Meira en 25 milljónir hafa dáðst á samanburðinum á troðslum Kobe og LeBron Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 14:00 Gegguð mynd af umræddri troðslu LeBron James. Getty/Andrew D. Bernstein Sama íþróttahöll, sama lið, sama karfa. Nítján ár á milli. Troðsla LeBron James í leik með Los Angeles Lakers á móti Houston Rockets á dögunum varð enn merkilegri þegar glöggir menn fundu gamla troðslu með Kobe Bryant. Kobe Bryant lést í þyrluslysi fyrir rúmum tveimur vikum síðan og síðan hefur bandaríska þjóðin og allur íþróttaheimurinn syrgt og heiðrað minningu þessa magnaða körfuboltamanns. LeBron James hefur sjálfur gert það margoft síðan, bæði í orðum og verki, en í þessum leik á móti Houston Rockets gerði hann það á mjög táknrænan hátt. Troðsla Kobe Bryant var frá leik Los Angeles Lakers í Staples Center 18. nóvember 2001 en liðið mætti þá Sacramento Kings. Í báðum troðslum vann Los Angeles Lakers liðið boltann og í báðum tilfellum fengu þeir Kobe Bryant og LeBron James beina leið upp að körfunni. Troðsla James var nákvæmlega eins og sú hjá Kobe eins og sjá má hér fyrir neðan. Same arena. Same basket. Same dunk. 19 years apart. pic.twitter.com/fj7HRmqv3c— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 8, 2020 LeBron James sagðist þó ekki hafa farið inn í leikinn á móti Houston Rockets með það markmið að leika þessa troðslu eftir en viðurkenndi þó að hann hafi séð þessa Kobe Bryant troðslu mjög oft á sínum tuttugu ára ferli í NBA. „Ég tók ekki ákvörðun um hvað ég ætlaði að gera fyrr en í stökk upp. Ég stökk upp og þá skaut niður í huga minn hversu klikkað væri að gera alveg eins troðslu og Kobe,“ sagði LeBron James. „Okkar frábæra samfélagsmiðla lið setti þetta saman og ég hugsaði: Þetta er virkilega, virkilega gott hjá þeim,“ sagði James. Það hafa fleiri en 25 milljónir manna horft á myndbandið á Twitter-reikningi Los Angeles Lakers og það er því óhætt að segja að þetta samanburðarmyndband hafi slegið í gegn. “Kobe is in all of us right now.”@KingJames shares his thoughts on his identical dunk with Kobe Bryant. pic.twitter.com/KfB97eWX3q— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 9, 2020 LeBron James rifjaði líka upp gamla körfuboltamynd í viðtölum eftir næsta leik á eftir þegar myndbandið var farið á flug á netmiðlum. „Hefur þú séð myndina „The 6th Man,“ spurði LeBron James og bætti við: „Kobe kom niður, fór inn í líkamann minn og gaf mér þessa troðslu í hraðaupphlaupinu,“ sagði LeBron James. Körfuboltamyndin „The 6th Man“ eða „Sjötti maðurinn“ er frá árinu 1997 og var með þá Marlon Wayans og Kadeem Hardison í aðalhlutverkum. Persóna Hardison, Antoine Tyler, deyr eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik en snýr aftur til jarðar til þess að hjálpa bróður hans, Kenny Tyler, leikinn af Wayans og liði þeirra. NBA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira
Sama íþróttahöll, sama lið, sama karfa. Nítján ár á milli. Troðsla LeBron James í leik með Los Angeles Lakers á móti Houston Rockets á dögunum varð enn merkilegri þegar glöggir menn fundu gamla troðslu með Kobe Bryant. Kobe Bryant lést í þyrluslysi fyrir rúmum tveimur vikum síðan og síðan hefur bandaríska þjóðin og allur íþróttaheimurinn syrgt og heiðrað minningu þessa magnaða körfuboltamanns. LeBron James hefur sjálfur gert það margoft síðan, bæði í orðum og verki, en í þessum leik á móti Houston Rockets gerði hann það á mjög táknrænan hátt. Troðsla Kobe Bryant var frá leik Los Angeles Lakers í Staples Center 18. nóvember 2001 en liðið mætti þá Sacramento Kings. Í báðum troðslum vann Los Angeles Lakers liðið boltann og í báðum tilfellum fengu þeir Kobe Bryant og LeBron James beina leið upp að körfunni. Troðsla James var nákvæmlega eins og sú hjá Kobe eins og sjá má hér fyrir neðan. Same arena. Same basket. Same dunk. 19 years apart. pic.twitter.com/fj7HRmqv3c— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 8, 2020 LeBron James sagðist þó ekki hafa farið inn í leikinn á móti Houston Rockets með það markmið að leika þessa troðslu eftir en viðurkenndi þó að hann hafi séð þessa Kobe Bryant troðslu mjög oft á sínum tuttugu ára ferli í NBA. „Ég tók ekki ákvörðun um hvað ég ætlaði að gera fyrr en í stökk upp. Ég stökk upp og þá skaut niður í huga minn hversu klikkað væri að gera alveg eins troðslu og Kobe,“ sagði LeBron James. „Okkar frábæra samfélagsmiðla lið setti þetta saman og ég hugsaði: Þetta er virkilega, virkilega gott hjá þeim,“ sagði James. Það hafa fleiri en 25 milljónir manna horft á myndbandið á Twitter-reikningi Los Angeles Lakers og það er því óhætt að segja að þetta samanburðarmyndband hafi slegið í gegn. “Kobe is in all of us right now.”@KingJames shares his thoughts on his identical dunk with Kobe Bryant. pic.twitter.com/KfB97eWX3q— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 9, 2020 LeBron James rifjaði líka upp gamla körfuboltamynd í viðtölum eftir næsta leik á eftir þegar myndbandið var farið á flug á netmiðlum. „Hefur þú séð myndina „The 6th Man,“ spurði LeBron James og bætti við: „Kobe kom niður, fór inn í líkamann minn og gaf mér þessa troðslu í hraðaupphlaupinu,“ sagði LeBron James. Körfuboltamyndin „The 6th Man“ eða „Sjötti maðurinn“ er frá árinu 1997 og var með þá Marlon Wayans og Kadeem Hardison í aðalhlutverkum. Persóna Hardison, Antoine Tyler, deyr eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik en snýr aftur til jarðar til þess að hjálpa bróður hans, Kenny Tyler, leikinn af Wayans og liði þeirra.
NBA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira