Innlent

Forvarnir spara umtalsvert fé

börn nordic photos/getty
börn nordic photos/getty
Forvarnarstarf í kynferðisbrotum gegn börnum er samfélaginu nauðsynlegt og sparar til lengri tíma mikið fjármagn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrirlestri Sigríðar Björnsdóttir, verkefnastjóra Blátt áfram, á málþinginu Framtíð barna sem haldið verður í Öskju í Háskóla Íslands í dag.

„Við munum á þessu ári standa fyrir fræðandi brúðuleikhússýningum í öllum grunnskólum landsins fyrir börn í 2. bekk og svo bjóðum við einnig upp á námskeiðið Verndari barna fyrir fullorðna. Okkur vantar aukið fjármagn til að geta rannsakað áhrif forvarnastarfs okkar en við teljum okkur geta sýnt fram á umtalsverðan árangur á þeim sjö árum sem við höfum starfað," segir Sigríður.

Íslenskar rannsóknir hafa sýnt fram á að 27% barna hafa fyrir 18 ára aldur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Sigríður bendir á mikilvægi þess að fagaðilar þekki þau varúðarmerki sem kunna að birtast hjá fórnarlömbum kynferðisofbeldis. - bg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×