Íslenskur blús í Kína 3. mars 2007 07:30 „Kínverjar hafa ekki kynnst blúsnum að ráði en eru þó hrifnir af honum, sérstaklega hér í Sjanghæ sem er hliðið að umheiminum í þessum efnum," segir tónlistarmaðurinn KK. Þeir Magnús Eiríksson hafa dvalið ásamt Óttari Felix Haukssyni útgefanda í Sjanghæ í Kína undanfarið við upptökur á nýrri plötu, sem gefin verður út þar í landi sem og á Íslandi í sumar. Í kvöld troða þeir upp á tónleikum undir yfirskriftinni Kveðja frá Íslandi. KK og Magnús voru að stilla saman strengi sína þegar Fréttablaðið truflaði þá. „Ár svínsins gekk í garð hér í landi fyrir skemmstu og nýárshátíðin stendur yfir fram á sunnudag," segir KK. „Við vorum fengnir til að spila á tónleikum í Borgarleikhúsinu í Sjanghæ í tilefni af hátíðarhöldunum og ætlum að bjóða upp alls kyns blús og tökum mikið af lögum eftir okkur sjálfa. Bæði platan og tónleikarnir hafa átt sér langan aðdraganda og það er gaman að þetta er að verða að raunveruleika." KK er ekki alls ókunnugur Kína, því þetta er í þriðja sinn sem hann heimsækir landið. „Ég fór fyrst til Peking árið 1999 og fyrir hálfu öðru ári kom ég fram á listahátíð hér í Sjanghæ. Það hafa engar smá breytingar átt sér stað á þessum stutta tíma, þetta er orðin ein öflugasta þjóð í heimi." Tónleikar KK og Magnúsar hafa vakið athygli fjölmiðla í Sjanghæ, fjórar sjónvarpsstöðvar og níu dagblöð hafa fjallað um þá, til dæmis birtist viðtal við KK í dagblaðinu Shanghai Daily, þar sem honum er lýst sem „endurrreisnarmanni blústónlistarinnar". „Okkur hefur verið tekið afskaplega vel," segir blúsarinn. „Okkur var til dæmis boðið í siglingu eftir fallegri á í grennd við borgina. Um borð fengum við meðal annars ljúffengan mat en vorum frekar lengi að borða og frekar en að senda okkur í land án þess að klára matinn var bátnum bara snúið við og tekinn aukahringur. Okkur líður eins og kóngafólki hér." Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Kínverjar hafa ekki kynnst blúsnum að ráði en eru þó hrifnir af honum, sérstaklega hér í Sjanghæ sem er hliðið að umheiminum í þessum efnum," segir tónlistarmaðurinn KK. Þeir Magnús Eiríksson hafa dvalið ásamt Óttari Felix Haukssyni útgefanda í Sjanghæ í Kína undanfarið við upptökur á nýrri plötu, sem gefin verður út þar í landi sem og á Íslandi í sumar. Í kvöld troða þeir upp á tónleikum undir yfirskriftinni Kveðja frá Íslandi. KK og Magnús voru að stilla saman strengi sína þegar Fréttablaðið truflaði þá. „Ár svínsins gekk í garð hér í landi fyrir skemmstu og nýárshátíðin stendur yfir fram á sunnudag," segir KK. „Við vorum fengnir til að spila á tónleikum í Borgarleikhúsinu í Sjanghæ í tilefni af hátíðarhöldunum og ætlum að bjóða upp alls kyns blús og tökum mikið af lögum eftir okkur sjálfa. Bæði platan og tónleikarnir hafa átt sér langan aðdraganda og það er gaman að þetta er að verða að raunveruleika." KK er ekki alls ókunnugur Kína, því þetta er í þriðja sinn sem hann heimsækir landið. „Ég fór fyrst til Peking árið 1999 og fyrir hálfu öðru ári kom ég fram á listahátíð hér í Sjanghæ. Það hafa engar smá breytingar átt sér stað á þessum stutta tíma, þetta er orðin ein öflugasta þjóð í heimi." Tónleikar KK og Magnúsar hafa vakið athygli fjölmiðla í Sjanghæ, fjórar sjónvarpsstöðvar og níu dagblöð hafa fjallað um þá, til dæmis birtist viðtal við KK í dagblaðinu Shanghai Daily, þar sem honum er lýst sem „endurrreisnarmanni blústónlistarinnar". „Okkur hefur verið tekið afskaplega vel," segir blúsarinn. „Okkur var til dæmis boðið í siglingu eftir fallegri á í grennd við borgina. Um borð fengum við meðal annars ljúffengan mat en vorum frekar lengi að borða og frekar en að senda okkur í land án þess að klára matinn var bátnum bara snúið við og tekinn aukahringur. Okkur líður eins og kóngafólki hér."
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira