Sportpakkinn: Fjórar Bjarkarstúlkur keppa á móti sem kennt er við Simone Biles Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2020 07:15 Stelpurnar úr Björk fara utan til Bandaríkjanna á morgun. vísir/egill aðalsteinsson Fjórar stúlkur úr fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði eru á leið til Texas í Bandaríkjunum þar sem þær keppa á móti sem kennt er við bestu fimleikakonu heims, Simone Biles. Þær Embla Guðmundsdóttir, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Ísabella Hilmarsdóttir og Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir voru á lokaæfingu í fyrradag. Þar æfðu þær undir styrkri stjórn Hildar Ketilsdóttur þjálfara. En hvernig kom það til að þær eru á leið á mótið í Texas? „Ég sá auglýsingu um þetta á internetinu. Þetta byrjaði í gríni. Ég nefndi þetta við stelpurnar, hvort það væri ekki gaman að fara á mót hjá Simone Biles og þær urðu spenntar. Þannig að ég ákvað að kanna þetta frekar. Svo erum við bara á leiðinni,“ sagði Hildur í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. Hildur segir að stelpurnar hafi lagt enn harðar að sér við æfingar eftir að ljóst var að þær væru að fara á mótið í Texas. „Þetta er rosalega mikil hvatning og kveikir neista hjá þeim. Þær eru búnar að vera ótrúlega duglegar að æfa sig fyrir þetta mót,“ sagði Hildur. Stelpurnar segjast vera spenntar fyrir mótinu og ætla að standa sig í stykkinu. Þær segjast ekki vera búnar að ákveða hvað þær ætli að segja við Biles ef þær hitta hana. „Ég veit það ekki. Það á eftir að koma í ljós,“ sagði Embla. Stelpurnar líta mikið upp til Biles sem sló í gegn á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. „Hún er sú allra besta. Hún er langbest,“ sagði Guðrún Edda. Stelpurnar, sem eru allar búnar að æfa fimleika í mörg ár, halda utan til Texas á morgun. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Spenntar fyrir að keppa á móti sem kennt sem er Simone Biles Fimleikar Sportpakkinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sjá meira
Fjórar stúlkur úr fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði eru á leið til Texas í Bandaríkjunum þar sem þær keppa á móti sem kennt er við bestu fimleikakonu heims, Simone Biles. Þær Embla Guðmundsdóttir, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Ísabella Hilmarsdóttir og Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir voru á lokaæfingu í fyrradag. Þar æfðu þær undir styrkri stjórn Hildar Ketilsdóttur þjálfara. En hvernig kom það til að þær eru á leið á mótið í Texas? „Ég sá auglýsingu um þetta á internetinu. Þetta byrjaði í gríni. Ég nefndi þetta við stelpurnar, hvort það væri ekki gaman að fara á mót hjá Simone Biles og þær urðu spenntar. Þannig að ég ákvað að kanna þetta frekar. Svo erum við bara á leiðinni,“ sagði Hildur í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. Hildur segir að stelpurnar hafi lagt enn harðar að sér við æfingar eftir að ljóst var að þær væru að fara á mótið í Texas. „Þetta er rosalega mikil hvatning og kveikir neista hjá þeim. Þær eru búnar að vera ótrúlega duglegar að æfa sig fyrir þetta mót,“ sagði Hildur. Stelpurnar segjast vera spenntar fyrir mótinu og ætla að standa sig í stykkinu. Þær segjast ekki vera búnar að ákveða hvað þær ætli að segja við Biles ef þær hitta hana. „Ég veit það ekki. Það á eftir að koma í ljós,“ sagði Embla. Stelpurnar líta mikið upp til Biles sem sló í gegn á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. „Hún er sú allra besta. Hún er langbest,“ sagði Guðrún Edda. Stelpurnar, sem eru allar búnar að æfa fimleika í mörg ár, halda utan til Texas á morgun. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Spenntar fyrir að keppa á móti sem kennt sem er Simone Biles
Fimleikar Sportpakkinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sjá meira