Innlent

John Snorri hættur við að klífa K2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hópur Johns Snorra í tjaldi í grunnbúðum K2.
Hópur Johns Snorra í tjaldi í grunnbúðum K2. John Snorri/Facebook

Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og teymi hans er hætt við að klífa K2-fjallið, næsthæsta tind heims.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu John Snorra þar sem segir að tveir meðlimir hóps John Snorra, einn frá Nepal og annar frá Kína, hafi ekki treyst sér til þess að halda áfram sökum persónulega aðstæðna.

Tæp vika er síðan John Snorri komst í grunnbúðir K2 en hann ætlaði sér að verða fyrsti maðurinn til þess að klífa K2 að vetrarlagi.

Í færslunni segir John Snorri að til þess að klífa K2 að vetrarlagi þurfi allir meðlimir hópsins að vera algjörlega reiðubúnir, bæði andlega og líkamlega, til þess að takast á við áskorunina.

Í ljósi þess að tveir meðlimir hópsins hafi ekki talið sig fyllilega reiðubúnir til að klífa fjallið hafi hópurinn tekið þá sameiginlega ákvörðun að hætta við að klífa tindinn.

„Við þökkum fyrir stuðninginn undanfarna mánuði og látum ykkur vita hvað við munum gera í framtíðinni.“


Tengdar fréttir

John Snorri lagður af stað úr grunnbúðum K2

Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson og gönguhópur hans héldu í nótt úr grunnbúðum fjallsins K2. John Snorri stefnir á að verða fyrsti maðurinn til að klífa tind fjallsins að vetrarlagi.

Hyggst ganga á K2 að vetri til

John Snorri Sigurjónsson kleif nýverið eitt hæsta fjall heims, Manaslu í Nepal, aðeins annar Íslendinga. John segir tilfinninguna á toppnum frábæra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×