Viðskipti erlent

Ry­anair: Um 40 prósent af á­ætluðum ferðum í júlí

Atli Ísleifsson skrifar
Nokkrar vélar Ryanair á Stansted flugvelli í London.
Nokkrar vélar Ryanair á Stansted flugvelli í London. EPA

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur staðfest að það ætli að hefja starfssemi þann 1. júlí næstkomandi en að einungis verði farnar um fjörutíu prósent af áætluðum ferðum í mánuðinum.

Þá verði nýjar reglur kynntar þar sem farþegum verður gert skylt að bera andlitsgrímur og þá þarf að biðja sérstaklega um leyfi til að fara á klósettið.

Flugfélagið, sem er stærsta lággjaldafélag Evrópu mun frá júlímánuði fljúga um þúsund ferðir daglega en undanfarið hafa ferðirnar verið um þrjátíu talsins.

Reiknað er með að félaginu takist að fljúga til um 90 prósenta áfangastaða sinna, en að tíðni ferða verði þó mun minni en áætlað hafði verið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×