Innlent

Geir Jón vill verða annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn ætlar að bjóða sig fram til embættis annars varaformanns Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi 17. mars.

Þá verður jafnframt kosið í stjórnir málefnanefnda flokksins. Þetta er nýtt embætti í flokknum, og var ákvörðun um það tekin á síðasta landsfundi.

Fleiri munu ætla að bjóða sig fram, en þeir hafa ekki greint frá því opinberlega, eins og Geir Jón gerði í Bítinu á Bylgjunni í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×