SA gagnrýna frumvarp um styttingu vinnuvikunnar Sæunn Gísladóttir skrifar 22. febrúar 2016 15:24 Samtök atvinnulífsins telja sennilegt að launakostnaður atvinnulífins myndi aukast um rúmlega 25 prósent á einu bretti ef verður að styttingu vinnuvikunnar. Vísir/Valli Samtök atvinnulífsins lýsa yfir fullkominni andstöðu við frumvarp fimm þingmanna um styttingu lögbundinnar vinnuviku úr 40 í 35 klukkustundir án þess að kjör fólks skerðist. Þau hvetja Alþingi til að fella lögin um 40 stunda vinnuviku brott, enda sé vinnutími eitt stærsta viðfangsefni kjarasamninga. Fram kemur í frétt á vef samtakanna að þau telji að verði frumvarpið samþykkt muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt efnhagslíf. Þau segja rök þingmannanna fyrir breytingunni vera vægast sagt veik. Fram kemur í fréttinni að þingmennirnir telji að 32 milljón unninna vinnustunda geti fallið brott án þess að það hafi nein áhrif. Það jafngildi 16 þúsund ársverkum. Liðlega 140 þúsund starfsmenn séu í fullu starfi og virðist þingmennirnir telja að þeir geti auðveldlega bætt þessum 16 þúsund störfum við sig. Sennilegra sé að launakostnaður atvinnulífins myndi aukast um rúmlega 25 prósent á einu bretti. Jafnframt segir að vinnutími sé samningsatriði í kjarasamningum og óeðlilegt er að Alþingi hafi afskipti af þessum mikilvæga hluta þeirra. Mikilvægt sé að Alþingi virði það hlutverk aðila vinnumarkaðarins að komast að niðurstöðu um svigrúm til breytinga á launakostnaði í kjarasamningum og forgangsraða til hvers því sé varið hverju sinni. Ef frumvarpið yrði samþykkt á Alþingi myndi lögboðinn virkur vinnutími styttast úr 37 stundum í 32 og tímakaup, eða laun fyrir unna vinnustund, hækkaði í einu vetfangi um 14 prósent. Launakostnaður atvinnulífsins myndi aukast mun meira því ósennilegt er að heildarvinnutími myndi styttast nokkuð við lögfestinguna. Greiddum yfirvinnustundum myndi því fjölga álíka mikið og dagvinnustundunum fækkaði. Ef sú yrði raunin myndi launakostnaður atvinnulífsins aukast um 26-28 prósent. Það hefði miklar og afdrifaríkar afleiðingar á verðbólgu og gengi krónunnar. Þá segir í fréttinni að meðalvinnutími á viku sé 45 stundir samkvæmt Hagstofunni. Það felur í sér að greiddar eru að meðaltali um það bil 5 stundir á viku á yfirvinnukaupi. Augljóst sé að frumvarpið hefði engin áhrif á þá vinnu sem nú er unnin í formi yfirvinnu. Greidd yfirvinna myndi þvert á móti stóraukast. Það sé útbreiddur misskilningur að umsaminn vinnutími á Íslandi sé langur og að ástæða sé til þess að stytta hann. Þá sé það einnig misskilningur hjá þingmönnunum að unnt sé að draga úr yfirvinnu með lögum frá Alþingi. Í raun er umsaminn ársvinnuvinnutími næst lægstur á Íslandi meðal þeirra ríkja sem Íslendingar bera sig saman við. Aðeins í Frakklandi sé umsaminn vinnutími styttri. Tengdar fréttir Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07 Styttri vinnudagur – hagur okkar allra Undanfarna átta mánuði hefur staðið yfir afar spennandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Barnaverndar Reykjavíkur. 12. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Samtök atvinnulífsins lýsa yfir fullkominni andstöðu við frumvarp fimm þingmanna um styttingu lögbundinnar vinnuviku úr 40 í 35 klukkustundir án þess að kjör fólks skerðist. Þau hvetja Alþingi til að fella lögin um 40 stunda vinnuviku brott, enda sé vinnutími eitt stærsta viðfangsefni kjarasamninga. Fram kemur í frétt á vef samtakanna að þau telji að verði frumvarpið samþykkt muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt efnhagslíf. Þau segja rök þingmannanna fyrir breytingunni vera vægast sagt veik. Fram kemur í fréttinni að þingmennirnir telji að 32 milljón unninna vinnustunda geti fallið brott án þess að það hafi nein áhrif. Það jafngildi 16 þúsund ársverkum. Liðlega 140 þúsund starfsmenn séu í fullu starfi og virðist þingmennirnir telja að þeir geti auðveldlega bætt þessum 16 þúsund störfum við sig. Sennilegra sé að launakostnaður atvinnulífins myndi aukast um rúmlega 25 prósent á einu bretti. Jafnframt segir að vinnutími sé samningsatriði í kjarasamningum og óeðlilegt er að Alþingi hafi afskipti af þessum mikilvæga hluta þeirra. Mikilvægt sé að Alþingi virði það hlutverk aðila vinnumarkaðarins að komast að niðurstöðu um svigrúm til breytinga á launakostnaði í kjarasamningum og forgangsraða til hvers því sé varið hverju sinni. Ef frumvarpið yrði samþykkt á Alþingi myndi lögboðinn virkur vinnutími styttast úr 37 stundum í 32 og tímakaup, eða laun fyrir unna vinnustund, hækkaði í einu vetfangi um 14 prósent. Launakostnaður atvinnulífsins myndi aukast mun meira því ósennilegt er að heildarvinnutími myndi styttast nokkuð við lögfestinguna. Greiddum yfirvinnustundum myndi því fjölga álíka mikið og dagvinnustundunum fækkaði. Ef sú yrði raunin myndi launakostnaður atvinnulífsins aukast um 26-28 prósent. Það hefði miklar og afdrifaríkar afleiðingar á verðbólgu og gengi krónunnar. Þá segir í fréttinni að meðalvinnutími á viku sé 45 stundir samkvæmt Hagstofunni. Það felur í sér að greiddar eru að meðaltali um það bil 5 stundir á viku á yfirvinnukaupi. Augljóst sé að frumvarpið hefði engin áhrif á þá vinnu sem nú er unnin í formi yfirvinnu. Greidd yfirvinna myndi þvert á móti stóraukast. Það sé útbreiddur misskilningur að umsaminn vinnutími á Íslandi sé langur og að ástæða sé til þess að stytta hann. Þá sé það einnig misskilningur hjá þingmönnunum að unnt sé að draga úr yfirvinnu með lögum frá Alþingi. Í raun er umsaminn ársvinnuvinnutími næst lægstur á Íslandi meðal þeirra ríkja sem Íslendingar bera sig saman við. Aðeins í Frakklandi sé umsaminn vinnutími styttri.
Tengdar fréttir Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07 Styttri vinnudagur – hagur okkar allra Undanfarna átta mánuði hefur staðið yfir afar spennandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Barnaverndar Reykjavíkur. 12. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07
Styttri vinnudagur – hagur okkar allra Undanfarna átta mánuði hefur staðið yfir afar spennandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Barnaverndar Reykjavíkur. 12. nóvember 2015 07:00