Innlent

Eigandi riffilsins óínáanlegur erlendis

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skráður eigandi riffilsins er staddur erlendis og ekki næst í hann
Skráður eigandi riffilsins er staddur erlendis og ekki næst í hann Vísir/Vilhelm

Karlmaðurinn sem handtekinn var á gangi eldsnemma að morgni föstudagsins 8. maí, ölvaður með stóran riffil og tugi skota, heldur því fram að hann hafi fundið riffilinn á förnum vegi.  Hann hafi ekki ætlað sér að beita vopninu.

Þetta segir Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Skráður eigandi riffilsins er staddur erlendis og ekki næst í hann að sögn Jóhanns Karls. Ekki er um góðkunningja lögreglunnar að ræða.

Jóhann Karl segir málið í rannsókn og ekki liggi fyrir hvort rifflinum hafi verið stolið eða hvað. Karlmaðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, verður í það minnsta kærður fyrir vopnalagabrot.

Byssan var hlaðin þegar lögregla hafði afskipti af honum. Maðurinn var verulega ölvaður og þurfti að líða nokkur stund áður en hægt var að taka skýrslu af honum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×