Öryggismál Uber undir kastljósinu eftir að bílstjóri skaut sex manns til bana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2016 23:37 Jason Dalton. vísir/getty Öryggismál leigubílaþjónustunnar Uber eru enn einu sinni undir kastljósi fjölmiðla eftir að bílstjóri sem keyrði undir merkjum Uber skaut sex til bana og særði tvo í borginni Kalamazoo í Michigan í Bandaríkjunum um helgina. Bílstjórinn, Jason Dalton, sótti og skilaði af sér farþegum á laugardag en þar sem hann keyrði um borgina skaut hann fólk af handahófi að því er virðist vera. Hann var handtekinn um helgina. Skotárásin hefur ýtt undir umræðu í Bandaríkjunum um hversu örugg þjónusta Uber er en fyrirtækið berst nú gegn því að þurfa að láta bílstjóra sína fara í gegnum bakgrunnsskoðun sem bandarísk yfirvöld framkvæma. Fyrirtækið gerir sjálft sína eigin skoðun á bakgrunni þeirra sem vilja keyra fyrir það en skoðunin er að margra mati ófullnægjandi. Til að mynda hittir enginn fulltrúi Uber bílstjórana áður en þeir byrja að keyra. Nýlega gekkst svo fyrirtækið undir sátt í San Fransisco í kjölfar þess að höfðað mál gegn því þar sem það hafði logið að viðskiptavinum sínum um hvernig öryggismálum væri háttað. Þá komu upp nokkur mál í Texas fyrr í vetur þar sem nokkrir Uber-bílstjórar voru sakaðir um að hafa kynferðislega áreitt konur sem þeir voru að keyra. Dalton var ekki með neinn sakaferil þar til á laugardaginn þegar hann hóf að skjóta fólk til bana. Talsmaður herferðar sem berst fyrir auknu öryggi á leigubílamarkaðnum segir að þrátt fyrir það hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir að hann færi að keyra fyrir Uber, til að mynda ef einhver hefði hitt áður en hann tæki til starfa. Uber sendi frá yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kalamazoo. Í henni segir að fyrirtækið harmi málið og það sé að gera allt sem það getur til að aðstoða lögregluna við rannsókn þess. Tengdar fréttir Sex látnir eftir enn eina skotárásina í Bandaríkjunum Svo virðist sem að árárásmaðurinn hafi keyrt á milli og skotið fólk af handahófi. 21. febrúar 2016 08:45 Þingmaður Framsóknarflokksins vill leigubílakerfið Uber til Íslands Haraldur Einarsson vill samgöngukerfi sem byggir á rafmagnsbílum, sjálfkeyrandi bílum og leigubílakerfinu Uber. 30. júní 2015 12:11 Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Leigubílstjórar í London stöðvuðu umferð til að mótmæla Uber Þúsundir leigubíla var lagt á götum í kringum breska þinghúsið og heimili forsætisráðherrans í um hálfa aðra klukkustund í dag. 10. febrúar 2016 23:43 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Öryggismál leigubílaþjónustunnar Uber eru enn einu sinni undir kastljósi fjölmiðla eftir að bílstjóri sem keyrði undir merkjum Uber skaut sex til bana og særði tvo í borginni Kalamazoo í Michigan í Bandaríkjunum um helgina. Bílstjórinn, Jason Dalton, sótti og skilaði af sér farþegum á laugardag en þar sem hann keyrði um borgina skaut hann fólk af handahófi að því er virðist vera. Hann var handtekinn um helgina. Skotárásin hefur ýtt undir umræðu í Bandaríkjunum um hversu örugg þjónusta Uber er en fyrirtækið berst nú gegn því að þurfa að láta bílstjóra sína fara í gegnum bakgrunnsskoðun sem bandarísk yfirvöld framkvæma. Fyrirtækið gerir sjálft sína eigin skoðun á bakgrunni þeirra sem vilja keyra fyrir það en skoðunin er að margra mati ófullnægjandi. Til að mynda hittir enginn fulltrúi Uber bílstjórana áður en þeir byrja að keyra. Nýlega gekkst svo fyrirtækið undir sátt í San Fransisco í kjölfar þess að höfðað mál gegn því þar sem það hafði logið að viðskiptavinum sínum um hvernig öryggismálum væri háttað. Þá komu upp nokkur mál í Texas fyrr í vetur þar sem nokkrir Uber-bílstjórar voru sakaðir um að hafa kynferðislega áreitt konur sem þeir voru að keyra. Dalton var ekki með neinn sakaferil þar til á laugardaginn þegar hann hóf að skjóta fólk til bana. Talsmaður herferðar sem berst fyrir auknu öryggi á leigubílamarkaðnum segir að þrátt fyrir það hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir að hann færi að keyra fyrir Uber, til að mynda ef einhver hefði hitt áður en hann tæki til starfa. Uber sendi frá yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kalamazoo. Í henni segir að fyrirtækið harmi málið og það sé að gera allt sem það getur til að aðstoða lögregluna við rannsókn þess.
Tengdar fréttir Sex látnir eftir enn eina skotárásina í Bandaríkjunum Svo virðist sem að árárásmaðurinn hafi keyrt á milli og skotið fólk af handahófi. 21. febrúar 2016 08:45 Þingmaður Framsóknarflokksins vill leigubílakerfið Uber til Íslands Haraldur Einarsson vill samgöngukerfi sem byggir á rafmagnsbílum, sjálfkeyrandi bílum og leigubílakerfinu Uber. 30. júní 2015 12:11 Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Leigubílstjórar í London stöðvuðu umferð til að mótmæla Uber Þúsundir leigubíla var lagt á götum í kringum breska þinghúsið og heimili forsætisráðherrans í um hálfa aðra klukkustund í dag. 10. febrúar 2016 23:43 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Sex látnir eftir enn eina skotárásina í Bandaríkjunum Svo virðist sem að árárásmaðurinn hafi keyrt á milli og skotið fólk af handahófi. 21. febrúar 2016 08:45
Þingmaður Framsóknarflokksins vill leigubílakerfið Uber til Íslands Haraldur Einarsson vill samgöngukerfi sem byggir á rafmagnsbílum, sjálfkeyrandi bílum og leigubílakerfinu Uber. 30. júní 2015 12:11
Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45
Leigubílstjórar í London stöðvuðu umferð til að mótmæla Uber Þúsundir leigubíla var lagt á götum í kringum breska þinghúsið og heimili forsætisráðherrans í um hálfa aðra klukkustund í dag. 10. febrúar 2016 23:43
Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32