Kolbrún skoðar að kæra ráðningu Stefáns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2020 13:14 Kolbrún Halldórsdóttir var einu atkvæði frá því að verða útvarpsstjóri. Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og leikhússtjóri, hefur til skoðunar að kæra ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra til kærunefndar jafnréttismála. Kolbrún staðfestir þetta í samtali við Stundina. Kolbrún var á meðal þriggja sem valið stóð á milli á lokametrunum en auk þeirra Stefáns var Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar miðlunar, um hituna á lokametrunum. Fram hefur komið að valið stóð á milli Kolbrúnar og Stefáns. Fengu þau jafnmörg atkvæði stjórnarinnar svo úrslitin réðust á atkvæði Kára Jónassonar stjórnarformanns. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi útgefandi og ritstjóri hjá Fréttablaðinu sem var ein af nítján sem komust í eitt viðtal, hefði fengið höfnun á rökstuðningi frá stjórn RÚV vegna ráðningarinnar. Margrét Magnúsdóttir, starfandi útvarpsstjóri, segir í svari til Kristínar að vegna stöðu Ríkisútvarpsins sem opinbert hlutafélag starfi stofnunin á sviði einkaréttar. Vísað er í álit umboðsmanns Alþingis frá árinu 2009 og dóms Hæstaréttar frá 2015 þessu til stuðnings. Stjórn RÚV hefur ekki borist sambærilegt erindi frá Kolbrúnu sem von er á. Hún tjáir Stundinni að svo geti farið að hún kæri ráðningu Stefáns til kærunefndar jafnréttismála. Vísar hún til niðurstöðu nefndarinnar í máli Ólínu Þorvarðardóttur sem fékk 20 milljónir í skaðabætur þar sem nefndin taldi að brotið hefði verið á henni við skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Fjölmiðlar Jafnréttismál Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og leikhússtjóri, hefur til skoðunar að kæra ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra til kærunefndar jafnréttismála. Kolbrún staðfestir þetta í samtali við Stundina. Kolbrún var á meðal þriggja sem valið stóð á milli á lokametrunum en auk þeirra Stefáns var Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar miðlunar, um hituna á lokametrunum. Fram hefur komið að valið stóð á milli Kolbrúnar og Stefáns. Fengu þau jafnmörg atkvæði stjórnarinnar svo úrslitin réðust á atkvæði Kára Jónassonar stjórnarformanns. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi útgefandi og ritstjóri hjá Fréttablaðinu sem var ein af nítján sem komust í eitt viðtal, hefði fengið höfnun á rökstuðningi frá stjórn RÚV vegna ráðningarinnar. Margrét Magnúsdóttir, starfandi útvarpsstjóri, segir í svari til Kristínar að vegna stöðu Ríkisútvarpsins sem opinbert hlutafélag starfi stofnunin á sviði einkaréttar. Vísað er í álit umboðsmanns Alþingis frá árinu 2009 og dóms Hæstaréttar frá 2015 þessu til stuðnings. Stjórn RÚV hefur ekki borist sambærilegt erindi frá Kolbrúnu sem von er á. Hún tjáir Stundinni að svo geti farið að hún kæri ráðningu Stefáns til kærunefndar jafnréttismála. Vísar hún til niðurstöðu nefndarinnar í máli Ólínu Þorvarðardóttur sem fékk 20 milljónir í skaðabætur þar sem nefndin taldi að brotið hefði verið á henni við skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum.
Fjölmiðlar Jafnréttismál Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira