Fótbolti

Fyrstu mörk Grikkja í lokakeppni HM - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Grikkir fagna í leikslok.
Grikkir fagna í leikslok. Nordic Photos/AFP

Grikkland vann góðan sigur á Nígeríu, 2-1, í skrautlegum leik í B-riðli HM í dag. Nígería var yfir 1-0 er einn leikmaður liðsins lét reka sig af velli fyrir glórulausa hegðun.

Grikkir gengu á lagið í kjölfarið, skoruðu tvö mörk og tryggðu sér um leið sigur. Þetta var fyrsti sigur þeirra í lokakeppni HM frá upphafi og fyrstu mörkin þeirra einnig.

Hægt er að sjá öll tilþrif og mörk leiksins á HM-síðu Vísis. Tilþrifin má einnig nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×