Höfum áhuga á siðferði á krísutímum en nú er viðskiptasiðferði mælanlegt Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. maí 2020 13:00 Þröstur Olaf Sigurjónsson prófessor segir viðhorf atvinnulífsins til viðskiptasiðferðis ábyrgari en áður. Góðir stjórnarhættir er eitt þeirra atriða sem skipta þar máli. Vísir/Vilhelm „Við vitum með vissu að viðhorf atvinnulífsins, ekki aðeins á Íslandi heldur í löndunum í kringum okkur, hefur verið að breytast hratt á seinustu árum í átt til ábyrgari afstöðu,“ segir Þröstur Olaf Sigurjónsson prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þá segir Þröstur Olaf að nú sé hægt að mæla þætti eins og siðferði ólíkt því sem áður var. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um siðferði fyrirtækja: Skiptir ásýnd siðferðis fyrirtækja máli eða eiga hlutirnir til að gleymast fljótt, hvað geta neytendur gert og hvað segja fræðin um nýjustu rannsóknir og þróun viðskiptasiðferðis? Í þessari þriðju og síðustu grein í greinaröð dagsins er rætt við Þröst Olaf Sigurjónsson prófessor þar sem við byrjum á því að spyrja: Er hægt að kaupa sér ásýnd góðs siðferðis? Já, það er hægt að kaupa sér ásýnd góðs siðferðis, alla vega til skamms tíma litið. En við viljum trúa því að á endanum uppskeri þeir sem sannarlega standa sig en upp komist um sóðana,“ segir Þröstur Olaf og bætir við ,,Það er ekki af ástæðulausu að við heyrum af hugtökum eins og „Green Washing“ og „Window dressing.“ Hann segir önnur dæmi líka geta endurspeglast í til dæmis gagnrýni þegar stjórnandi fyrirtækis virðist meira í mun að trana sér fram en að láta verkin tala. Þröstur segir það hins vegar hafa breyst að í dag er hægt að mæla siðferði. „Þar ræðir um mælingu á mörg hundruð breytum á þessa þrjá þætti umhverfis, samfélags og stjórnarhátta,“ segir Þröstur Olaf. Áhuginn vaknar á krísutímum Þröstur Olaf segir að í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi árið 2008 hafi komið fram skýrt kall samfélagsins til þess að háskólarnir ættu það hlutverk að þjálfa nemendur í að takast á við siðferðileg álitamál í viðskiptum. Fram að þeim tíma hafði kennsla á sviði viðskiptasiðfræðis verið lítill hluti einstakra námskeiða eða valfag. „Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var talað um að siðfræði væri vanrækt grein í viðskipta- og hagfræðideildum íslenskra háskóla. Það var ýmist lagað í kjölfarið og við erum að sjá í dag sérstök námskeið á sviði viðskiptasiðfræði í bæði grunn- og framhaldsnámi háskólanna,“ segir Þröstur Olaf. Að sögn Þrastar Olafs hefur sagan sýnt okkur að áhugi á viðskiptasiðferði vaknar helst á krísutímum. Reynslan sýnir að kennsla og þjálfun á sviði viðskiptasiðfræði nýtur athygli þegar að viðskiptalíf og samfélög fara í gegnum krísur. Þannig virðist þetta hafa verið lengi,“ segir Þröstur Olaf og bætir við „Elsta heimildin sem ég man eftir í þessu sambandi er þegar Cicero um eina öld fyrir Krist kvartaði undan lélegu viðskiptasiðferði í Rómaveldi og krafðist umbóta.“ Háskóli Íslands er einn þeirra háskóla sem hefur blandað saman kennslu og hagnýtri þjálfun tengt siðfræði í samstarfi við atvinnulífið.Vísir/Vilhelm Viðhorf stjórnenda og þjálfun Að sögn Þrastar Olafs hafa margir háskólar farið þá leið að blanda saman kennslu sem sendur á fræðilegum grunni í siðfræði og hagnýtri þjálfun í samstarfi við atvinnulífið. Sem dæmi nefnir hann samstarf Háskóla Íslands við IcelandSIF, fræðslusamtök innan fjármálageirans og fleira. Í þessu samstarfi hafi nemendur fengið tækifæri til þess að vinna beint með íslenskum fyrirtækjum að verkefnum sem snúa að bættu viðskiptasiðferði. „Þannig vonar maður að þegar þeir mæta til starfa séu þeir betur það undirbúnir að takast á við áskoranir af siðferðilegu tagi,“ segir Þröstur Olaf. Þá segir Þröstur Olaf að kannanir hafi sýnt sterkt ákall stjórnenda fyrirtækja um aðkomu háskólanna að kennslu á sviði viðskiptasiðfræðis. Stjórnendur telja hæfnina að takast á við siðferðileg álitaefni hægt að læra. Það megi þjálfa hana upp, hafi einstaklingur til að mynda ekki fengið uppeldi sem leiðbeini við siðferðilegar áskoranir,“ segir Þröstur Olaf. Samanburður við önnur lönd Þröstur Olaf segir Ísland á svipuðum stað í kennslu á sviði viðskiptafræði og Norðurlöndin. Stærri háskólarnir ytra hafi þó burði til þess að gera meira. Þá segir Þröstur Olaf stöðu siðferðis í viðskiptalífi Norðurlandanna einnig áþekka og það megi sjá í könnunum þar sem íslenskir stjórnendur virðast ekki mæra stöðuna á Íslandi sérstaklega heldur telja hana svipaða og á Norðurlöndunum. Þá hafi mælingar á siðferði sýnt að löndin eru á sama stað. „Hins vegar má spyrja um mælikvarðana sem notaðir eru þegar spilling er mæld. Ég held það sé ljóst að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis hafi varpað ljósi á að eitthvað má vinna með mælikvarðana,“ segir Þröstur Olaf og bætir við Ísland fékk glimrandi einkunn í öllum mælingum í aðdraganda hrunsins en skýrslan varpaði ljósi á ýmsar brotalamir.“ Þröstur Olaf segir einnig hægt að skoða lönd sem talin eru gjörólík Íslandi. Kína sé þar gott dæmi en þar kvarta kínverskir stjórnendur yfir því sama og stjórnendur hér á landi. „Við getum enn fremur skoðað lönd sem við teljum gjörólík Íslandi. Ef við tökum Kína sem dæmi, sem er afar ólíkt Íslandi að mörgu leyti, hvort sem gripið er til stærðar, menningar, stjórnkerfis, trúarbragða og hvernig löndin tvö stóðu fyrir og eftir hrunið 2008, þá kvarta kínverskir stjórnendur yfir því sama og íslenskir stjórnendur þegar kemur að viðskiptasiðferði,“ segir Þröstur Olaf. Þá segir hann kínverska stjórnendur með sama ákall og íslenskir stjórnendur til háskóla og vilja að viðskiptasiðfræði sé kennd og þjálfun fyrir stjórnendur og sérfræðinga framtíðarinnar. Þröstur segir nú hægt að mæla viðskiptasiðferði og telur líklegt að ESB muni leiða þá vegferð að mælikvarðar verði sambærilegir á milli landa.Vísir/Vilhelm Mælingar á siðferði Þröstur Olaf segir að ábyrgara viðhorf atvinnulífsins til viðskiptasiðferðis nú en áður skýrist að stórum hluta af því að loksins hefur tekist að koma böndum yfir mælikvarða til þess að meta frammistöðu fyrirtækja á sviði siðferðis. Þetta kann mörgum að þykja merkilegt, en fyrir fáeinum árum voru ekki til mælikvarðar á frammistöðu þegar kemur að siðferði í viðskiptum eða stjórnarháttum né umhverfismálum,“ segir Þröstur Olaf. Heiti mælikvarða er skammstaða ESG sem stendur fyrir: E = Envirionment (umhverfisþættir) S = Social (samfélagsþættir) G = Governance (stjórnarhættir) stendur fyrir governance (stjórnarhætti). Á íslensku hefur verið talað um UFS í stað ESG sem stendur fyrir: U = Umhverfismál F = Félagsleg mál S = Stjórnarhættir Þröstur Olaf segir þó enn talsvert ósamræmi á milli þeirra aðila sem gefa sig út fyrir að meta fyrirtæki á þáttum ESG. Það þýði að erfitt sé að bera saman niðurstöður ólíkra matsaðila. „Aðferðarfræðin virðist enn fremur ekki taka tillit til ólíkra aðstæðna í hverju landi eða landssvæði,“ segir Þröstur Olaf og bætir við „Til að mynda er sjávarútvegur á Íslandi almennt að standa sig mjög vel á umhverfissviðinu, en það er nánast „default“ erlendis að sú atvinnugrein fái lágt mat.“ Að sögn Þrastar Olafs hefur það verið ánægjulegt og jákvætt að sjá að þrýstingur á þróun og beitingu þessa mælitækis kemur frá fjármálageiranum, þ.e. fjárfestum. Þeir geti verið lífeyrissjóðir, eignastýringarfyrirtæki eða bankar. Þröstur Olaf segir marga vera farna að krefjast þess, bæði af lántakendum sínum og þeim sem þeir fjárfesta í, að viðkomandi sé með vottun um að standa sig vel í þáttum ESG. Það er jákvætt vegna þess að fjármálafyrirtæki halda á gríðarlegu valdi þegar kemur að ráðstöfun fjármagns. Engu að síður er ákveðið vandamál fyrir hendi og það er að aðferðarfræði mælinganna,“ segir Þröstur Olaf. Góðir stjórnarhættir Þröstur Olaf segir góða stjórnarhætti eitt þeirra atriða sem vitað er að hefur haft áhrif á viðhorf atvinnulífsins til viðskiptasiðferðis. Stjórnarhættir fjalla mikið til um það hvaða formgerð er komið utan um starfsemi fyrirtækis og hvernig ákvarðanir eru teknar innan þess. Og það er alveg ljóst að hér kemur afstaða til viðskiptasiðferðis sterkt inn,“ segir Þröstur Olaf. Þá segist hann vita til þess að þær leiðbeiningar sem Viðskiptaráð Íslands og landanna í kringum okkur hafa staðið fyrir síðastliðin 15 ár, séu vel nýttar og fyrirtæki að fylgja þeim eftir eins og kostur er. Stjórnarhættir hafi enda mikið um að gera með starf stjórna. „Stjórnir hafa fengið miklu meiri atygli en áður, allt frá því hvernig valferli nýrra stjórnarmanna er, til þess hvernig ákvarðanir eru teknar innan stjórna,“ segir Þröstur Olaf og bætir við „Á endanum eru það stjórnirnar sem eru ábyrgar fyrir starfsemi fyrirtækis og þessi ábyrgð hefur verið gerð ljósari en áður var. Það er því ljóst að stjórnir eru miklu meira með hugann við gott viðskiptasiðferði og stjórnarhætti en áður.“ En leiðbeiningar eru bara leiðbeiningar og undir hverju fyrirtæki komið hvað það gerir bendir Þröstur á. Hann segir Evrópusambandið vera í ferðalagi að formgera þessa hluti núna. „Líklegt er að aðferðarfræði um ESG mat verði samræmd af hálfu Evrópusambandsins innan fárra ára. Þá munu matsaðilar þurfa að beita sömu aðferðarfræði. Gagnsæi og samanburður verður í kölfarið miklu markvissari,“ segir Þröstur Olaf. Að lokum segir Þröstur Olaf að enginn mælikvarði muni þó ná að taka yfir allar mögulegar aðstæður sem kunna að koma upp í rekstri eða samfélaginu. Það muni alltaf koma upp óvæntar aðstæður. „Það er þá sem reynir á að fyrirtæki hafi innleitt heilbrigða viðskiptahætti, segir Þröstur Olaf og bætir við „Og þá reynir að háskólarnir hafi vandað sig við kennslu og þjálfun næstu kynslóðar sérfræðinga og stjórnenda sem eiga taka ákvarðanir sem við öll verðum fyrir.“ Stjórnun Tengdar fréttir „Mörg fyrirtæki hér á landi virðast komast upp með nánast hvað sem er“ Neytendur tuða á samfélagsmiðlum og á kaffihúsum en fylgja því of sjaldan eftir segir Rakel Garðarsdóttir. Gæti verið að breytast segir Breki Karlsson sem telur að neytendur muni sniðganga fyrirtæki sem ekki sýna af sér gott siðferði. 13. maí 2020 11:00 Orðstír fæst ekki keyptur og oft veltir lítil þúfa þungu hlassi Orðsporskrísur hafa alltaf afleiðingar segir Andrés Jónsson en Elísabet Sveinsdóttir telur að þessar afleiðingar mættu vera meiri því fólk sé of fljótt að gleyma. 13. maí 2020 09:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Við vitum með vissu að viðhorf atvinnulífsins, ekki aðeins á Íslandi heldur í löndunum í kringum okkur, hefur verið að breytast hratt á seinustu árum í átt til ábyrgari afstöðu,“ segir Þröstur Olaf Sigurjónsson prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þá segir Þröstur Olaf að nú sé hægt að mæla þætti eins og siðferði ólíkt því sem áður var. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um siðferði fyrirtækja: Skiptir ásýnd siðferðis fyrirtækja máli eða eiga hlutirnir til að gleymast fljótt, hvað geta neytendur gert og hvað segja fræðin um nýjustu rannsóknir og þróun viðskiptasiðferðis? Í þessari þriðju og síðustu grein í greinaröð dagsins er rætt við Þröst Olaf Sigurjónsson prófessor þar sem við byrjum á því að spyrja: Er hægt að kaupa sér ásýnd góðs siðferðis? Já, það er hægt að kaupa sér ásýnd góðs siðferðis, alla vega til skamms tíma litið. En við viljum trúa því að á endanum uppskeri þeir sem sannarlega standa sig en upp komist um sóðana,“ segir Þröstur Olaf og bætir við ,,Það er ekki af ástæðulausu að við heyrum af hugtökum eins og „Green Washing“ og „Window dressing.“ Hann segir önnur dæmi líka geta endurspeglast í til dæmis gagnrýni þegar stjórnandi fyrirtækis virðist meira í mun að trana sér fram en að láta verkin tala. Þröstur segir það hins vegar hafa breyst að í dag er hægt að mæla siðferði. „Þar ræðir um mælingu á mörg hundruð breytum á þessa þrjá þætti umhverfis, samfélags og stjórnarhátta,“ segir Þröstur Olaf. Áhuginn vaknar á krísutímum Þröstur Olaf segir að í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi árið 2008 hafi komið fram skýrt kall samfélagsins til þess að háskólarnir ættu það hlutverk að þjálfa nemendur í að takast á við siðferðileg álitamál í viðskiptum. Fram að þeim tíma hafði kennsla á sviði viðskiptasiðfræðis verið lítill hluti einstakra námskeiða eða valfag. „Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var talað um að siðfræði væri vanrækt grein í viðskipta- og hagfræðideildum íslenskra háskóla. Það var ýmist lagað í kjölfarið og við erum að sjá í dag sérstök námskeið á sviði viðskiptasiðfræði í bæði grunn- og framhaldsnámi háskólanna,“ segir Þröstur Olaf. Að sögn Þrastar Olafs hefur sagan sýnt okkur að áhugi á viðskiptasiðferði vaknar helst á krísutímum. Reynslan sýnir að kennsla og þjálfun á sviði viðskiptasiðfræði nýtur athygli þegar að viðskiptalíf og samfélög fara í gegnum krísur. Þannig virðist þetta hafa verið lengi,“ segir Þröstur Olaf og bætir við „Elsta heimildin sem ég man eftir í þessu sambandi er þegar Cicero um eina öld fyrir Krist kvartaði undan lélegu viðskiptasiðferði í Rómaveldi og krafðist umbóta.“ Háskóli Íslands er einn þeirra háskóla sem hefur blandað saman kennslu og hagnýtri þjálfun tengt siðfræði í samstarfi við atvinnulífið.Vísir/Vilhelm Viðhorf stjórnenda og þjálfun Að sögn Þrastar Olafs hafa margir háskólar farið þá leið að blanda saman kennslu sem sendur á fræðilegum grunni í siðfræði og hagnýtri þjálfun í samstarfi við atvinnulífið. Sem dæmi nefnir hann samstarf Háskóla Íslands við IcelandSIF, fræðslusamtök innan fjármálageirans og fleira. Í þessu samstarfi hafi nemendur fengið tækifæri til þess að vinna beint með íslenskum fyrirtækjum að verkefnum sem snúa að bættu viðskiptasiðferði. „Þannig vonar maður að þegar þeir mæta til starfa séu þeir betur það undirbúnir að takast á við áskoranir af siðferðilegu tagi,“ segir Þröstur Olaf. Þá segir Þröstur Olaf að kannanir hafi sýnt sterkt ákall stjórnenda fyrirtækja um aðkomu háskólanna að kennslu á sviði viðskiptasiðfræðis. Stjórnendur telja hæfnina að takast á við siðferðileg álitaefni hægt að læra. Það megi þjálfa hana upp, hafi einstaklingur til að mynda ekki fengið uppeldi sem leiðbeini við siðferðilegar áskoranir,“ segir Þröstur Olaf. Samanburður við önnur lönd Þröstur Olaf segir Ísland á svipuðum stað í kennslu á sviði viðskiptafræði og Norðurlöndin. Stærri háskólarnir ytra hafi þó burði til þess að gera meira. Þá segir Þröstur Olaf stöðu siðferðis í viðskiptalífi Norðurlandanna einnig áþekka og það megi sjá í könnunum þar sem íslenskir stjórnendur virðast ekki mæra stöðuna á Íslandi sérstaklega heldur telja hana svipaða og á Norðurlöndunum. Þá hafi mælingar á siðferði sýnt að löndin eru á sama stað. „Hins vegar má spyrja um mælikvarðana sem notaðir eru þegar spilling er mæld. Ég held það sé ljóst að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis hafi varpað ljósi á að eitthvað má vinna með mælikvarðana,“ segir Þröstur Olaf og bætir við Ísland fékk glimrandi einkunn í öllum mælingum í aðdraganda hrunsins en skýrslan varpaði ljósi á ýmsar brotalamir.“ Þröstur Olaf segir einnig hægt að skoða lönd sem talin eru gjörólík Íslandi. Kína sé þar gott dæmi en þar kvarta kínverskir stjórnendur yfir því sama og stjórnendur hér á landi. „Við getum enn fremur skoðað lönd sem við teljum gjörólík Íslandi. Ef við tökum Kína sem dæmi, sem er afar ólíkt Íslandi að mörgu leyti, hvort sem gripið er til stærðar, menningar, stjórnkerfis, trúarbragða og hvernig löndin tvö stóðu fyrir og eftir hrunið 2008, þá kvarta kínverskir stjórnendur yfir því sama og íslenskir stjórnendur þegar kemur að viðskiptasiðferði,“ segir Þröstur Olaf. Þá segir hann kínverska stjórnendur með sama ákall og íslenskir stjórnendur til háskóla og vilja að viðskiptasiðfræði sé kennd og þjálfun fyrir stjórnendur og sérfræðinga framtíðarinnar. Þröstur segir nú hægt að mæla viðskiptasiðferði og telur líklegt að ESB muni leiða þá vegferð að mælikvarðar verði sambærilegir á milli landa.Vísir/Vilhelm Mælingar á siðferði Þröstur Olaf segir að ábyrgara viðhorf atvinnulífsins til viðskiptasiðferðis nú en áður skýrist að stórum hluta af því að loksins hefur tekist að koma böndum yfir mælikvarða til þess að meta frammistöðu fyrirtækja á sviði siðferðis. Þetta kann mörgum að þykja merkilegt, en fyrir fáeinum árum voru ekki til mælikvarðar á frammistöðu þegar kemur að siðferði í viðskiptum eða stjórnarháttum né umhverfismálum,“ segir Þröstur Olaf. Heiti mælikvarða er skammstaða ESG sem stendur fyrir: E = Envirionment (umhverfisþættir) S = Social (samfélagsþættir) G = Governance (stjórnarhættir) stendur fyrir governance (stjórnarhætti). Á íslensku hefur verið talað um UFS í stað ESG sem stendur fyrir: U = Umhverfismál F = Félagsleg mál S = Stjórnarhættir Þröstur Olaf segir þó enn talsvert ósamræmi á milli þeirra aðila sem gefa sig út fyrir að meta fyrirtæki á þáttum ESG. Það þýði að erfitt sé að bera saman niðurstöður ólíkra matsaðila. „Aðferðarfræðin virðist enn fremur ekki taka tillit til ólíkra aðstæðna í hverju landi eða landssvæði,“ segir Þröstur Olaf og bætir við „Til að mynda er sjávarútvegur á Íslandi almennt að standa sig mjög vel á umhverfissviðinu, en það er nánast „default“ erlendis að sú atvinnugrein fái lágt mat.“ Að sögn Þrastar Olafs hefur það verið ánægjulegt og jákvætt að sjá að þrýstingur á þróun og beitingu þessa mælitækis kemur frá fjármálageiranum, þ.e. fjárfestum. Þeir geti verið lífeyrissjóðir, eignastýringarfyrirtæki eða bankar. Þröstur Olaf segir marga vera farna að krefjast þess, bæði af lántakendum sínum og þeim sem þeir fjárfesta í, að viðkomandi sé með vottun um að standa sig vel í þáttum ESG. Það er jákvætt vegna þess að fjármálafyrirtæki halda á gríðarlegu valdi þegar kemur að ráðstöfun fjármagns. Engu að síður er ákveðið vandamál fyrir hendi og það er að aðferðarfræði mælinganna,“ segir Þröstur Olaf. Góðir stjórnarhættir Þröstur Olaf segir góða stjórnarhætti eitt þeirra atriða sem vitað er að hefur haft áhrif á viðhorf atvinnulífsins til viðskiptasiðferðis. Stjórnarhættir fjalla mikið til um það hvaða formgerð er komið utan um starfsemi fyrirtækis og hvernig ákvarðanir eru teknar innan þess. Og það er alveg ljóst að hér kemur afstaða til viðskiptasiðferðis sterkt inn,“ segir Þröstur Olaf. Þá segist hann vita til þess að þær leiðbeiningar sem Viðskiptaráð Íslands og landanna í kringum okkur hafa staðið fyrir síðastliðin 15 ár, séu vel nýttar og fyrirtæki að fylgja þeim eftir eins og kostur er. Stjórnarhættir hafi enda mikið um að gera með starf stjórna. „Stjórnir hafa fengið miklu meiri atygli en áður, allt frá því hvernig valferli nýrra stjórnarmanna er, til þess hvernig ákvarðanir eru teknar innan stjórna,“ segir Þröstur Olaf og bætir við „Á endanum eru það stjórnirnar sem eru ábyrgar fyrir starfsemi fyrirtækis og þessi ábyrgð hefur verið gerð ljósari en áður var. Það er því ljóst að stjórnir eru miklu meira með hugann við gott viðskiptasiðferði og stjórnarhætti en áður.“ En leiðbeiningar eru bara leiðbeiningar og undir hverju fyrirtæki komið hvað það gerir bendir Þröstur á. Hann segir Evrópusambandið vera í ferðalagi að formgera þessa hluti núna. „Líklegt er að aðferðarfræði um ESG mat verði samræmd af hálfu Evrópusambandsins innan fárra ára. Þá munu matsaðilar þurfa að beita sömu aðferðarfræði. Gagnsæi og samanburður verður í kölfarið miklu markvissari,“ segir Þröstur Olaf. Að lokum segir Þröstur Olaf að enginn mælikvarði muni þó ná að taka yfir allar mögulegar aðstæður sem kunna að koma upp í rekstri eða samfélaginu. Það muni alltaf koma upp óvæntar aðstæður. „Það er þá sem reynir á að fyrirtæki hafi innleitt heilbrigða viðskiptahætti, segir Þröstur Olaf og bætir við „Og þá reynir að háskólarnir hafi vandað sig við kennslu og þjálfun næstu kynslóðar sérfræðinga og stjórnenda sem eiga taka ákvarðanir sem við öll verðum fyrir.“
Stjórnun Tengdar fréttir „Mörg fyrirtæki hér á landi virðast komast upp með nánast hvað sem er“ Neytendur tuða á samfélagsmiðlum og á kaffihúsum en fylgja því of sjaldan eftir segir Rakel Garðarsdóttir. Gæti verið að breytast segir Breki Karlsson sem telur að neytendur muni sniðganga fyrirtæki sem ekki sýna af sér gott siðferði. 13. maí 2020 11:00 Orðstír fæst ekki keyptur og oft veltir lítil þúfa þungu hlassi Orðsporskrísur hafa alltaf afleiðingar segir Andrés Jónsson en Elísabet Sveinsdóttir telur að þessar afleiðingar mættu vera meiri því fólk sé of fljótt að gleyma. 13. maí 2020 09:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Mörg fyrirtæki hér á landi virðast komast upp með nánast hvað sem er“ Neytendur tuða á samfélagsmiðlum og á kaffihúsum en fylgja því of sjaldan eftir segir Rakel Garðarsdóttir. Gæti verið að breytast segir Breki Karlsson sem telur að neytendur muni sniðganga fyrirtæki sem ekki sýna af sér gott siðferði. 13. maí 2020 11:00
Orðstír fæst ekki keyptur og oft veltir lítil þúfa þungu hlassi Orðsporskrísur hafa alltaf afleiðingar segir Andrés Jónsson en Elísabet Sveinsdóttir telur að þessar afleiðingar mættu vera meiri því fólk sé of fljótt að gleyma. 13. maí 2020 09:00