Fótbolti

Marchetti: Ég er massaðri en Buffon

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Federico Marchetti.
Federico Marchetti. Nordic Photos/AFP
Ítalir verða án markvarðarins Gianluigi Buffon í næsta leik þar sem hann er meiddur. Í stað hans mun Federico Marchetti standa á milli stanganna en hann er ekki öfundsverður að þurfa að fylla skarð hins magnaða Buffon.

Marchetti viðurkennir það líka fúslega að það sé mikill munur á honum og Buffon.

"Við eigum fátt sameiginlegt. Hann er fljótari í hreyfingum sem og að bregðast við aðstæðum. Ég er aftur á móti massaðri og með meiri sprengikraft. Mitt mat er samt að hugrekki og styrkur séu undirstaða árangurs," sagði Marchetti.

Marchetti hefur ekki áður tekið þátt í stórum leikjum eins og á HM enda spilað með miðlungsliðum.

"Leið mín hingað hefur verið torsótt. Mér hefur mistekist á tveimur stöðum en það hefur allt breyst. Ég er í landsliðshópnum af því ég hef hæfileika. Ég hef trú á mér og trúi því að félagar mínir beri traust til mín," sagði Marchetti sem leikur með Cagliari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×