Bæjarbúar á Eskifirði ósáttir við framkvæmdir Þórdís Valsdóttir skrifar 22. febrúar 2016 07:00 Framkvæmdir við Hlíðarendaá á Eskifirði eru harðlega gagnrýndar af bæjarbúum. Mynd/Atli Börkur Egilsson Mikil óánægja ríkir vegna framkvæmda Ofanflóðasjóðs og Fjarðabyggðar við Hlíðarendaá á Eskifirði en áin er ein af fimm í bænum sem ráðist verður í framkvæmdir við. Framkvæmdirnar eru sagðar óþarfar og telja bæjarbúar mannvirkið vera mikið lýti fyrir bæjarmyndina. Þar að auki eru umhverfisspjöll vegna framkvæmdanna sögð gríðarleg. Framkvæmdirnar eru grundvallaðar á hættumati Veðurstofu sem samþykkt var árið 2002 af hættumatsnefnd Fjarðabyggðar. Hættumat vegna ofanflóða er liður í forvarnarstarfi í þágu öryggis íbúa. Framkvæmdirnar hófust í júlí síðastliðnum og voru áætluð verklok þann 30. nóvember 2015 en þær standa enn yfir. Fjölmargir bæjarbúar segja að líkja megi framkvæmdinni við gljúfurgerð og segja þeir að greinilega sé um að ræða gríðarlegt rask og eðlisbreytingu á ánni og umhverfi hennar. „Framkvæmdirnar eru alveg óskiljanlegar að mínu mati. Hvorki ég né aðrir vitum til þess að Hlíðarendaá hafi nokkurn tímann hlaupið,“ segir Grétar Rögnvarsson skipstjóri. Grétar furðar sig á forgangsröðun framkvæmda í bænum því brýnna sé að ráðast í framkvæmdir við þær ár bæjarins sem hafa hlaupið síðustu ár og eru hættulegri, svo sem Grjótá. Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá Ofanflóðasjóði, segir að eftir að hættumat Veðurstofunnar var samþykkt hafi farið af stað hönnunarferli. Ákveða átti í hvaða röð framkvæmdirnar yrðu. „Tekin var ákvörðun um að byrja framkvæmdir í bænum við Bleiksá og svo Hlíðarendaá í kjölfarið. Helsta ástæða þess að ekki var farið í framkvæmdir við Grjótá var sú að mikil umferð bíla er um svæðið við ána,“ segir Hafsteinn en Norðfjarðargöng verða opnuð á næstu misserum og verður þá hafist handa við framkvæmdir við Grjótá. Kostnaður við framkvæmdirnar er um 90 milljónir og er verkið nánast á áætlun að sögn Hafsteins. „Framkvæmdir ættu að klárast í vor, en vont veður á svæðinu hefur gert það að verkum að verkið hefur tafist,“ segir Hafsteinn. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Mikil óánægja ríkir vegna framkvæmda Ofanflóðasjóðs og Fjarðabyggðar við Hlíðarendaá á Eskifirði en áin er ein af fimm í bænum sem ráðist verður í framkvæmdir við. Framkvæmdirnar eru sagðar óþarfar og telja bæjarbúar mannvirkið vera mikið lýti fyrir bæjarmyndina. Þar að auki eru umhverfisspjöll vegna framkvæmdanna sögð gríðarleg. Framkvæmdirnar eru grundvallaðar á hættumati Veðurstofu sem samþykkt var árið 2002 af hættumatsnefnd Fjarðabyggðar. Hættumat vegna ofanflóða er liður í forvarnarstarfi í þágu öryggis íbúa. Framkvæmdirnar hófust í júlí síðastliðnum og voru áætluð verklok þann 30. nóvember 2015 en þær standa enn yfir. Fjölmargir bæjarbúar segja að líkja megi framkvæmdinni við gljúfurgerð og segja þeir að greinilega sé um að ræða gríðarlegt rask og eðlisbreytingu á ánni og umhverfi hennar. „Framkvæmdirnar eru alveg óskiljanlegar að mínu mati. Hvorki ég né aðrir vitum til þess að Hlíðarendaá hafi nokkurn tímann hlaupið,“ segir Grétar Rögnvarsson skipstjóri. Grétar furðar sig á forgangsröðun framkvæmda í bænum því brýnna sé að ráðast í framkvæmdir við þær ár bæjarins sem hafa hlaupið síðustu ár og eru hættulegri, svo sem Grjótá. Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá Ofanflóðasjóði, segir að eftir að hættumat Veðurstofunnar var samþykkt hafi farið af stað hönnunarferli. Ákveða átti í hvaða röð framkvæmdirnar yrðu. „Tekin var ákvörðun um að byrja framkvæmdir í bænum við Bleiksá og svo Hlíðarendaá í kjölfarið. Helsta ástæða þess að ekki var farið í framkvæmdir við Grjótá var sú að mikil umferð bíla er um svæðið við ána,“ segir Hafsteinn en Norðfjarðargöng verða opnuð á næstu misserum og verður þá hafist handa við framkvæmdir við Grjótá. Kostnaður við framkvæmdirnar er um 90 milljónir og er verkið nánast á áætlun að sögn Hafsteins. „Framkvæmdir ættu að klárast í vor, en vont veður á svæðinu hefur gert það að verkum að verkið hefur tafist,“ segir Hafsteinn.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira