Bændur í Þingvallasveit vanir því að fá erlenda ferðamenn heim á hlað Kristján Már Unnarsson skrifar 10. febrúar 2020 22:15 Bændurnir á Heiðarbæ eitt, Jóhannes Sveinbjörnsson og Ólöf Björg Einarsdóttir. Stöð 2/Einar Árnason. Því geta fylgt bæði kostir og ókostir að búa nálægt vinsælum ferðamannastað. Bændur í næsta nágrenni þjóðgarðsins á Þingvöllum upplifa það að fá ferðamenn reglulega heim á hlað og sumir þeirra vilja meira að segja tjalda. Þetta kom fram í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum skapar vissulega störf fyrir fólkið í sveitinni, eins og fyrir þau í Mjóanesi, en það er fleira sem fylgir því að búa við gullna hringinn. Bændurnir í Mjóanesi, þau Rósa Jónsdóttir og Jóhann Jónsson.Stöð 2/Einar Árnason. „Það er svolítið mikið um það að það komi túristar. Ef þú lítur út um gluggann á morgnana þá eru kannski nokkrir Kínverjar úti á hlaði,“ sagði Rósa Bachmann Jónsdóttir, bóndi í Mjóanesi. „Okkur hefur gengið vel sambúðin við sumarbústaðafólkið,“ tók eiginmaðurinn fram, Jóhann Jónsson. Brúsastaðir standa næst þjóðgarðinum en þar býr Ragnar Jónsson. „Það er nú alltaf rennerí hérna heim, sko. Af útlendingum.“ -Hvað vilja þeir hingað? „Þeir vilja tjalda,“ svaraði Ragnar bóndi og sagðist vísa þeim á þjóðgarðinn. Ragnar Jónsson, bóndi á Brúsastöðum.Stöð 2/Einar Árnason. Jafnvel þótt þú búir við fáfarnari hliðarveg, eins og þau á Heiðarbæ, ertu ekki laus við ónæðið. „Það er ekkert óalgengt að fólk keyri bara hérna inn á hlað svona og spóki um. Og það er ekkert einsdæmi bara hjá okkur,“ sagði Ólöf Björg Einarsdóttir, bóndi á Heiðarbæ eitt. Og þetta gerist allt árið og allan sólarhringinn. „Út af norðurljósunum, það er allan sólarhringinn umferð. Það er ekkert síður á nóttunni, eða um miðnætti,“ sagði Borghildur Guðmundsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Heiðarási. Borghildur og Kolbeinn á Heiðarási.Stöð 2/Einar Árnason. „Og það fylgja þessu allskonar ævintýri líka. Fólk lendir eiginlega í fleiru en manni getur dottið í hug,“ sagði eiginmaður Borghildar, Kolbeinn Sveinbjörnsson, verktaki á Heiðarási. Já, það lendir líka á bændunum að bjarga þeim. „Þannig að við erum nú oft á ferðinni hérna á nóttunni og eitthvað að aðstoða.“ -Þannig að þið eruð í reddingum hérna? „Já, svolítið,“ svaraði Borghildur. „Það er svo sem allt í lagi ef maður gefur sig í það,“ sagði Kolbeinn. Fjallað var um samfélagið í Þingvallasveit í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Næsti þáttur er um Grafning. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Þingvallasveit lýst sem afdalasveit í alfaraleið "Fyrir einhverjum áratugum þá var Þingvallasveit talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin." 9. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Því geta fylgt bæði kostir og ókostir að búa nálægt vinsælum ferðamannastað. Bændur í næsta nágrenni þjóðgarðsins á Þingvöllum upplifa það að fá ferðamenn reglulega heim á hlað og sumir þeirra vilja meira að segja tjalda. Þetta kom fram í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum skapar vissulega störf fyrir fólkið í sveitinni, eins og fyrir þau í Mjóanesi, en það er fleira sem fylgir því að búa við gullna hringinn. Bændurnir í Mjóanesi, þau Rósa Jónsdóttir og Jóhann Jónsson.Stöð 2/Einar Árnason. „Það er svolítið mikið um það að það komi túristar. Ef þú lítur út um gluggann á morgnana þá eru kannski nokkrir Kínverjar úti á hlaði,“ sagði Rósa Bachmann Jónsdóttir, bóndi í Mjóanesi. „Okkur hefur gengið vel sambúðin við sumarbústaðafólkið,“ tók eiginmaðurinn fram, Jóhann Jónsson. Brúsastaðir standa næst þjóðgarðinum en þar býr Ragnar Jónsson. „Það er nú alltaf rennerí hérna heim, sko. Af útlendingum.“ -Hvað vilja þeir hingað? „Þeir vilja tjalda,“ svaraði Ragnar bóndi og sagðist vísa þeim á þjóðgarðinn. Ragnar Jónsson, bóndi á Brúsastöðum.Stöð 2/Einar Árnason. Jafnvel þótt þú búir við fáfarnari hliðarveg, eins og þau á Heiðarbæ, ertu ekki laus við ónæðið. „Það er ekkert óalgengt að fólk keyri bara hérna inn á hlað svona og spóki um. Og það er ekkert einsdæmi bara hjá okkur,“ sagði Ólöf Björg Einarsdóttir, bóndi á Heiðarbæ eitt. Og þetta gerist allt árið og allan sólarhringinn. „Út af norðurljósunum, það er allan sólarhringinn umferð. Það er ekkert síður á nóttunni, eða um miðnætti,“ sagði Borghildur Guðmundsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Heiðarási. Borghildur og Kolbeinn á Heiðarási.Stöð 2/Einar Árnason. „Og það fylgja þessu allskonar ævintýri líka. Fólk lendir eiginlega í fleiru en manni getur dottið í hug,“ sagði eiginmaður Borghildar, Kolbeinn Sveinbjörnsson, verktaki á Heiðarási. Já, það lendir líka á bændunum að bjarga þeim. „Þannig að við erum nú oft á ferðinni hérna á nóttunni og eitthvað að aðstoða.“ -Þannig að þið eruð í reddingum hérna? „Já, svolítið,“ svaraði Borghildur. „Það er svo sem allt í lagi ef maður gefur sig í það,“ sagði Kolbeinn. Fjallað var um samfélagið í Þingvallasveit í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Næsti þáttur er um Grafning. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Þingvallasveit lýst sem afdalasveit í alfaraleið "Fyrir einhverjum áratugum þá var Þingvallasveit talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin." 9. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Þingvallasveit lýst sem afdalasveit í alfaraleið "Fyrir einhverjum áratugum þá var Þingvallasveit talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin." 9. febrúar 2020 09:45