slíkt hefur hins vegar verið rætt milli stjórnvalda ríkjanna. Starfsmaður kanadíska sendiráðsins sagði við fréttastofu í dag að það væri óvenjulegt að kanadískir embættismenn væru hér í opinberum erindagjörðum án vitneskju þess, en það er einmitt mergurinn málsins, mennirnir voru hér í óformlegum erindagjörðum. Málið er viðkvæmt, því kanadíska ríkinu er umhugað um óaðfinnanleg diplómatísk samskipti ríkjanna. Og vilja þarlendir embættismenn ekki blanda sér í innanríkismálefni Íslands nema um það komi formleg ósk frá íslenskum stjórnvöldum, en engin viðleitni hefur verið að hálfu íslenskra stjórnvalda að ræða þennan kost. Kanadísku embættismennirnir voru hér á svipuðum tíma og kaupsýslumenn frá fyrirtækinu Irving Oil sem voru að skoða tækifæri á Íslandi með hugsanleg kaup á íslenskum olíufyrirtækjum í huga. Best að gera þetta á skömmum tíma Guðmundur Ólafsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir upptöku Kanadadollars áhugaverðan kost. Hann segir að upptaka þurfi ekki að taka meira en þrjá mánuði. „Það fer auðvitað eftir því hvað menn vilja gera. Menn bara gefa sér tíma, en ég held að best sé að gera þetta á skömmum tíma. Svona svipað og þegar gjaldmiðilsbreytingin var hjá okkur (íslensk króna innsk.blm)," segir Guðmundur. Hverjir eru kostirnir við að taka upp kanadískan dollar t.d á móti upptöku evru eða bandarísks dollars? „Það blæs ekki byrlega fyrir evrunni. Lengi vel var rætt um upptöku amerísks dollars, en mér líst ekki á ástandið. Þessar gífurlegu skuldir Bandaríkjamanna verða áreiðanlega uppspretta af sveiflum og verðbólgu," segir Guðmundur. Hann telur að hægt yrði að komast fljótt og örugglega úr gjaldeyrishöftunum með upptöku kanadísks dollars. „Af mörgum ástæðum er Kanadadollar mjög heppilegur. Hann er mun stöðugri en Bandaríkjadollar og Kanadamenn hafa mikinn áhuga á þessu. Þeir hafa sýnt þessu áhuga í mörg, mörg ár."Kanadamenn hafa staðið sig betur bankaeftirliti en flest önnur lönd Jón Steinsson, lektor í hagfræði við Columbia háskóla í New York, deilir skoðunum með Guðmundi. Hann segir að tvíhliða upptaka Kanadadollars í samstarfi við kanadíska seðlabankann sé kostur sem verði að ræða til hlítar, sé hann yfirleitt í boði. „Það er líklega ekki ofsagt að Kanadamenn hafi staðið sig betur í því að hafa eftirlit með bankageiranum en flest önnur lönd. Kanada er eitt fárra landa þar sem bankakerfið slapp algerlega við vandræðin sem hrjáði banka í flestum öðrum ríkjum," segir Jón. Jón, sem þekkir vel til innan kanadíska seðlabankans, segir að peningamálastjórn hafi einnig verið til fyrirmyndar í Kanada undanfarna áratugi og Seðlabanki Kanada sé í dag á meðal fremstu seðlabanka heims. „Þar að auki er efnahagur Kanada á margan hátt líkur efnahag Íslands. Bæði Ísland og Kanada flytja út mikið af hrávöru. Því hafa sveiflur í hrávöruverðum á heimsmarkaði áhrif á bæði hagkerfin," segir Jón Steinsson. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. 3. júní 2011 12:00 Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. 3. júní 2011 12:00