Tískusveiflur ráða fíkniefnaneyslunni Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 11. apríl 2015 13:00 Aldís Hilmarsdóttir segir tískusveiflur í neyslu geta ráðið því hversu lítið er haldlagt af sterkum fíkniefnum eftir hrun. Fréttablaðið/Heiða Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir erfitt að svara til um það hvers vegna minna er tekið af amfetamíni og kókaíni nú en síðustu ár. Fréttablaðið hefur síðustu daga greint frá því að minna er tekið af sterkum fíkniefnum en áður hefur þekkst. „Þegar tölur eru skoðaðar yfir lengri tíma má sjá að almennt eru miklar sveiflur í því magni efna sem tekið er á hverjum tíma. Þarna hafa tískusveiflur nokkur áhrif en einnig áherslur í löggæslu á hverjum tíma. Þannig er alla jafna minna tekið af efnum ef áhersla er lögð á svokölluð götumál en ef áherslan er meiri á innflutning, eða framleiðslu fíkniefna.“ Aðspurð hvort minna haldlagt efni þýði að efnin séu framleidd hér heima segir hún það ekki þurfa að vera svo. „Ekkert endilega, þar sem áhersla er einnig á að finna framleiðslu jafnt sem innflutning. Vera má hins vegar að tískusveiflur í átt til aukinnar kannabisneyslu hafi aukið á framleiðslu þessara efna hér á landi á sama tíma og erfiðara varð að fjármagna efni erlendis frá.“ Á sama tíma og minna er tekið af harðari fíkniefnum er þeim mun meira tekið af marijúana og kannabis. Aldís segir ekki ólíklegt að neyslan hér á landi sé að aukast líkt og í Evrópu. „Fram hefur komið hjá Europol að kannabisneysla er almennt að aukast í Evrópu og ekki ólíklegt að slíkt hið sama eigi við hér á landi. Erfitt er hins vegar að meta þetta út frá gögnum.“ Áhrif stórra mála eru gríðarleg á haldlagningartölur og þar af leiðandi eru sveiflur miklar og því erftt að túlka gögn til skemmri tíma að sögn Aldísar. Nú er í gangi viðamikil rannsókn sem hún vill lítið gefa uppi um, en á dögunum lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á tæpt kíló af sterkum fíkniefnum í umfangsmiklum aðgerðum. Um var að ræða um 650 grömm af amfetamíni og 250 grömm af ecstasy (MDMA). Leitað var í fimm húsum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins, en auk fíkniefna var lagt hald á fjármuni sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Þá tók lögreglan einnig í sína vörslu riffil með hljóðdeyfi, en vopnið fannst í fyrrnefndum aðgerðum. Tveir karlar, annar á fertugsaldri og hinn á fimmtugsaldri, voru handteknir í þágu rannsóknarinnar, en þeir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Við aðgerðirnar naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og fíkniefnaleitarhunds frá tollinum. Rannsókn málsins hefur staðið yfir í nokkurn tíma og er henni ekki lokið. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir erfitt að svara til um það hvers vegna minna er tekið af amfetamíni og kókaíni nú en síðustu ár. Fréttablaðið hefur síðustu daga greint frá því að minna er tekið af sterkum fíkniefnum en áður hefur þekkst. „Þegar tölur eru skoðaðar yfir lengri tíma má sjá að almennt eru miklar sveiflur í því magni efna sem tekið er á hverjum tíma. Þarna hafa tískusveiflur nokkur áhrif en einnig áherslur í löggæslu á hverjum tíma. Þannig er alla jafna minna tekið af efnum ef áhersla er lögð á svokölluð götumál en ef áherslan er meiri á innflutning, eða framleiðslu fíkniefna.“ Aðspurð hvort minna haldlagt efni þýði að efnin séu framleidd hér heima segir hún það ekki þurfa að vera svo. „Ekkert endilega, þar sem áhersla er einnig á að finna framleiðslu jafnt sem innflutning. Vera má hins vegar að tískusveiflur í átt til aukinnar kannabisneyslu hafi aukið á framleiðslu þessara efna hér á landi á sama tíma og erfiðara varð að fjármagna efni erlendis frá.“ Á sama tíma og minna er tekið af harðari fíkniefnum er þeim mun meira tekið af marijúana og kannabis. Aldís segir ekki ólíklegt að neyslan hér á landi sé að aukast líkt og í Evrópu. „Fram hefur komið hjá Europol að kannabisneysla er almennt að aukast í Evrópu og ekki ólíklegt að slíkt hið sama eigi við hér á landi. Erfitt er hins vegar að meta þetta út frá gögnum.“ Áhrif stórra mála eru gríðarleg á haldlagningartölur og þar af leiðandi eru sveiflur miklar og því erftt að túlka gögn til skemmri tíma að sögn Aldísar. Nú er í gangi viðamikil rannsókn sem hún vill lítið gefa uppi um, en á dögunum lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á tæpt kíló af sterkum fíkniefnum í umfangsmiklum aðgerðum. Um var að ræða um 650 grömm af amfetamíni og 250 grömm af ecstasy (MDMA). Leitað var í fimm húsum á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins, en auk fíkniefna var lagt hald á fjármuni sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Þá tók lögreglan einnig í sína vörslu riffil með hljóðdeyfi, en vopnið fannst í fyrrnefndum aðgerðum. Tveir karlar, annar á fertugsaldri og hinn á fimmtugsaldri, voru handteknir í þágu rannsóknarinnar, en þeir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Við aðgerðirnar naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og fíkniefnaleitarhunds frá tollinum. Rannsókn málsins hefur staðið yfir í nokkurn tíma og er henni ekki lokið.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira