Fótbolti

Bochum vill kaupa hinn asíska Wayne Rooney

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tae-Se þurrkar hér tárin eftir þjóðsönginn.
Tae-Se þurrkar hér tárin eftir þjóðsönginn.
Tilfinningaríki Kóreubúinn Tae-Se, sem er oft kallaður hinn asíski Wayne Rooney, hefur vakið mikla athygli á HM. Ekki bara fyrir að skæla í þjóðsöngnum heldur einnig fyrir vaska frammistöðu á vellinum.

Þýska félagið Bochum er sagt vilja kaupa Tae-Se sem spilar með japanska liðinu Kawasaki Frontale.

Kóreubúinn er sjálfur sagður vera spenntur fyrir því að reyna sig í evrópska boltanum en ekki er víst að hann sé til í að fara í neðri deild í Þýskalandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×