Matthew A. Cherry, fyrrverandi útherji í NFL-deildinni, tileinkaði Kobe Bryant Óskarsverðlaunin sem hann fékk í nótt.
Cherry hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu teiknuðu stuttmyndina, Hair Love.
Kobe fékk Óskarinn í sama flokki fyrir myndina Dear Basketball fyrir tveimur árum.
Í þakkarræðu sinni í nótt tileinkaði Cherry Kobe Óskarsverðlaunin sín. Kobe lést í þyrluslysi 26. janúar síðastliðinn.
Cherry var á mála hjá nokkrum liðum í NFL en hætti 2007. Hann flutti síðan til Los Angeles og hellti sér út í kvikmyndagerð.
Hair Love má sjá hér fyrir neðan.