Fótbolti

Rooney ætlar að blómstra gegn Alsír

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Wayne Rooney var ekki sáttur með eigin frammistöðu í leiknum gegn Bandaríkjunum á HM. Hann er afar einbeittur fyrir leikinn gegn Alsír þar sem hann segist ætla að skína á stóra sviðinu.

"Þessi leikur er frábært tækifæri fyrir mig til þess að sanna mig á móti þeirra bestu í heiminum. Ég veit hvað Maradona og Pelé gerðu. Þeir unnu HM nánast upp á eigin spýtur. Ef ég næ að afreka helminginn af því sem þeir gerðu þá verð ég kátur," sagði Rooney.

"Það verður að viðurkennast að það hefur aðeins komið í bakið á mér að hafa spilað snemma eftir meiðslin gegn FC Bayern í Meistaradeildinni. Ég var ekki alveg sami leikmaðurinn eftir það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×