Jón Gerald þarf að greiða þrotabúinu tæpar tólf milljónir Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 23:07 Frá Landsrétti. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms Reykjaness að rifta skuli þremur greiðslum sem lágvöruverslunin Kostur greiddi Nordica Inc. eftir kröfu um gjaldþrotaskipti. Upphæðin nemur tæplega 12 milljónum króna. Krafa um gjaldþrotaskipti barst héraðsdómi Reykjaness þann 20. desember árið 2017 en fyrsta greiðsla var innt af hendi þann 10. janúar árið 2018 og þær seinni þann tveimur dögum síðar. Jón Gerald Sullenberger, aðaleigandi Kosts, var jafnframt eigandi Nordica Inc. ásamt eiginkonu sinni.Sjá einnig: Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Við skýrslutöku hjá skiptastjóra voru greiðslurnar bornar undir Jón Gerald. Sagði hann þær vera vegna gámasendinga þar sem Kostur hefði keypt vörur í gegnum Nordica Inc. og þær hafi síðan verið fluttar til Íslands. Í niðurstöðu héraðsdóms sagði að þegar litið væri til gagna málsins hafi verið ljóst að félagið hafi verið ógjaldfært þegar umræddar greiðslur voru inntar af hendi og Jóni Gerald og Nordica hafi mátt vera það ljóst. Þá segir í héraðsdómi að óvissa um rekstrarhæfi félagsins hafi komið fram í ársreikningum árið 2016. Staðan gæti haft þær afleiðingar í för með sér að félagið gæti ekki selt eignir sínar og greitt skuldir við eðlileg rekstrarskilyrði. Ári síðar kom í ljós að félagið gat ekki greitt aðflutningsgjöld. Félagið hafi gengist undir greiðsluáætlun um mánaðarlegar afborganir hjá tollstjóra vegna þess. Lýstum kröfum í búið nam 253,3 milljónum króna og forgangskröfur 21,4 milljónir. Félagið hafi átt óverulegar eignir þegar greiðslurnar voru inntar af hendi og skertu því greiðslurnar greiðslugetu félagsins verulega. Þegar litið væri til stöðu félagsins og getu til þess að greiða forgangskröfur gætu greiðslurnar ekki talist venjulegar. Þá var ekki talið að Jón Gerald og Nordica Inc. hefðu sýnt fram á það að þau hafi ekki vitað eða mátt vita að krafa um gjaldþrotaskipti væri komin fram. Var þeim gert að greiða þrotabúinu 11.715.503 krónur sem höfðu verið greiddar til Nordica Inc. sem og málskostnað. Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45 Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00 Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. 27. júní 2018 06:00 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms Reykjaness að rifta skuli þremur greiðslum sem lágvöruverslunin Kostur greiddi Nordica Inc. eftir kröfu um gjaldþrotaskipti. Upphæðin nemur tæplega 12 milljónum króna. Krafa um gjaldþrotaskipti barst héraðsdómi Reykjaness þann 20. desember árið 2017 en fyrsta greiðsla var innt af hendi þann 10. janúar árið 2018 og þær seinni þann tveimur dögum síðar. Jón Gerald Sullenberger, aðaleigandi Kosts, var jafnframt eigandi Nordica Inc. ásamt eiginkonu sinni.Sjá einnig: Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Við skýrslutöku hjá skiptastjóra voru greiðslurnar bornar undir Jón Gerald. Sagði hann þær vera vegna gámasendinga þar sem Kostur hefði keypt vörur í gegnum Nordica Inc. og þær hafi síðan verið fluttar til Íslands. Í niðurstöðu héraðsdóms sagði að þegar litið væri til gagna málsins hafi verið ljóst að félagið hafi verið ógjaldfært þegar umræddar greiðslur voru inntar af hendi og Jóni Gerald og Nordica hafi mátt vera það ljóst. Þá segir í héraðsdómi að óvissa um rekstrarhæfi félagsins hafi komið fram í ársreikningum árið 2016. Staðan gæti haft þær afleiðingar í för með sér að félagið gæti ekki selt eignir sínar og greitt skuldir við eðlileg rekstrarskilyrði. Ári síðar kom í ljós að félagið gat ekki greitt aðflutningsgjöld. Félagið hafi gengist undir greiðsluáætlun um mánaðarlegar afborganir hjá tollstjóra vegna þess. Lýstum kröfum í búið nam 253,3 milljónum króna og forgangskröfur 21,4 milljónir. Félagið hafi átt óverulegar eignir þegar greiðslurnar voru inntar af hendi og skertu því greiðslurnar greiðslugetu félagsins verulega. Þegar litið væri til stöðu félagsins og getu til þess að greiða forgangskröfur gætu greiðslurnar ekki talist venjulegar. Þá var ekki talið að Jón Gerald og Nordica Inc. hefðu sýnt fram á það að þau hafi ekki vitað eða mátt vita að krafa um gjaldþrotaskipti væri komin fram. Var þeim gert að greiða þrotabúinu 11.715.503 krónur sem höfðu verið greiddar til Nordica Inc. sem og málskostnað.
Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45 Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00 Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. 27. júní 2018 06:00 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
„Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45
Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00
Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. 27. júní 2018 06:00
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf