Eyddu upptökum úr klefa Epstein Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 07:27 Bandaríski auðkýfingurinn Jeffrey Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg í fangaklefa sínum í ágúst síðastliðnum. AP Upptökum úr öryggismyndavélum í fangaklefa kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein var eytt fyrir mistök, að sögn saksóknara. Upptökurnar eru taldar hafa sýnt fyrstu sjálfsvígstilraun Epstein, en stjórnendur fangelsins eru sagðir hafa óvart vistað myndbandsupptökur úr öðrum fangaklefa. Epstein, sem hafði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ólögráða stúlkum, reyndi að hengja sig í fangaklefa sínum í júlí síðastliðnum þegar hann beið þess að vera leiddur fyrir dómara. Hann hafði verið ákærður fyrir umfangsmikið mansal, kynlífsþrælkun og misnotkun á tugum stúlkna, sem hann þvertók fyrir. Epstein fannst hálfmeðvitundarlaus í fangaklefa sínum eftir sjálfsvígstilraunina og var hann fluttur í annan fangaklefa þar sem hann var undir sjálfsvígsvakt allan sólarhringinn. Þrátt fyrir að hafa sætt eftirliti lést Epstein í fangaklefa sínum þann 10. ágúst, þegar hann er sagður hafa hengt sig. Réttarmeinafræðingar hafa staðfest þá tilgátu, þó margir efist um niðurstöðu þeirra. Tveir fangaverðir eru sakaðir um að hafa vanrækt að líta með reglubundnum hætti eftir Epstein og hafa þeir verið ákærðir fyrir að hafa falsað gögn til að sýna fram á annað. Stjórnendur fangelsins Metropolitan Correctional Center hafa sætt harðri gagnrýni fyrir meðhöndlun sína á máli Jeffrey Epstein.epa/JUSTIN LANE Umræddar upptökur, sem finnast hvergi, lúta að fyrri sjálfsvígstilrauninni. Saksóknarar í máli Epstein segja að þær upptökur sem til eru frá kvöldinu örlagaríka sýni hins vegar fangaklefa þar sem engan Epstein var að finna. Upptökur úr fangaklefum umrædds fangelsins eru aðeins geymdar í rúman mánuð, nema farið sé fram á annað, og hafa upptökur úr klefa Epstein því ekki verið aðgengilegar frá því í ágúst. Lögmaður annars fanga, sem deildi klefa með Epstein í júlí, fór fram á að fá upptöku úr klefanum afhenta. Hann segir skjólstæðing sinn, fyrrverandi lögreglumanninn Nicholas Tartaglione, hafa reynt að hjálpa Epstein úr snörunni og þannig bjargað lífi hans. Lögmaðurinn telur það eiga að koma til refsiminnkunnar fyrir sinn mann, en Tartiglione þessi er sakaður um að hafa orðið fjórum að bana. Tæknin og samskiptin hafi klikkað Málið þykir hið neyðarlegasta fyrir stjórnendur fangelsins, Metropolitan Correctional Center, sem sætt hafa gagnrýni allt frá því að Epstein var fyrst vistaður þar síðasta sumar. Þeir segja að vandræðin með umræddar upptökur megi rekja til fyrrnefndra tæknivandræða, vitlaus upptaka var vistuð, auk þess sem samskiptaörðugleikar hafi valdið því að enginn yfirfór upptökurnar þegar þeirra naut enn við. Talið var að starfsmaður fangelsins væri þegar búinn að kanna hvort eitthvað eftirtektarvert fyndist á umræddum upptökum, sem myndi réttlæta það að vista þær lengur, en annað hafi komið á daginn. Engar varaupptökur var að vinna, því þeim hafi einnig verið eytt í ágúst síðastliðnum. Þessar vendingar eru til þess eins fallnar að gefa samsæriskenningum um andlát Epstein byr undir báða vængi. Upp hafa sprottið kenningar um að Epstein hafi í raun og veru verið myrtur til þess að hylma yfir með vinum hans; valdamiklum mönnum á borð við Andrés Bretaprins, Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forseta, Donald Trump. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri FBI er talin beina spjótum sínum að einstaklingum sem gætu hafa gert Jeffrey Epstein kleift að fremja glæpi sína. 27. desember 2019 11:57 Verðirnir sem áttu að gæta Epstein fara fyrir dómstóla í apríl Úrskurðað hefur verið að réttarhöldin yfir fangavörðunum Tova Noel og Michael Thomas, muni hefjast 20.apríl næstkomandi í New York. 25. nóvember 2019 19:53 Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Upptökum úr öryggismyndavélum í fangaklefa kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein var eytt fyrir mistök, að sögn saksóknara. Upptökurnar eru taldar hafa sýnt fyrstu sjálfsvígstilraun Epstein, en stjórnendur fangelsins eru sagðir hafa óvart vistað myndbandsupptökur úr öðrum fangaklefa. Epstein, sem hafði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ólögráða stúlkum, reyndi að hengja sig í fangaklefa sínum í júlí síðastliðnum þegar hann beið þess að vera leiddur fyrir dómara. Hann hafði verið ákærður fyrir umfangsmikið mansal, kynlífsþrælkun og misnotkun á tugum stúlkna, sem hann þvertók fyrir. Epstein fannst hálfmeðvitundarlaus í fangaklefa sínum eftir sjálfsvígstilraunina og var hann fluttur í annan fangaklefa þar sem hann var undir sjálfsvígsvakt allan sólarhringinn. Þrátt fyrir að hafa sætt eftirliti lést Epstein í fangaklefa sínum þann 10. ágúst, þegar hann er sagður hafa hengt sig. Réttarmeinafræðingar hafa staðfest þá tilgátu, þó margir efist um niðurstöðu þeirra. Tveir fangaverðir eru sakaðir um að hafa vanrækt að líta með reglubundnum hætti eftir Epstein og hafa þeir verið ákærðir fyrir að hafa falsað gögn til að sýna fram á annað. Stjórnendur fangelsins Metropolitan Correctional Center hafa sætt harðri gagnrýni fyrir meðhöndlun sína á máli Jeffrey Epstein.epa/JUSTIN LANE Umræddar upptökur, sem finnast hvergi, lúta að fyrri sjálfsvígstilrauninni. Saksóknarar í máli Epstein segja að þær upptökur sem til eru frá kvöldinu örlagaríka sýni hins vegar fangaklefa þar sem engan Epstein var að finna. Upptökur úr fangaklefum umrædds fangelsins eru aðeins geymdar í rúman mánuð, nema farið sé fram á annað, og hafa upptökur úr klefa Epstein því ekki verið aðgengilegar frá því í ágúst. Lögmaður annars fanga, sem deildi klefa með Epstein í júlí, fór fram á að fá upptöku úr klefanum afhenta. Hann segir skjólstæðing sinn, fyrrverandi lögreglumanninn Nicholas Tartaglione, hafa reynt að hjálpa Epstein úr snörunni og þannig bjargað lífi hans. Lögmaðurinn telur það eiga að koma til refsiminnkunnar fyrir sinn mann, en Tartiglione þessi er sakaður um að hafa orðið fjórum að bana. Tæknin og samskiptin hafi klikkað Málið þykir hið neyðarlegasta fyrir stjórnendur fangelsins, Metropolitan Correctional Center, sem sætt hafa gagnrýni allt frá því að Epstein var fyrst vistaður þar síðasta sumar. Þeir segja að vandræðin með umræddar upptökur megi rekja til fyrrnefndra tæknivandræða, vitlaus upptaka var vistuð, auk þess sem samskiptaörðugleikar hafi valdið því að enginn yfirfór upptökurnar þegar þeirra naut enn við. Talið var að starfsmaður fangelsins væri þegar búinn að kanna hvort eitthvað eftirtektarvert fyndist á umræddum upptökum, sem myndi réttlæta það að vista þær lengur, en annað hafi komið á daginn. Engar varaupptökur var að vinna, því þeim hafi einnig verið eytt í ágúst síðastliðnum. Þessar vendingar eru til þess eins fallnar að gefa samsæriskenningum um andlát Epstein byr undir báða vængi. Upp hafa sprottið kenningar um að Epstein hafi í raun og veru verið myrtur til þess að hylma yfir með vinum hans; valdamiklum mönnum á borð við Andrés Bretaprins, Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forseta, Donald Trump.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri FBI er talin beina spjótum sínum að einstaklingum sem gætu hafa gert Jeffrey Epstein kleift að fremja glæpi sína. 27. desember 2019 11:57 Verðirnir sem áttu að gæta Epstein fara fyrir dómstóla í apríl Úrskurðað hefur verið að réttarhöldin yfir fangavörðunum Tova Noel og Michael Thomas, muni hefjast 20.apríl næstkomandi í New York. 25. nóvember 2019 19:53 Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri FBI er talin beina spjótum sínum að einstaklingum sem gætu hafa gert Jeffrey Epstein kleift að fremja glæpi sína. 27. desember 2019 11:57
Verðirnir sem áttu að gæta Epstein fara fyrir dómstóla í apríl Úrskurðað hefur verið að réttarhöldin yfir fangavörðunum Tova Noel og Michael Thomas, muni hefjast 20.apríl næstkomandi í New York. 25. nóvember 2019 19:53
Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56