Sigmundur bregst illa við gagnrýni háskólafólks Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2016 14:31 Sigmundur Davíð tekur gagnrýni háskólafólks afar illa og vill leggja hana svo upp að háskólamenn vilji fyrst og síðast fjármagn frá landsbyggðinni og á Melana. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur brugðist harkalega við gagnrýni ýmissa háskólamanna, þeirri sem Vísir greindi frá fyrr í dag.Sjá nánar hér. Sigmundur Davíð skrifar harða ádrepu á Facebooksíðu sína og leggur mál sitt upp þannig að gagnrýni háskólamannanna, sem forsætisráðherra segir „ofsafengin“, snúist um að fé sé fært til höfuðborgarsvæðisins, á Melana og í 101. „Það væri vart hægt að finna betri áminningu um mikilvægi þess að standa vörð um menntun á landsbyggðinni en þessi viðhorf og ofsafengnu viðbrögð við einfaldri ábendingu um mikilvægi þess að efla menntun um allt land. Viðhorfið virðist vera það að landsbyggðarfólk eigi bara að sjá um að veiða fisk og skila svo tekjunum í tvö póstnúmer í Reykjavík,“ segir Sigmundur Davíð og ætlar greinilega ekki að láta akademíuna eiga neitt inni hjá sér. Forsætisráðherra hamrar á því í sínum til þess að gera stutta pistli, að málið snúist fyrst og síðast um ágreining milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. „Það er fráleitt að stilla málum þannig upp að allt það fjármagn sem sett er í menntastofnanir eða aðra innviði á landsbyggðinni sé tekið af þeim sem starfa í 101 Reykjavík. Uppbygging á landsbyggðinni gagnast Reykjavík og öfugt. Ísland er eitt land og það er stærra en Melarnir í Vesturbænum.“ Í pistli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem birtist í heild sinni hér neðar, talar hann um „Facebookskrif“, „fyrrverandi ráðherra“, en Sigmundur Davíð nefnir Gylfa Magnússon ekki á nafn, og segir þá kalla sig „akademíun“ en það sé að mati „fyrirsagnahöfundar“ sem er þá líkast til blaðamaður Vísis.Pistillinn í heild„Fyrrverandi ráðherra síðustu ríkisstjórnar og fáeinir samherjar hans (sem vilja þó líklega allir láta kalla sig óháða sérfræðinga) hafa brugðist illa við því að ég, og margir aðrir, bentum á að mikilvægt væri að veita fjármagni í menntastofnanir um allt land.Facebookskrif fjórmenninganna hafa orðið tilefni a.m.k. tveggja frétta. Í annarri þeirra var fullyrt að ummælin hefðu fallið í grýttan jarðveg og var þá væntanlega verið að vísa í jarðveginn á Melunum í Vesturbæ Reykjavíkur. Í hinni var fullyrt að þeir félagar (eða Akademían eins og þeir kalla sig að mati fyrirsagnarhöfundar) væru æfir.Eins og menn geta rifjað upp hér á síðunni benti ég á að ef menntastofnanir á landsbyggðinni muni ekki treysta sér í sameiningar eða samstarf við HÍ muni þurfa að veita fjármagni til þeirra á eigin forsendum fremur en að ríkið setji slíkt samstarf sem skilyrði fyrir fjárveitingum. Þetta mætti kalla að benda á hið augljósa.Það nægði þó ráðherranum fyrrverandi og þremur facebook vinum hans til að verða „æfir“, svo vitnað sé í fréttina, og senda frá sér furðulegar yfirlýsingar á borð við að þetta fæli í sér hótanir í garð HÍ og minnti á stjórnarfar í alræðisríkjum!Ef starfsemi er færð af landsbyggðinni til Reykjavíkur er það kallað eðlileg eða óhjákvæmileg þróun. Ef stutt er við starfsemi á landsbyggðinni kallast það alræðistilburðir.Það væri vart hægt að finna betri áminningu um mikilvægi þess að standa vörð um menntun á landsbyggðinni en þessi viðhorf og ofsafengnu viðbrögð við einfaldri ábendingu um mikilvægi þess að efla menntun um allt land. Viðhorfið virðist vera það að landsbyggðarfólk eigi bara að sjá um að veiða fisk og skila svo tekjunum í tvö póstnúmer í Reykjavík.Ríkisstjórnin hefur stutt við bakið á HÍ og einnig aukið framlög til vísinda og rannsóknarstarfa meira en dæmi eru um. Yfirgnæfandi hluti þeirra framlaga hefur farið á höfuðborgarsvæðið. Við munum áfram styðja við Háskóla Íslands og aðrar menntastofnanir í Reykjavík. En það veitir ekki af því að styðja líka við bakið á menntun utan höfuðborgarinnar og ég vona að það raski ekki ró fjórmenninganna í „Akademíunni“ enn frekar ef ég bendi á að það sama á við um heilbrigðismál, samgöngumál, stjórnsýslu og jafnvel fleira.Það er fráleitt að stilla málum þannig upp að allt það fjármagn sem sett er í menntastofnanir eða aðra innviði á landsbyggðinni sé tekið af þeim sem starfa í 101 Reykjavík. Uppbygging á landsbyggðinni gagnast Reykjavík og öfugt. Ísland er eitt land og það er stærra en Melarnir í Vesturbænum.“Fyrrverandi ráðherra síðustu ríkisstjórnar og fáeinir samherjar hans (sem vilja þó líklega allir láta kalla sig óháða sé...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 22. febrúar 2016 Tengdar fréttir Akademían er æf vegna orða Sigmundar Davíðs Forsætisráðherra er sakaður um hótanir og lýðskrum í ummælum um skólastarf við Laugarvatn. 22. febrúar 2016 11:13 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur brugðist harkalega við gagnrýni ýmissa háskólamanna, þeirri sem Vísir greindi frá fyrr í dag.Sjá nánar hér. Sigmundur Davíð skrifar harða ádrepu á Facebooksíðu sína og leggur mál sitt upp þannig að gagnrýni háskólamannanna, sem forsætisráðherra segir „ofsafengin“, snúist um að fé sé fært til höfuðborgarsvæðisins, á Melana og í 101. „Það væri vart hægt að finna betri áminningu um mikilvægi þess að standa vörð um menntun á landsbyggðinni en þessi viðhorf og ofsafengnu viðbrögð við einfaldri ábendingu um mikilvægi þess að efla menntun um allt land. Viðhorfið virðist vera það að landsbyggðarfólk eigi bara að sjá um að veiða fisk og skila svo tekjunum í tvö póstnúmer í Reykjavík,“ segir Sigmundur Davíð og ætlar greinilega ekki að láta akademíuna eiga neitt inni hjá sér. Forsætisráðherra hamrar á því í sínum til þess að gera stutta pistli, að málið snúist fyrst og síðast um ágreining milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. „Það er fráleitt að stilla málum þannig upp að allt það fjármagn sem sett er í menntastofnanir eða aðra innviði á landsbyggðinni sé tekið af þeim sem starfa í 101 Reykjavík. Uppbygging á landsbyggðinni gagnast Reykjavík og öfugt. Ísland er eitt land og það er stærra en Melarnir í Vesturbænum.“ Í pistli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem birtist í heild sinni hér neðar, talar hann um „Facebookskrif“, „fyrrverandi ráðherra“, en Sigmundur Davíð nefnir Gylfa Magnússon ekki á nafn, og segir þá kalla sig „akademíun“ en það sé að mati „fyrirsagnahöfundar“ sem er þá líkast til blaðamaður Vísis.Pistillinn í heild„Fyrrverandi ráðherra síðustu ríkisstjórnar og fáeinir samherjar hans (sem vilja þó líklega allir láta kalla sig óháða sérfræðinga) hafa brugðist illa við því að ég, og margir aðrir, bentum á að mikilvægt væri að veita fjármagni í menntastofnanir um allt land.Facebookskrif fjórmenninganna hafa orðið tilefni a.m.k. tveggja frétta. Í annarri þeirra var fullyrt að ummælin hefðu fallið í grýttan jarðveg og var þá væntanlega verið að vísa í jarðveginn á Melunum í Vesturbæ Reykjavíkur. Í hinni var fullyrt að þeir félagar (eða Akademían eins og þeir kalla sig að mati fyrirsagnarhöfundar) væru æfir.Eins og menn geta rifjað upp hér á síðunni benti ég á að ef menntastofnanir á landsbyggðinni muni ekki treysta sér í sameiningar eða samstarf við HÍ muni þurfa að veita fjármagni til þeirra á eigin forsendum fremur en að ríkið setji slíkt samstarf sem skilyrði fyrir fjárveitingum. Þetta mætti kalla að benda á hið augljósa.Það nægði þó ráðherranum fyrrverandi og þremur facebook vinum hans til að verða „æfir“, svo vitnað sé í fréttina, og senda frá sér furðulegar yfirlýsingar á borð við að þetta fæli í sér hótanir í garð HÍ og minnti á stjórnarfar í alræðisríkjum!Ef starfsemi er færð af landsbyggðinni til Reykjavíkur er það kallað eðlileg eða óhjákvæmileg þróun. Ef stutt er við starfsemi á landsbyggðinni kallast það alræðistilburðir.Það væri vart hægt að finna betri áminningu um mikilvægi þess að standa vörð um menntun á landsbyggðinni en þessi viðhorf og ofsafengnu viðbrögð við einfaldri ábendingu um mikilvægi þess að efla menntun um allt land. Viðhorfið virðist vera það að landsbyggðarfólk eigi bara að sjá um að veiða fisk og skila svo tekjunum í tvö póstnúmer í Reykjavík.Ríkisstjórnin hefur stutt við bakið á HÍ og einnig aukið framlög til vísinda og rannsóknarstarfa meira en dæmi eru um. Yfirgnæfandi hluti þeirra framlaga hefur farið á höfuðborgarsvæðið. Við munum áfram styðja við Háskóla Íslands og aðrar menntastofnanir í Reykjavík. En það veitir ekki af því að styðja líka við bakið á menntun utan höfuðborgarinnar og ég vona að það raski ekki ró fjórmenninganna í „Akademíunni“ enn frekar ef ég bendi á að það sama á við um heilbrigðismál, samgöngumál, stjórnsýslu og jafnvel fleira.Það er fráleitt að stilla málum þannig upp að allt það fjármagn sem sett er í menntastofnanir eða aðra innviði á landsbyggðinni sé tekið af þeim sem starfa í 101 Reykjavík. Uppbygging á landsbyggðinni gagnast Reykjavík og öfugt. Ísland er eitt land og það er stærra en Melarnir í Vesturbænum.“Fyrrverandi ráðherra síðustu ríkisstjórnar og fáeinir samherjar hans (sem vilja þó líklega allir láta kalla sig óháða sé...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 22. febrúar 2016
Tengdar fréttir Akademían er æf vegna orða Sigmundar Davíðs Forsætisráðherra er sakaður um hótanir og lýðskrum í ummælum um skólastarf við Laugarvatn. 22. febrúar 2016 11:13 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Akademían er æf vegna orða Sigmundar Davíðs Forsætisráðherra er sakaður um hótanir og lýðskrum í ummælum um skólastarf við Laugarvatn. 22. febrúar 2016 11:13