Innlent

Geir Haarde velkomið að birta gögn á vefnum

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Mál hans verður þingfest í næstu viku.
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Mál hans verður þingfest í næstu viku. Mynd/Anton Brink
Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er meira en velkomið að að birta athugasemdir og viðbætur við vefsíðu saksóknara Alþingis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknari Alþingis, en vefsíða saksóknarans hefur verið gagnrýnd, m.a. af verjenda Geirs.

Geir er ákærður fyrir brot framin af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi sem forsætisráðherra. Málið verður þingfest í næstu viku. Heimasíðu saksóknara Alþingis er ætlað að gefa yfirsýn yfir landsdómsmálið á hendur Geir.

„Í tilefni af umfjöllun um vefsíðu saksóknara Alþingis, sakal.is, skal tekið fram, að frá upphafi starfs saksóknara Alþingis var að því stefnt að opna vefsíðu um Landsdómsmálið til að almenningur og fjölmiðlafólk gæti aflað sér upplýsinga á einum stað um þetta mál, sem á sér ekkert fordæmi í réttarsögunni. Saksóknari Alþingis fer með málið af hálfu þingsins og því er eðlilegt að verkefni sem þetta sé á hans könnu,“ segir Sigríður.

Þá segir hún að Andra Árnasyni, verjanda Geirs, hafi verið var gefinn kostur á að koma með athugasemdir og viðbætur við vefsíðuna og að honum sé meira en velkomið að fá þar birt gögn sem málið varðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×