Landspítalinn leitar að sérfræðingum í transteymið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2020 13:51 Mæður transbarna hafa stigið fram og sagt það vera mikið áfall að ekki verði haldið sérstaklega utan um hópinn. Börnin glími oft við mikla vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Vísir/Vilhelm Landspítalinn vinnur að umbótum transteymi barna- og unglingagerðdeildar spítalans í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið. Fram hefur komið að foreldrar transbarna eru í öngum sínum þar sem transteymið hefur verið lagt niður. „... unnið er að því að finna bót á erfiðri stöðu þar sem skapast af skorti á fagmenntuðu starfsfólki til að manna teymið,“ segir í tilkynningunni. „Það stendur í lögunum að það eigi að vera þverfaglegt teymi fyrir transbörn og með þessu er verið að brjóta á þessum börnum og fjölskyldum þeirra,“ sagði María Bjarnadóttir, móðir transstúlku, í samtali við fréttastofu um helgina. Forsvarsmenn Landspítalans segja þekkinguna afskaplega sérhæfða. Þá geti verið tímafrekt að finna nýja sérfræðinga í stað þeirra sem hætta. „Breytingin á þjónustunni er ekki önnur en sú að umræddur sjúklingahópur er nú þjónustaður tímabundið á hefðbundinni göngudeild BUGL en ekki af sérstöku transteymi eins og áður var. Bráðaþjónusta er líka alltaf til staðar.“ Guðrún B. Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, minnti á að þjónusta væri enn fyrir hendi þó það væri á göngudeild en ekki í sérstöku teymi. „Við höfum bara ekki fólk sem skýrist eðal annars af því að Landspítali er orðinn láglaunasvæði. Við fáum ekki fólk og það sem er hér fer annað vegna launanna.“ Foreldrum þeirra 48 barna sem nú fá meðferð hjá BUGL var tilkynnt um breytingarnar í byrjun árs. Börn og uppeldi Hinsegin Landspítalinn Tengdar fréttir Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Transteymi BUGL hefur verið lagt niður vegna manneklu en samkvæmt lögum skal þverfaglegt teymi sinna börnunum. Hvorki fjármagn né starfsfólk fylgdi lagasetningunni. Móðir transdrengs segir heilbrigðisyfirvöld þurfa að hysja upp um sig. 7. febrúar 2020 19:29 Reiður og var að reyna að skaða sig Í þáttunum Trans börn er fjórum íslenskum fjölskyldum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 9. febrúar 2020 14:30 Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Landspítalinn vinnur að umbótum transteymi barna- og unglingagerðdeildar spítalans í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið. Fram hefur komið að foreldrar transbarna eru í öngum sínum þar sem transteymið hefur verið lagt niður. „... unnið er að því að finna bót á erfiðri stöðu þar sem skapast af skorti á fagmenntuðu starfsfólki til að manna teymið,“ segir í tilkynningunni. „Það stendur í lögunum að það eigi að vera þverfaglegt teymi fyrir transbörn og með þessu er verið að brjóta á þessum börnum og fjölskyldum þeirra,“ sagði María Bjarnadóttir, móðir transstúlku, í samtali við fréttastofu um helgina. Forsvarsmenn Landspítalans segja þekkinguna afskaplega sérhæfða. Þá geti verið tímafrekt að finna nýja sérfræðinga í stað þeirra sem hætta. „Breytingin á þjónustunni er ekki önnur en sú að umræddur sjúklingahópur er nú þjónustaður tímabundið á hefðbundinni göngudeild BUGL en ekki af sérstöku transteymi eins og áður var. Bráðaþjónusta er líka alltaf til staðar.“ Guðrún B. Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, minnti á að þjónusta væri enn fyrir hendi þó það væri á göngudeild en ekki í sérstöku teymi. „Við höfum bara ekki fólk sem skýrist eðal annars af því að Landspítali er orðinn láglaunasvæði. Við fáum ekki fólk og það sem er hér fer annað vegna launanna.“ Foreldrum þeirra 48 barna sem nú fá meðferð hjá BUGL var tilkynnt um breytingarnar í byrjun árs.
Börn og uppeldi Hinsegin Landspítalinn Tengdar fréttir Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Transteymi BUGL hefur verið lagt niður vegna manneklu en samkvæmt lögum skal þverfaglegt teymi sinna börnunum. Hvorki fjármagn né starfsfólk fylgdi lagasetningunni. Móðir transdrengs segir heilbrigðisyfirvöld þurfa að hysja upp um sig. 7. febrúar 2020 19:29 Reiður og var að reyna að skaða sig Í þáttunum Trans börn er fjórum íslenskum fjölskyldum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 9. febrúar 2020 14:30 Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Transteymi BUGL hefur verið lagt niður vegna manneklu en samkvæmt lögum skal þverfaglegt teymi sinna börnunum. Hvorki fjármagn né starfsfólk fylgdi lagasetningunni. Móðir transdrengs segir heilbrigðisyfirvöld þurfa að hysja upp um sig. 7. febrúar 2020 19:29
Reiður og var að reyna að skaða sig Í þáttunum Trans börn er fjórum íslenskum fjölskyldum fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 9. febrúar 2020 14:30
Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30