Mannréttindi hafa fengið meira vægi 3. júní 2011 06:00 Ísland stendur svipað nágrannalöndunum þegar kemur að mannréttindamálum. Mannréttindaskrifstofa Íslands leggur til ýmsar umbætur í málaflokknum. fréttablaðið/arnþór Ástand mannréttindamála á Íslandi er sambærilegt við það sem gerist í nágrannalöndunum. Víða er þó pottur brotinn og ýmsar athugasemdir voru gerðar við stöðu mála í skýrslu sem kynnt var á þriðjudag. Skýrslan er hluti af verkefni Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem kallast Universal Periodic Review. Um er að ræða fjögurra ára verkefni þar sem mannréttindamál eru skoðuð í aðildarríkjum SÞ. Að fjórum árum liðnum er gerð önnur könnun og það metið hvað úr hefur ræst. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir skýrsluna um margt jákvæða og er ánægð með vinnuna við hana. Leitað hafi verið til fjölmargra aðila um umsagnir og enn sé tími til að koma athugasemdum á framfæri. Mannréttindaskrifstofan gerði ýmsar athugasemdir og Margrét segir að þrátt fyrir að staða mála sé um margt góð hér á landi, megi alltaf bæta ástandið. Til að mynda megi nefna að Ísland sé ekki aðili að, eða ekki búið að fullgilda, ýmsa samninga SÞ. Þar megi nefna viðauka um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem kveða á um rétt einstaklinga til að kæra brot til eftirlitsnefndar samningsins. Þá sé reglum um vernd réttinda farandverkamanna og fjölskyldna þeirra í ýmsu ábótavant. „Meðal þess sem við höfum einnig gagnrýnt er að það er skylda stjórnvalda að tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Við höfum bent á að framfærslu öryrkja og lífeyrisþega verði að skoða með þetta í huga," segir Margrét. Hún bendir einnig á að hér á landi njóti lífsskoðunarfélög á borð við Siðmennt ekki sömu réttinda og trúfélög. Þau síðarnefndu fá framlög frá ríkinu í hlutfalli við félagafjölda en ekki þau fyrrnefndu. „Þá höfum við einnig vakið athygli á stöðunni varðandi kynbundið ofbeldi, ekki síst hjá erlendum konum, en erlendar konur eru hlutfallslega fleiri þeirra sem koma til dvalar í Kvennaathvarfinu en þeirra íslensku," segir Margrét. Hún segir hins vegar að mannréttindi hafi almennt fengið meira vægi í samfélaginu og staða þeirra batnað undanfarin ár. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Ástand mannréttindamála á Íslandi er sambærilegt við það sem gerist í nágrannalöndunum. Víða er þó pottur brotinn og ýmsar athugasemdir voru gerðar við stöðu mála í skýrslu sem kynnt var á þriðjudag. Skýrslan er hluti af verkefni Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem kallast Universal Periodic Review. Um er að ræða fjögurra ára verkefni þar sem mannréttindamál eru skoðuð í aðildarríkjum SÞ. Að fjórum árum liðnum er gerð önnur könnun og það metið hvað úr hefur ræst. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir skýrsluna um margt jákvæða og er ánægð með vinnuna við hana. Leitað hafi verið til fjölmargra aðila um umsagnir og enn sé tími til að koma athugasemdum á framfæri. Mannréttindaskrifstofan gerði ýmsar athugasemdir og Margrét segir að þrátt fyrir að staða mála sé um margt góð hér á landi, megi alltaf bæta ástandið. Til að mynda megi nefna að Ísland sé ekki aðili að, eða ekki búið að fullgilda, ýmsa samninga SÞ. Þar megi nefna viðauka um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem kveða á um rétt einstaklinga til að kæra brot til eftirlitsnefndar samningsins. Þá sé reglum um vernd réttinda farandverkamanna og fjölskyldna þeirra í ýmsu ábótavant. „Meðal þess sem við höfum einnig gagnrýnt er að það er skylda stjórnvalda að tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Við höfum bent á að framfærslu öryrkja og lífeyrisþega verði að skoða með þetta í huga," segir Margrét. Hún bendir einnig á að hér á landi njóti lífsskoðunarfélög á borð við Siðmennt ekki sömu réttinda og trúfélög. Þau síðarnefndu fá framlög frá ríkinu í hlutfalli við félagafjölda en ekki þau fyrrnefndu. „Þá höfum við einnig vakið athygli á stöðunni varðandi kynbundið ofbeldi, ekki síst hjá erlendum konum, en erlendar konur eru hlutfallslega fleiri þeirra sem koma til dvalar í Kvennaathvarfinu en þeirra íslensku," segir Margrét. Hún segir hins vegar að mannréttindi hafi almennt fengið meira vægi í samfélaginu og staða þeirra batnað undanfarin ár. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira